Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslenskir útgerðarmenn við dauðans dyr. Færeyskir brosa breitt

Fyrir um 10 árum voru Færeyingar í djúpri kreppu sem kom fram í verðlausum og óseljanlegum eignum, atvinnuleysi og landflótta, Þetta leiddi til bankahruns enda bjuggu þeir við skuldsett kvótakerfi og þjóðin var að sligast undan erlendum skuldum. Alþjóða hafrannsóknarráðið sagði þeim að draga úr afla en þeir óskuðu jafnframt eftir að  fá íslenskan fiskifræðing Jón Kristjánsson til ráðgjafar.

J%C3%B3n-Bjarnason-net

 

 Jón Bjarnason, góður maður en brestur kjark

Vandinn var svo mikill að það var ekki tími til að skipa nefnd svo þeir fóru að ráðum Jóns og afnámu kvótakerfið og þar með brottkastinu á einni nóttu. Í dag dettur engum að hverfa aftur til  kvótakerfisins enda er sjávarútvegurinn nær skuldlaus og gengur vel. Færeyingar eru aflögufærir og lána Íslendingum vaxta- og skilyrðalaust enda eru þeir þakklátir Íslendingum fyrir að hafa vísað sér veginn út úr kvótakerfinu og losað sig við skuldirnar og brottkast, Í Færeyjum þrífast ekki fiskbúðir því fólk fær að hirða hluta af því sem annars hefði þurft að fleyja.

Hér grætur útgerðaraðallinn og þykist vera að deyja úr hræðsluhrolli yfir tilhugsuninni einni saman að 5% aflaheimildanna verði kallaðar inn ár hvert. Ástæðan er sú að ríkisstjórnarflokkarnir þurftu, til að ná kosningu, að lofa almenningi að strax yrði farið í þessa innköllun. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert með bindandi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. En setti þó á laggirnar nefnd skipaða stuðningsmönnum núverandi kerfis. Jón Bjarnason brestur kjark og því þarf hann að skýla sér á bak við úrskurð þeirrar nefndar. Af tvennu illu kýs ríkisstjórnin frekar að taka erlend lán en að afnema brottkast.

 


mbl.is Segir innköllun aflaheimilda þýða fjöldagjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir lánaði 12 ára barni fyrir stofnbréfum í Byr

crop_500xHróbjartur Jónatansson hrl rekur mál fyrir hönd 12 ára barns sem fékk lánaðar 6 milljónir fyrir verðlausum stofnbréfum í  Byr. Vonandi mun barnið vinna málið en það er ekki sloppið því blessað barnið verður að borga mun hærri upphæð fyrir Icesave ef frumvarp ríkisstjórnarinnar verður samþykkt á þinginu.

Bretar og Hollendingar beittu Evrópusambandinu og AGS til að fá ríkisstjórnina til að samþykkja kvaðir á börnin þannig að þau verði að velja á milli slakra lífskjara eða flytja af landi brott.

Var ekki taktlaust af Hrannari B. Arnarssyni ræðuskrifara Jóhönnu að senda hana með lofrullu um Evrópusambandið á Norðurlandaráðsþing við þessar aðstæður?

 


mbl.is Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað Jón Bjarnason!

Evrópusambandið og Norðmenn hafa fram að þessu litið á íslenska fiskveiðilögsögu sem ókeypis úthaga fyrir makrílinn sem þeir einir megi veða. Markílinn á sem sagt að éta sig sýlspikaðan af íslenskum seiðum þangað til honum þóknast að synda þangað sem þessar þjóðir geta veitt hann. Þetta er fráleit frekja og yfirgangur enda er Ísland ekki í Evrópusambandinu og ræður sinni lögsögu ennþá.

Ákvörðun Jóns Bjarnasonar um einhliða ákvörðun Íslands er því sanngjörn og rökrétt.

 


mbl.is Ísland mun ákveða makrílkvóta einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein Lilju Mósesdóttur "Hljóðs bið ég allar helgar kindir"

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir prófessor í hagfræði og alþingismaður skrifaði skarpa grein í Morgunblaðið í dag sem á svo brýnt erindi við alla íslensku þjóðina, að mér flaug í hug upphafserindi Völuspár. Lilja dregur upp þær hættur sem steðja að íslensku þjóðinni og þá valkosti sem fyrir liggja. Ég ætla mér ekki að endursegja greinina en hvet alla til að lesa hana. Ef valkostirnir eru þeir að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eða leggja óbærilega skuldafjötra og ófrelsi á afkomendur okkar þá þykist ég vita hvorn kostinn þjóðin velur.

Lilja er kannski boðberi illra tíðinda fyrir suma en það ber að segja hverja sögu eins og hún er: AGS er ekki góðgerðarstofnun.

Lilja Mósesdóttir býr yfir þekkingu og frumlegri hugsun til að finna lausnir. Þannig stjórnmálamenn þurfum við Íslendingar í dag. 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakar fjárfesta í borgarfulltrúum

big-borgarr__jpg_280x800_q95Það er almælt að stór verktakafyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við borgina fjárfesti í stuðningi við flokka og einstaka frambjóðendur, með því að kosta prófkjör þeirra. Eitt þessara fyrirtækja er Eykt sem fengið hefur mörg stórverkefni hjá borginni og leigði Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði við Höfðatorg fyrir 4 milljarða verðtryggt til 25 ára. Fram hefur komið að Eykt lagði framboði Framsóknarflokksins til 5 milljónir en framsóknarmenn hafa gefið þá skýringu, sem ekki er rétt, að Eykt styðji alla flokka. Þá hefur Ólafur F. Magnússon ítrekað gengið eftir því að Óskar Bergsson að hann upplýsi hvað hann fékk persónulega mikið frá Eykt í prófkjörsbaráttu sína en án árangurs.   Mikill meirihluti borgarfulltrúa er meðvirkur í þessum feluleik og til að komast hjá því að upplýsa málið samþykktu þeir með fjórtán atkvæðum gegn einu að upplýsingaskylda gilti einungis um borgarfulltrúa framtíðarinnar.

Sjá fundarg. borgarstjórnar frá 20.10 2009   www.rvk.is 


mbl.is 1,5 milljóna þak á framboðskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína Þorvarðar: "Þjóðinni hollt að taka að sér Icesave"

 Það er rangt hjá Ólínu að börnin okkar eigi skilið að borga Icesave.

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóðinni hollt að taka á sig skuldbindingar Icesave?

19.10 2009 | 00:30 | 32 ummæli

Guðmundur Heiðar Frímannsson nálgast Icesave málið á nýjan og óvenjulegan hátt, eins og fram kemur í Silfri Egils. Guðmundur Heiðar vann siðfræðilega úttekt á Icesavemálinu fyrir fjárlaganefnd þingsins í sumar, en álit hans fór ekki hátt.

Nálgun Guðmundar Heiðars er í stuttu máli þessi:

Það er siðferðilega hollt fyrir íslenska þjóð að taka á sig Icesave skuldbindingarnar. Þar með tekur almenningur þátt í því að þrífa til eftir hrunið og leggja drög að nýrri uppbyggingu. Þar með er einnig tryggt að þjóðin gleymir ekki því sem gerðist, a.m.k. ekki á meðan hún ber byrðarnar af því.

Athyglisverð nálgun - ég er sammála henni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag | Facebook




mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að uppgjafaskilmálum

pray_boySvo sem við mátti búast eru íslensk stjórnvöld tilbúin til að falla frá fyrirvörum Alþingis og fallast á uppgjafaskilmála við Breta. Erlendir hagsmunaaðilar treysta nú á AGS að það aðstoði við að koma auðlindum landsins í þeirra eigu, þegar Ísland ræður ekki lengur við afborganirnar.  Baráttan um Ísland er hafin.

Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórnarforystan sé bjartsýn á að koma þessu í gegn um þingið.  Vonandi hefur ríkisstjórnin eða Morgunblaðið rangt fyrir sér í þeim efnum. Ég treysti á þjóðhollt  fólk í VG. Ögmundur hefur ekki enn orðið viðskila við samvisku sína og verður það vart úr þessu. Nú er kominn tími til að rifja upp bænirnar sem amma kenndi mér í æsku.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hókus pókus fíla rókus ............"ekkert Icesave"!

steingrimur-j-sigfusson-stefnuraeda-040209Þetta samkomulag er nýjasta aðferðin við að blekkja almenning. Gert er ráð fyrir að Nýi Landsbankinn (NIB) greiði Gamla Landsbankanum jafnvirði 286 (260+28) milljarða Króna (gengistryggt), fyrir verðlausa pappíra. Að auki er gert ráð fyrir að Nýi Landsbankinn greiði síðar jafnvirði 90 milljarða Króna. Svona er sagt frá málinu í tilkynningu fjármálaráðuneytis hér:

Með þessari aðferð er reynt að lauma Icesave inn á þjóðina í gegn um skilanefndina án þess að málið komi til kasta Alþingis. Allt skal lagt á heimilin. Með þessum reikningskúnstum er teflt á tæpasta  auk þess sem aðgerðir í þágu skuldugra heimila er fyrir bí.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þýðir bréf Jóhönnu? Sjá norska og íslenska bréfið

Sjá hér norska fréttaumfjöllum og bréf Jóhönnu á norsku.

 

Ótrúlega mikill merkingarmunur er á klögubréfinu sem forsætisráðuneytið sendi til Noregs og íslensku þýðingunni sem send var fjölmiðlum. Takið eftir að í norska bréfinu er beinlínis kvartað undan  Lundteigen og sagt að honum sé kunn afstaða norsku stjórnarinnar en í íslensku þýðingunni er sagt að okkur sé kunnugt um afstöðu norsku stjórnarinnar. Hver þýðir bréf Jóhönnu á íslensku?

 

 

J"eg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.

Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.

Med venlig hilsen,

Jóhanna."

 

 

 

 

Íslenska þýðing forsætisráðuneytisins:

Kæri Jens

Ég endurtek hjartanlegar hamingjuóskir mínar með árangurinn í kosningunum en hér á Íslandi er ríkisstjórnin því miður að fást við fjölmörg erfið málefni.

Mér þykir miður að trufla með að nefna við þig mál sem hefur vakið talsvert mikla athygli á Íslandi, það er að segja yfirlýsingu Per Olav Lundteigens til alþingismanns íslenska Framsóknarflokksins, systurflokks Miðflokksins, um að Noregur sé reiðubúinn að lána Íslandi 100 milljarða norskra króna. Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu.

Til þess að komast hjá frekari vafa, vil ég leyfa mér að spyrja hvort hægt sé að fá nánari skýringar á afstöðu norsku stjórnarinnar sem svari tillögu Lundteigens? Er útspil hans raunhæft? Mér þætti vænt um að fá svar frá þér við fyrsta tækifæri. Ég hlakka til norræna fundarins í lok þessa mánaðar.

Með kærri kveðju, Jóhanna

 


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna klagar Framsóknarflokkinn

Þá er Jóhanna búin að birta bréf sitt þar sem hún klagar Framsóknarflokkinn fyrir Stoltenberg m.a. með þessum orðum:

"Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu. "

c_users_gudni_lversson_pictures_mp_navigator_sjorinn_250_tonn_af_makril_714029Jóhanna kvartar ekki við Norðmenn undan Bretum sem vilja ekki leyfa Íslendingum að leita réttar síns fyrir dómstólum.  En ef þetta er afstaða erlendra ríkja  að knésetja eigi Ísland og meina því að leita til dómstóla hvers vegna erum við þá að fóðra mörg hundruð þúsundir tonna af makríl á þorskseiðum í íslenskri lögsögu ókeypis að ósk þessara þjóða? 

Íslendingar geta slegið tvær flugur í einu höggi: Aflað sér tugmilljarða tekna í beinhörðum gjaldeyri og  dregið úr afráni makrílsins á seiðum okkar nytjastofna.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband