Færsluflokkur: Evrópumál

Víkingasveit Seðlabankans mætt

c_documents_and_settings_jakobina_olafsdottir_my_documents_myndir_my_pictures_c_documents_and_settings_notandi_my_d_777193 Þeim sem þetta ritar hefur borist til eyrna að hinn viðskotailli hagfræðingur seðlabankans, Ólafur Klemensson sé mættur á svæðið.  Ólafur hefur áður  sýnt að hann er til alls líklegur og því má allt eins búast við tíðindum í nótt.

 

Ólafur Klemensson í vígahug


mbl.is Fjölgar í mótmælendahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar á förum

Lélegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar, þeirrar er minnst verður fyrir að hafa sett Ísland á hausinn af vangá, er á förum. "Farið hefur fé betra".  

0713bEn Geir Haarde, þú færð innilegar bataóskir, vonandi gengur læknismeðferðin vel og þú megir njóta langrar og hamingjuríkra lífdaga

 

 

"Láttu þér batna." 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin 12 af 18 þingmönnum vilja stjórnarslit Munar um Sleggjuna

Ágreiningur er kominn upp í Samfylkingunni þar sem 12 af 18 þingmönnum flokksins styðja ekki stjórnina lengur, eftir að samfylkingarfélögin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lýstu því yfir að þau vildu slíta stjórnarsamstarfinu tafarlaust. Að því gefnu að þessar  heimildir KristinnH%20Gunnarsson%20bb(1)séu  réttar stenst stjórnin ekki  vantraust þó Kristinn H. Gunnarsson greiði henni atkvæði  nema einhver tólfmenningana sitji hjá. Í því tilviki gæti atkvæði Kristins bjargað stjórninni.

 Getur Sleggjan bjargað stjórninni?


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kosningar = stjórnarkreppa? Rýnum í það.

Ég er kominn yfir miðjan aldur og því búinn að upplifa margar kosningar mig rekur ekki minni til stjórnarkreppu eftir að ég komst til vits og ára. Samt klifa stjórnarflokkarnir sínkt og heilagt á því að ekki megi kjósa því þá skapist  neyðarástand og  landið verði stjórnlaust. 

Veit þetta fólk ekki að það er að skapaðist neyðarástand á þeirra vakt og þess vegna vill fólk kjósa?

Veit þetta fólk ekki að erlendir sérfræðingar hafa sagt að líklegt sé að Íslendingar fái hærri vexti meðan þeir sem sváfu á verðinum eru enn við völd?

Veit þetta fólk ekki að ASÍ hefur sagt að það vilji fresta kjaraviðræðum vegna þess að ríkisstjórnin sé umboðslaus?

 Stjórnarherrarnir hafa líka sagt að ekki megi kjósa fyrr en þeir séu búnir að rannsaka orsakir hamfarana.

Veit þetta fólk ekki að vera þess við stjórnvölinn gerir alla rannsókn ótrúverðuga vegna þess að verk þeirra sjálfra hljóta að vera til skoðunar?39aRikisstjornGHHII

Veit þetta fólk ekki að þeim er ekki treyst?


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa um breytingar

Þessi skoðanakönnun staðfestir kröfu fólks um rótækar breytingar. Mikil og vaxandi óánægja er meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkana einkum og sérílagi Sjálfstæðisflokksins sem gu_jon_arnar_kristjansson blöskrar spillingin og vanhæfnin sem leitt hefur þjóðina í svo hræðilegar ógöngur undir forystu þess flokks. Stjórnarandstaðan er markeruð af því að hafa annað hvort tekið þátt í spillingunni eða verið meðvirk. Skoðun mín er sú  að ef stjórnmálaflokkur með jafn góða stefnuskrá og Frjálslyndi flokkurinn hefði staðið vaktina væri hann með yfir 20% fylgi við þessar aðstæður. Jafnvel Framsóknarflokkurinn sem tók fullan þátt í spillingunni og á verulega sök á ástandinu fer upp í 17% við það að tefla fram nýju fólki. Frjálslyndi flokkurinn heldur 3ja% fylgi í þessari könnun. Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók við formann flokksins sem staddur var á Kanaríeyjum fyrir þremur dögum sagðist formaðurinn Guðjón Arnar Kristjánsson ótrauður ætla að gefa kost á sér áfram. Þá er spurningin hvort einhverjir muni styðja það?
mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syngjandi lögreglan okkar

Það er mótmælum ekki til sóma að skemma eigur almennings, enda gengur það þvert gegn inntaki mótmælana sem snúast öðrum þræði gegn ábyrgðarleysi stjórnvalda. Enn fráleitara er img_8370að reyna að efna til ófriðar við lögregluna. Skoðun mín er sú að yfirstjórn lögreglunnar beiti valdi sínu af skynsemi og hófsemd enda stýra henni mætir menn. Lögreglumenn eru misjafnir eins og þeir eru margir og auðvitað geta þeir gert mistök eins og við hin í hita leiksins. Mótmælendur eru flestir löghlýðnir borgarar og ættu að styðja lögregluna og lögreglan ætti að styðja mótmælendur í að allt fari friðsamlega fram. Þannig verður komist hjá því að nokkur þurfi að meiðast. Ég sendi lögreglumanninum sem meiddist innilegar bataóskir. 

Við viljum vonandi öll heldur sjá lögregluna við söng og umferðafræðslu í skólum frekar en að hún þurfi að ganga með skildi og kylfur.

c_documents_and_settings_jakobina_olafsdottir_my_documents_myndir_my_pictures_c_documents_and_settings_notandi_my_d_777193

 

 

 

Einstaka menn hafa haft uppi grófa ofbeldistilburði


mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Lási kokkur

Þegar ég sá Geir í sjónvarpinu lýsa því yfir að allt færi í kaldakol ef hann hætti, sem forsætisráðherra, rifjaðist upp fyrum mér gömul saga af Lása kokk. Lási var á togara sem var að sökkva og allir fengu skipun um að koma sér tafarlaust frá borði í lífbát: "Æ, Æ, ó ó og ég sá eftir að vaska upp og skipið að sökkva. Alltaf þarf að standa svona á".
mbl.is Mótmælendur við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælin báru árangur

Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar eru nú allar varnir að bresta hjá stjórnarflokkunum gegn því að halda kosningar í vor. Umræður féllu niður í dag en áætlaður er þingfundur á morgun þar sem forsætisráðherra mun gefa skýrslu um ástandið og mun stjórnarandstöðunni gefast möguleiki á að tjá sig.  Rætt er um að formenn flokka víki en mér  líst betur á utanþingsstjórn en að formennirnir standi álengdar með fjarstýringuna.

Forsetinn er lýðræðislega kjörinn og fullr-trúi allrar þjóðarinnar.

Hann hefur valt til að boða til kosninga:  24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðdrukkinn ökumaður neitar að afhenda lyklana!

Ríkisstjórnin er eins og sauðdrukkinn ökumaður sem hefur keyrt á ljósastaur. Bíllinn er illa 39arikisstjornghhiilaskaður og tæplega í ökufæru standi frekar en ökumaðurinn, sem neitar að afhenda móður sinni lyklana og uppástendur að hún hafi lánað sér bílinn í a.m.k 4 ár. Móðirin veit að dólgurinn er ótryggður og því mun það lenda á henni að borga bílinn og ljósastaurinn.

Einboðið er að hringja í Vöku, láta draga bílinn  og koma dólgnum, sem þykist vera að redda öllu, í bælið til að sofa úr sér vímuna. Hann mun vonandi vakna með móral.

 

Car_crash_1
mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Atvinnubótavinna" er betri en aðgerðaleysi

Nú þegar ríkið er byrjað að ábyrgjast skuldir útrásarvíkingana fyrir næstu áratugi munu hjól hagkerfisins hægja á sér og mörg þeirra munu stöðvast. Tugþúsundir manna munu missa vinnu og samfélaginu ber lögum samkvæmt að tryggja þessu fólki lámarks framfærslu. ken-sawing Hvernig væri að nýta þetta tækifærir til að sinna ýmsum þjóðþrifaverkum sem lengi hafa setið  á hakanum?  Til dæmis mætti hugsa sér að stöðva og snúa við uppblæstri og eyðingu landsins.  Allt er betra en að láta fullfrískt fólk liggja heima í volæði, það er einungis ávísun á andleg veikindi og félagsleg vandamál.p265948-Planting_a_Tree
mbl.is Yfir 11.300 atvinnulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband