Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Jóhanna klagar Framsóknarflokkinn

Þá er Jóhanna búin að birta bréf sitt þar sem hún klagar Framsóknarflokkinn fyrir Stoltenberg m.a. með þessum orðum:

"Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu. "

c_users_gudni_lversson_pictures_mp_navigator_sjorinn_250_tonn_af_makril_714029Jóhanna kvartar ekki við Norðmenn undan Bretum sem vilja ekki leyfa Íslendingum að leita réttar síns fyrir dómstólum.  En ef þetta er afstaða erlendra ríkja  að knésetja eigi Ísland og meina því að leita til dómstóla hvers vegna erum við þá að fóðra mörg hundruð þúsundir tonna af makríl á þorskseiðum í íslenskri lögsögu ókeypis að ósk þessara þjóða? 

Íslendingar geta slegið tvær flugur í einu höggi: Aflað sér tugmilljarða tekna í beinhörðum gjaldeyri og  dregið úr afráni makrílsins á seiðum okkar nytjastofna.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga Íslendingar að fóðra makrílinn fyrir ESB?

Sjórinn við Ísland, bæði fyrir austan og vestan land, er fullur af makríl. Síldin veiktist og loðnan flúði hlýindin herringen það sem eftir er af henni er étið af makrílnum sem fer um eins og logi um akur. Meðan makríllinn er í íslenskri lögsögu, má enginn veiða hann nema Íslendingar eða með leyfi Íslendinga. Þá háttar svo til að Íslendingar óska eftir að komast að samningaborðinu en fá ekki, því Evrópusambandið vill eiga makrílinn! Þvílík frekja og yfirgangur! Eigum við kannski bara að fóðra makrílinn fyrir þá og reka hann svo út úr lögsögunni? Gríðarleg verðmæti er um að tefla sem gætu bjargað íslensku þjóðinni frá efnahagslegum hörmungum og létt á skuldabyrðinni, þess vegna þarf sjávarútvegsráðherra að bregðast hratt við.


mbl.is Íslendingar ekki við borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hafa um tvennt að velja: Tekjuleið eða skuldaleið

burdenÍslendingar hafa um tvennt að velja, þ.e. að nýta auðlindir sínar eða gerast bónbjargarmenn Breta með því að skuldsetja sig á þeirra forsendum.

Við getum stóraukið jafnvel margfaldað tekjur okkar af hafinu t.d. með handfæraveiðum og veiða makríl sem Evrópusambandið telur sig eiga þó hann syndi og nærist í íslenskri lögsögu, við getum nýtt sjávarspendýr sem innbyrða 20 falt það magn sem við veiðum og slegið tvær flugur í einu höggi. Haft tekjur af afurðunum og nálgst jafnvæi í hafinu sem eru stærri hagsmunir. 

Í báðum tilvikum  verðum við að taka á okkur lífskjaraskerðingu en sá er munurinn að sé fyrri kosturinn, tekjuleiðin, valin er vandinn tímabundinn auk þess sem við og afkomendur okkar geta staðið upprétt skuldlaus til framtíðar.

 

 


mbl.is Sameinast um að fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst Svartur sjór af makríl

Nú berast fréttir af því að óhemju magn af makríl sé á miðunum bæði fyrir austan og vestan. Gamlir sjómenn segja að þetta minni á síldarárin nema að þetta sé margfallt meira. Fyrir austan eru stórir flekkir á hafinu á hefðbundinni síldarslóð þannig að ekki hefur tekist að veiða síld án þess að fá of mikið af makríl, sem ekki má veiða. Breiðafjörðurinn er bunkaður segja menn og fiskveiðieftirlitsmenn frá Fiskistofu, hafa staðið í ströngu á Grundafirði undanfarið við að hafa hemil á börnum sem veiða makríl á stöng og ætluðu að setja makríinn á markað. Mitt í öllum niðurskurðinum fær sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið 7% aukningu. Ekki veitir af.

Fishing%20boat_tcm24-196466 herring


mbl.is Makríll gefur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getgátur og dagdraumar

Nú er skeggrætt um hvort fram hafi komið mögulegar getgátur um miklar olíulindir á Drekasvæðinu. Ekki kemur fram í frétt Morgunblaðsins um þetta mál kemur ekki fram hver hafi haft uppi þessar getgátur eða af hverju hann eða hún hefur gert það.  

Það er samt misjafnt hvað svona getgátum er sýndur mikill áhugi. Til samanburðar þegar getgátur voru uppi um að mikil olía væri á Færeyska landgrunninu sóttu öll stærstu olíufélögin um leyfi til rannsókna. Eitt skúffufyrirtæki sótti um leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu og er hætt við. 

Kosturinn við að enginn  leggi í rannsóknir er ótvírætt sá að á meðan getum við ornað okkur við getgátur og dagdrauma.

 


mbl.is Getgátur um gríðarlegar olíulindir á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa að stofna skúffufyrirtæki í ESB

Kínverska fyrirtækið sem  hefur áhuga á að fjárfesta í Þistareykjum verður að stofna skúffufyrirtæki í Evrópu rétt eins og Magma energy ef það ætlar að ná fram áformum sínum.  Ég hef ekkert vit á orkuiðnaði en ég veit að Kínverjar hafa heilmikinn áhuga á viðskiptum við Ísland. Það sést t.d.  í því að þeir hafa gefið Íslendingum heilmiklar undanþágur frá háum tollum (40-60%) á sávarafurðum  og eru jafnvel tilbúnir til að gera fríverslunarsamning við Ísland.  Takist Samfylkingunni hinsvegar að múra Ísland inni í Evrópusambandinu munu  allir tollasamningar við Kína og önnur ríki falla niður og markaðir lokast.
mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan hnyklar vöðvana og hristir af sér kreppuna

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn   Joseph Stiglitz var sannfærður um að íslenska krónan væri að koma Íslandi til hjálpar, án hennar hefði kreppan orðið mun dýpri og atvinnuleysi mun meira þetta kom fram í Silfrinu í gær  .   Í sama streng tók Dr. Jón Daníelsson sem sagðist mun bjartsýnni nú en hann hefði verið, botninum botninum væri senn náð og þá myndi leiðin liggja uppávið fyrir tilstilli íslensku krónunnar. Att þetta kemur heim og saman við spá Más Guðmundssonar nýskipaðs seðlabankastjóra.  
mbl.is Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum lensið!

Vaxtarsproti vísinda, tækniframfara og hagvaxtar er í Austur - Asíu.

Íslendingar eiga stórkostlega möguleika með því að klára fríverslunarsamninga við Kína og Kóreu. Það eru óþjótandi markaðir fyrir fisk, líka fyrir makríl sem Evrópusambandið vill ekki leyfa okkur að veiða. 

Þegar skipstjórnarmenn nota hastæða strauma og vindátt heitir það að "nýta lensið" eða einfaldlega að "taka lensið".   Við eigum að nýta lensið og góðan byr til að sigla þöndum seglum beitivind út úr kreppunni. 

Hin leiðin er náfaðmur ASG sem má lesa um hér: http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/939816/

 Íslendingar standa á krossgögum, valið stendur á milli þess að taka lensið eða vera skuldug upp fyrir haus undir handarjaðri ASG.

 


Ógeðsdrykkurinn Æsseif inniheldur ekki harðfisk, hákarl, slátur og sviðakjamma

gauti_eggertssonÆsseif, eins og hann lítur út í glasinu, er óheilsusamlegur ógeðsdrykkur og það ætti ekki að neyða neinn mann til að innbyrða hann og allra síst heila þjóð.  Dr. Gauti B. Eggertsson (bróðir Dags B Eggertssonar) telur algerlega nauðsynlegt að þjóðin kyngi drykknum og varar við því að stjórnin falli verði það ekki gert.

"Um hvað yrði nýja ríkisstjórnin? Icesave, jú það er væntanlega málið að fella þann samning? Og svo yrði líklega fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar að draga til baka umsókn í ESB? Væri það óneitanlega táknrænt um einangrun landsins. Kannski rétt að segja sig úr nato líka og sameinuðu þjóðunum? Taka bjart í sumarhúsum á þetta?
Fara að snúa sér aftur að því að lifa á harðfiski, hákarli, slátri og sviðakjömmum?"

Er verið að lofa þjóðinni því að hún losni við harðfisk, hákarl slátur og sviðakjamma með því að kyngja ógeðsdrykknum í einum gúlsopa?

Ásmundi bónda mæltist vel í Kastljósi  í kvöld þegar hann sagðist vilja  sjá atkvæðagreiðsluna fara 63:0  "Þetta er ekki flokkspólitískt mál og þjóðin hefur alls ekki efni á að skiptast í fylkingar núna" sagði bóndinn. 


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómenn þvingaðir til að henda makríl í stórum stíl

Fréttir berast nú af því af miðunum að sjómenn séu þvingaðir til að henda makríl í stórum stíl því Fishing%20herring makríllinn má ekki vera nema 10% aflans.  Þar sem makríllin og síldin eru saman er útilokað að sortera tegundirnar og ekki er betra að sleppa síldinni því hún er öll dauð eftir að búið er að herpa nótina. Þetta er gert til að þóknast Evrópusambandinu, sennilega af því að Ísland er skuldugt og búið að skila inn umsókn.  Væri ekki nær að veiða makrílinn og nota peningana til að borga skuldirnar?
mbl.is Síldveiðiskip umkringd makríl um alla lögsögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband