Færsluflokkur: Evrópumál
Ný skoðanakönnun um hvalveiðar
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Því hefur varið haldið fram af fylgjendum hvalveiða að Íslendingar þurfi á gjaldeyrinum og atvinnunni að halda. Jafnframt er því haldið fram að hvalir éti 20 sinnum meira en við veiðum.
Hvalverndarmenn halda því fram að hvalveiðar skaði ferðaþjónustu. Auk þessmuni Evrópusambandið ekki leyfa hvalveiðar ef Íslendingar ganga í það.
Margir veitingahúsaeigendur hafa sagt að hvalkjöt sé ekki síst vinsælt meðal útlendinga.
Hvorn málstaðinn styður þú? Er hvalkjöt lostæti eða viðbjóður?
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Málefnin látin ráða
Föstudagur, 30. janúar 2009
Frjálslyndir fagna því að stjórnarkreppu sé afstýrt með því að ný ríkisstjórn er að myndast og munu ekki leggja stein í götu hennar. Þeir munu jafnframt styðja öll góð mál sama hvaðan þau koma.
Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á að auðlindum þjóðarinnar verði ekki afsalað nánar um málefni Frjálslynda flokksins á heimasíðunni www.xf.is
![]() |
Frjálslyndir ekki með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Húrra fyrir Einari Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Það var frábært hjá sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvóta til næstu 5 ára. Flestir vita að það eru fyrst og fremst endurnýjanlegar auðlindir okkar í hafinu gera það að verkum að landið er byggilegt. Íslendingum veitir ekki af þeim útflutningstekjum sem hvalveiðarnar skapa en þess utan éta hvalir tugfalt meira en við veiðum.
Ég ætla bara að vona að nýja ríkistjórnin standi í lappirnar og ekki leyfa einhverjum sérvitringum að leggja stein í götu þessarar þjóðlegu gjaldeyris- og atvinnusköpunar
![]() |
Hefur ekki áhyggjur af sölu afurða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leyfir Hæstiréttur flengingar einungis á börnum?
Þriðjudagur, 27. janúar 2009

![]() |
Gagnrýnir dóm um flengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ágústi ýtt út í kuldann
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún er greinilega að herða tökin. Ágúst Ólafur naut ekki stuðnings hennar og hefur í nú verið ýtt út í kuldann eftir að hafa að hennar mati talað ógætilega meðan hún var á skurðarborðinu. En þá má spyrja: Til hvers eru varaformenn? Átti öll Samfylkingin að fara í veikindafrí á sama tíma og formaðurinn leitaði sér lækninga. Á flokkurinn að leggjast í bælið ef formaðurinn fær hita?
Ágúst Ólafur mun skv. meðfylgjandi frétt hætta þingmennsku að loknum kosningum í vor.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg skilaði góðu dagsverki
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íslendingar halda áfram að meika það í útlöndum!
Mánudagur, 26. janúar 2009
Íslendingar eru alltaf að slá í gegn. Núna var Guardian að útnefna okkar mann Geir Haarde í hóp 25 manna í heiminum sem ber ábyrgð á efnahagskreppunni. Þessi tilnefning er lítt umdeild því Geir er ekki bara forsætisráðherra heldur var hann fjármála- og einkavæðingarráðherra þegar bönkunum var ráðstafað til manna með sambönd í flokkana. Af sinni alkunnu hógværð ánafnaði Geir erlendum aðilum þennan heiður.
Rússar undir forystu Jeltsíns gerðu t.d. ekki síður mistök í einkavæðingu en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs og Geirs.
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Seðlabankinn kallar yfir sig mótmæli
Mánudagur, 26. janúar 2009
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lifir ríkisstjórnin í skjóli veikinda?
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Mér er eiginlega þvert um geð að taka það fram, sem öllum á að vera ljóst að allt ærlegt fólk óskar veiku fólki skjóts og góðs bata, en ég geri það samt, bæði af því að ég geri það af heilum hug og til að forða misskilningi. Það er alveg makalaust að lesa allar þær mærðarlegu bloggfærslur sem lúta að heilsu tveggja stjórnmálamana. Oftast er þetta gert til að koma að gagnrýni á þá einstaklinga, einkum þingmenn sem vilja slíta stjórninni. Af handahófi vel ég tvær færslur hér er talað um tillitsleysi og hér
er varaformaðurinn sakaður um "uppreisn gegn formanninum á sjúkrabeði sem sögð er vera ósmekkleg." Það er kunnara en frá þurfi að segja að núverandi ríkisstjórn er sú óvinsælasta á lýðveldistímanum og hún ríkir í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þingmanna sem eru beittir þrýstingi og flokksaga. Á slík ríkisstjórn að að lifa í skjóli í skjóli veikinda tveggja einstaklinga? Er þetta virkilega ígrunduð skoðun ykkar stjórnarsinna?
![]() |
Útilokum ekki breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 26.1.2009 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Seðlabankinn storkar mótmælendum
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Seðlabankinn virðist nota hvert tækifæri til að ögra mótmælendum og reyna að efna til átaka, nú síðast með því að ætla að halda árshátíð á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut, sem er fjölfarin umferðargata þar sem hætta getur skapast.. Mótmælendur fóru eftir að hafa gengið úr skugga um að árshátíðin hefði örugglega verið blásin af.
![]() |
Mótmælum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |