Færsluflokkur: Bækur
Verjum Ísland
Sunnudagur, 21. júní 2009
Fáum dylst að framundan er brimsjór í efnahagslegu tilliti, mistök núna geta orðið komandi kynslóðum dýrkeypt. Þó sagnfræðin skipti máli þá er það framtíðin og þær ákvarðanir sem teknar eru núna og á næstu vikum sem geta skipt framtíð barna okkar og þjóðarinnar öllu máli. Þessu stöndum við frammi fyrir sama í hvaða flokki veið erum eða vorum. Þó Geir og Solla hafi ekki verið jarðtengd og Árni Matt hafi skrifað eitthvað óábyrgt rugl á minnisblað leysir það ekki núverandi og tilvonandi stjórnendur frá því að hugsa sjálfstætt og af ábyrgð. Það getur til dæmis ekki réttlætt að ráðamenn undirriti skuldbindingar sem allir sjá að þjóðin getur aldrei risið undir. Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á að leiðtogar hennar hugsi þetta út frá flokkshagsmunum. Núna verða ALLIR að leggja sitt besta fram.
Verjum Ísland!
![]() |
Hætt við öll útboð í vegagerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eva Joly sérstakur heiðursgestur á Nasa.
Laugardagur, 20. júní 2009

![]() |
Eva Joly heiðursgestur á Nasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalkjötið í að borga Icesave?
Föstudagur, 19. júní 2009

![]() |
Fyrstu langreyðarnar í land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Grein 16:3 Icesave : Afsal eigna, griðhelgi og fullveldis Íslands
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Eftirfarandi er þýðing fyrrum forseta Hæstaréttar Íslands, Magnúsar Thoroddsen hrl., á grein 16.3 Icesave samningsins við Hollendinga:
Afsal á griðhelgi fullveldis
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum ( án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.
Ef Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu ( þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.
![]() |
Icesave-samningar birtir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Ríkisstjórnin lyppast niður fyrir Bretum
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Upp skal boðið Ísland!
Svavar Gestsson lýsti því að afar góður andi hafi ríkt á fundum um Icesave og engar hótanir hafi verið uppi. Nú þegar starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru búnir að skála fyrir samningum um Icesave þá tekur alvaran við. Nú þarf að sannfæra Íslendinga um ágæti þessa samnings. Þá er kallaður til nýjasti sendiherranna og fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Kristín Heimisdóttir, sem þekkir ekki til þorskastríðanna og kallar þessa deilu "hörðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar! Ég tók sjálfur þátt í tveimur þeirra og fullyrði að með þessum hugsunarhætti hefði enginn sigur unnist í landhelgisdeilum okkar. Ríkisstjórnin sem er með allan hugann við ESB lyppaðist niður og kallaði til utanríkisþjónustuna sem gerði það sem hún kann best og dró fram kampavínsglösin.
Milliríkjadeilunni var breytt í einkamál sem má útkljá fyrir breskum dómstól sem getur gengið að öllum eigum ríkisins. Mig langar að benda á skilmerkilega grein um þetta eftir Ívar Pálsson.
![]() |
Harðasta milliríkjadeilan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hækkað tryggingargjald = hækkað atvinnuleysi.
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Nú er farið að kvisast út hverjar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða. Það fer eins og marga grunaði. það á að skattleggja kreppuna. Tryggingagjald verður stórhækkað til að mæta aukinni þörf atvinnuleysistryggingasjóðs og ábyrgðasjóðs launa. Tryggingargjald er gjald sem fyrirtæki borga fyrir að hafa fólk í vinnu en það er afraksturinn er jafnframt notaður til að greiða atvinnuleysisbætur. Illa stæð fyrirtæki eiga því engra annara kosta völ en að segja upp fólki. Fer þetta því að minna á bóndann sem skar skottið af hungruðum hundi sínum til að gefa honum að éta.
Ráð ríkisstjórnarinnar er: Að skattleggja kreppuna í burtu!
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gunnar Birgisson er öflugur og vinsæll
Þriðjudagur, 16. júní 2009

![]() |
Falið að ræða við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Landsbankinn er hættur starfsemi!
Mánudagur, 15. júní 2009
Nú hafa bresk stjórnvöld góðfúslega tekið Landsbankann af skrá yfir hættuleg hryðjuverkasamtök. "Tak skal De ha" Vita þau ekki að Landsbankinn er löngu hættur starfsemi og fyrrum eigendur hafa misst forræði yfir búinu? Til hvers að vera með þrotabú á lista yfir hryðjuverkasamtök? Vilja þeir ekki frekar setja fyrrum stjornendur bankans á slíkan lista?
En hverslags lista á að setja stjórnvöld sem ætla að skudsetja komandi kynslóðir þannig að þær fái ekki við það ráðið?
![]() |
Landsbanki ekki lengur á lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lögmenn þykjast ósammála Evu Joly
Laugardagur, 13. júní 2009
Ríkissaksóknari og ýmsir lögmenn bera sig illa vegna gagnrýni Evu Joly, nú síðast kveinar Sigurður G. Guðjónsson í grein í Pressunni. Það er tvennt sem lögmönnunum þykir mikil goðgá:
1. Að Joly skuli gagnrýna að æðsti yfirmaður ákæruvaldsins skuli sitja í því embætti meðan grunur leikur á um hvort sonur hans verði ákærður.
Spurn: Hafa menn ekki fengið tímabundið leyfi af minna tilefni?
2. Eva Joly sagði að lögmenn sæktust eftir að verja fjárglæframenn.Þetta kallar Sigurður G. Guðjónsson að þeir séu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna"
Spurn: Eru það ekki einmitt hlutverk lögmanna að verja grunaða menn og eru það ekki almælt tíðindi að einmitt þetta sé best launuðu lögmannsstörfin?
Getur verið að þessir menn fagni henni í hjarta sínu þar sem þeir sjái nú fram á arðvænlega vertíð en vilji samt frekar hafa hana upp á punt?
![]() |
Málflutningur Joly gagnrýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ríkisstjórnin blekkti Svavar Gestsson illilega!
Föstudagur, 12. júní 2009
Bretar sendu sinn fremsta samningamann til að stýra viðræðunum. Það var aftur á móti illa gert af ríkisstjórninni að senda Svavar Gestsson sendiherra óundirbúinn og gera hann að formanni nefndarinnar. Ástæða þess að Svavar var ánægður með samninginn var sú að hann var blekktur. Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið að Íslendingum sem þjóð bæri að standa í ábyrgð fyrir einkabanka. Í öðru lagi taldi hann að öruggt væri að allar eignir Landsbankans rynnu til Icesave en það er óvíst að aðrir kröfuhafar samþykki það. Og í þriðja lagi virðist hann halda að 5,55% vextir séu lágir.
Þetta var ekki fallega gert af Samfylkingunni.
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)