Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ný skoðanakönnun um hvalveiðar
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Því hefur varið haldið fram af fylgjendum hvalveiða að Íslendingar þurfi á gjaldeyrinum og atvinnunni að halda. Jafnframt er því haldið fram að hvalir éti 20 sinnum meira en við veiðum.
Hvalverndarmenn halda því fram að hvalveiðar skaði ferðaþjónustu. Auk þessmuni Evrópusambandið ekki leyfa hvalveiðar ef Íslendingar ganga í það.
Margir veitingahúsaeigendur hafa sagt að hvalkjöt sé ekki síst vinsælt meðal útlendinga.
Hvorn málstaðinn styður þú? Er hvalkjöt lostæti eða viðbjóður?
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Dorrit er sólargeisli í skammdeginu!
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Ég get bara ekkert gert að því að hún Dorrit heillar mig alveg upp úr skónum fyrir einlægni sína og jákvæðni. Hann Ólafur Ragnar Grímsson er einstaklega heppinn maður að eiga þessa konu og við Íslendingar erum heppin að þau skuli vera forsetahjón.
Þau lengi lifi:
Húrra, húrra, húrra, húrrrahaa!
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoskir sjómenn hlakka til að fá fullan aðgang að Íslandsmiðum
Laugardagur, 31. janúar 2009
Haft er eftir Bertie Armstrong, framkvæmdastjóra skoska sjómannasambandsins, að skoskir fiskimenn hafi verið reknir af Íslandsmiðum eftir tvö þorskastríð á áttunda áratug síðustu aldar. Við lítum til þess, að Íslendingar eru nú að fara bónarveg til Evrópusambandsins og vonum að það verði til að við fáum aðgang að þeirra sjávarútvegi."
Alistair Carmichael, sem er þingmaður á enska þinginu fyrir Orkneyjar og Hjaltland, segir að aðild Íslands að ESB muni hrista upp í stjórnkerfi sambandsins vegna þess að íslenska ríkisstjórnin muni ekki þola núverandi kerfi miðstýringar og gagnsleysis en endurskoða á sjávarútvegsstefnu ESB á næstu árum. Atkvæðavægi Íslands verður væntanlega u.þ.b. hálft prósent.
![]() |
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Sameiginlegt áhugamál Geir Jóns Þórissonar og Harðar Torfasonar
Laugardagur, 31. janúar 2009
Allir vita að Hörður Torfason er söngvaskáld og frábær listamaður en það er betur geymt leyndarmál að sá mæti maður Geir Jón Þórisson, sem hefur um langt árabil verið einn af máttarstólpum lögreglukórsins hefur verið forsöngvari og stýrt fjöldasöng á kristilegum mótum. Ég er sannfærður um að það kemur ekkert nema gott út úr því þegar þessir tveir ágætu menn og lífskúnstnerar leggja saman krafta sína.
Mig dreymir um að sjá Hörð og Geir Jón syngja saman með þúsund radda kór. Geir Jón er örugglega fús til að leiðbeina þeim er óska í Guðsorði og góðum siðum.
![]() |
Þjóðkórinn á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málefnin látin ráða
Föstudagur, 30. janúar 2009
Frjálslyndir fagna því að stjórnarkreppu sé afstýrt með því að ný ríkisstjórn er að myndast og munu ekki leggja stein í götu hennar. Þeir munu jafnframt styðja öll góð mál sama hvaðan þau koma.
Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt mikla áherslu á að auðlindum þjóðarinnar verði ekki afsalað nánar um málefni Frjálslynda flokksins á heimasíðunni www.xf.is
![]() |
Frjálslyndir ekki með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Húrra fyrir Einari Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Það var frábært hjá sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvóta til næstu 5 ára. Flestir vita að það eru fyrst og fremst endurnýjanlegar auðlindir okkar í hafinu gera það að verkum að landið er byggilegt. Íslendingum veitir ekki af þeim útflutningstekjum sem hvalveiðarnar skapa en þess utan éta hvalir tugfalt meira en við veiðum.
Ég ætla bara að vona að nýja ríkistjórnin standi í lappirnar og ekki leyfa einhverjum sérvitringum að leggja stein í götu þessarar þjóðlegu gjaldeyris- og atvinnusköpunar
![]() |
Hefur ekki áhyggjur af sölu afurða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leyfir Hæstiréttur flengingar einungis á börnum?
Þriðjudagur, 27. janúar 2009

![]() |
Gagnrýnir dóm um flengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ný ríkisstjórn: Áhrif Hannesar Hólmsteins í Seðlabankanum dvína
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Þessi nýja ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er ekki síst mynduð um breytingar í Seðlabankanum.
![]() |
Falið að mynda stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ágústi ýtt út í kuldann
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún er greinilega að herða tökin. Ágúst Ólafur naut ekki stuðnings hennar og hefur í nú verið ýtt út í kuldann eftir að hafa að hennar mati talað ógætilega meðan hún var á skurðarborðinu. En þá má spyrja: Til hvers eru varaformenn? Átti öll Samfylkingin að fara í veikindafrí á sama tíma og formaðurinn leitaði sér lækninga. Á flokkurinn að leggjast í bælið ef formaðurinn fær hita?
Ágúst Ólafur mun skv. meðfylgjandi frétt hætta þingmennsku að loknum kosningum í vor.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg skilaði góðu dagsverki
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)