Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Vatnasl - Glansinn af ESB aðild orðinn mattur.
Þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Eftir því sem frekari upplýsingar koma fram eyðist gljáinn af ESB. Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.
Sögulega séð hefur Íslandi gengið best þegar það hefur haft forræði í eigin málum en ef Ísland yrði aðili að ESB yrði staða þess fyrirsjáanlega mun verri.
Sérstaða Íslands felst í því að Ísland býr við miklar náttúruauðlindir, einhæft atvinnulíf og er mjög háð utanríkisviðskiptum. Helsta auðlind Íslands er sjávarauðlindin.
Ef Ísland gengi í ESB myndi landið missa forræði yfir sjávarauðlindinni til langs tíma (s.k.v. Rómarsáttmálanum) þó við gætum fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta, sem Össur hefur oft vitnað til en fiskveiðar þess ríkis eru á við íslenskan vertíðarbát. Ef við gengum í bandalagið yrðum við tafarlaust og undantekningalaust að gangast undir allar tollareglur bandalagsins sem eru alls ekki hannaðar fyrir ríki sem flytja út fisk, heldur þvert á móti. Þannig myndum við skrúfa fyrir útflutning okkar á fiski til Asíu og víðar, þar sem markaðirnir eru að vaxa hvað mest. Í Kína og Kóreu var um 40- 60% tollur á fiski en Ísland hefur beint og í gegnum EFTA fengið miklar lækkanir og við vorum langt komin með fríverslunarsamning við þessi ríki en það hefur illu heilli verið sett á ís. Gagnvart Kína þyrftum við að lækka tolla á skóm og skyrtubolum um 15% sem ætti ekki að skaða okkur en ESB myndi aldrei fallast á.
![]() |
Fleiri andvígir aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gamla og Nýja Kaupþing sammála um að leyna ósómanum
Sunnudagur, 2. ágúst 2009
Það gengur ekki hnífurinn á milli Gamla og Nýja Kaupþings í ákefðinni að koma í veg fyrir umfjöllun um vinnubrögð Gamla Kaupþings. Það er hvorki sanngjarnt né rétt að bankinn beiti fyrir sig bankaleynd því upplýsingar úr lánabókum eru komnar fram. Það er umfjöllunin og hugsanleg krufning upplýsinganna sem bankanum er illa við.
Það má víst enginn sjá sporin.
![]() |
Kaupþing fékk lögbann á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjónhverfingar fjármálaráðuneytisins
Föstudagur, 10. júlí 2009
Við skoðun Icesave samkomulagsins hafa komið í ljós margháttar afglöp samninganefndarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur nú lagt fram útreikninga sem eiga að sýna að Íslendingar geti greitt Icesave. Í fyrsta lagi er horft fram hjá öðrum skuldum landsins en þar fyrir utan er gert ráð fyrir að þjóðarframleiðsla aukist á örfáum árum um 25% frá þeim tíma sem hún var mest!
Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi? Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta. Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.
Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 milljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!
Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði. Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn.
Ég ætlaði að birta myndir af Ragnari Reykás og Össuri Skarphéðinssyni en þær voru ekki tiltækar svo ég læt þetta duga:
1. Efri mynd Steingrímur J Sigfússon
2. Neðri mynd tvífari Össurar Skarphéðinssonar
![]() |
Sló ekki á fingurna á Ásmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Dagar víns og rósa" Einkavæðing Jeltsíns Halldórs og Davíðs
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
![]() |
Dýrt fyrir ríkið að selja banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fær Gordon Brown Jóhönnu til að samþykkja skuldaklafann?
Laugardagur, 6. júní 2009
Bretar bjóða Íslendingum svokallað kúlulán (þar sem vextirnir leggjast við höfuðstólinn og greiðast í einu lagi) fyrir 650 milljörðum með 5.5% vöxtum til 7 ára. Þetta gerir 997,5 milljarða að 7 árum liðnum sannkallaðar drápsklyfjar fyrir jafn lítið þjóðfélag og okkar. Bretar standa á hæpnum lagalegum grundvelli að krefjast þessa af okkur enda segir EES samningurinn ekkert annað en að ábyrgðarsjóður banka sé ábyrgur en ekki ríkissjóður. Bretar veifa aftur á móti þeirri dulu að þeir muni reyna að fá IMF til að beita okkur þrýstingi og eins telur Samfylkingin sig þurfa að reiða sig á Breta til að komast í ESB.
En hvernig haldið þið að Bretar myndu fara með Íslendinga ef þeir undirgengust þeirra vald með inngöngu í ESB fyrst þeir koma svona fram við okkur?
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um dautt og lifandi fé
Sunnudagur, 31. maí 2009


![]() |
Milljarða skuldir umfram eignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
VG vill hvalveiðar feigar
Laugardagur, 18. apríl 2009
Sjávarútvegsráðherra hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um að leggja þjóðhagslegt mat á hvalveiðum í þeim tilgangi að finna réttlætingu til að draga úr eða stöðva hvalveiðar. Þannig á Hagfræðistofnun að reikna út áhrif á ferðaþjónustu án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En Hagfræðistofnun er ekki ætlað að rannsaka hagræn áhrif þess að halda vexti hvalastofna í skefjum þó vitað sé að hvalir éta í það minnsta 15 sinnum meira en við veiðum. Þannig er Hagfræðistofnun ætlað að reikna út og meta huglægar forsendur en sleppa þekktum stærðum.
![]() |
Mat lagt á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir hvað borgaði Eykt 5 milljónir til Framsóknarflokksins?
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Það vekur athygli að fyrirtæki keppast við að fá fjölmiðla og helst af öllu sjónvarp til að mynda sig í bak og fyrir ef þau gefa nokkra hundraðþúsundkalla til líknarfélaga. En þau reyna að leyna því nánast eins og mannsmorði ef þau "styrkja" einhvern flokk sem er í valdastöðu til að endurgreiða "styrkinn". Þannig þurfti Framsókn að suða í marga daga í styrkveiðendum sínum til að fá leyfi til að birta nöfn þeirra, enda höfðu fyrirtækin sum hver fjárfest í trausti þess að styrkurinn yrði ekki gefinn upp. Nú hefur það þó verið gert undir miklum þrýstingi og því liggur beint við að spyrja: Fyrir hvað var Eykt að borga 5 milljónir beint í Framsókn? Þeir sem fylgst hafa með borgarmálum vita að Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hefur margítrekað gagnrýnt að núverandi meirihluti gerði afar óhagkvæman samning við Eykt um leigu á Höfðatorgi til 25ára upp á 4 milljarða vísitölutryggt. Fyrir utan þessa upphæð til flokksins hefur Óskar Bergson fulltrúi Framsóknarflokksins, viðurkennt að hafa mótekið peninga beint frá Eykt en ekki viljað gefa upp upphæðina. Hvað er upphæðin há Óskar?
![]() |
Framsókn opnar bókhaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Afnám kvótakerfisins, skýr leið úr kreppunni
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Fyrir um 14 árum var djúp banka- og efnahagskreppa í Færeyum en þeir þeir komust út úr henni með því að afnema kvótakerfið. Núna styrkja Færeyingar Íslendinga. Jón Kristjánsson fiskifræðingur skrifar um þetta hérna.
Ekkert kvótakerfi, landburður af afla án brottkast er ávísun á stórauknar þjóðartekjur.
Sjáið frábæran Komásþátt hérna
Arðbærar fiskveiðar, skýr leið úr kreppunni.
![]() |
Ár þar til þorskurinn verður vottaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Seðlabankinn kallar yfir sig mótmæli
Mánudagur, 26. janúar 2009
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |