Stýrivextir redda þeir öllu?
Föstudagur, 14. mars 2008
Sumir virðast halda að varnir gegn verðbólgu sé einkamál Seðlabankans enda voru allar ráðleggingar OECD í efnahags-og skattamálum hundsaðar til skamms tíma. Afleiðingin var sú að verðbólgan fór af stað og seðlabankinn brást við með þeim eina hætti sem honum var unnt, með því að hækka stýrivexti. Þessar sífelldu hækkanir á stýrivöxtum virðast hafa sáralítil áhrif á verðbólgu enda sækja menn sér bara lánsfé til útlanda (framhjá stýrivöxtunum) ef þeir kjósa svo. Þannig hefur lánsfé sogast inní landið í formi almennra lána, húsnæðislána, fyrirtækjalána, bílalána og síðast en ekki síst jöklabréfa. Þannig hefur seðlabankinn, í stað þess að hamla verðbólgu, eins og að var stefnt, komið landinu í vítahring. Þó Davíð sé nýliði þarna hlýtur hann að vera búinn að átta sig á þessu.
Mikill vaxtamunur á USA & Evru svæðinu miðað við Ísland.
Hærri stýrivextir í USA hafa ekki hamið verðbólgu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ingibjörg Sólrún fær prik fyrir þetta.
Föstudagur, 14. mars 2008
Það er gott að Ingibjörg Sólrún skuli hafa gefið sér tíma frá kapphlaupinu um að komast í öryggisráðið til að bera hönd fyrir höfuð íslensku bankana. Ingibjörg getur verið skeleggur og öflugur talsmaður þeirra sjónarmiða sem hún berst fyrir. Ég er aftur á móti ekki sammála henni um að okkur sé best borgið í Evrópubandalaginu. Ekki bara vegna þess að það muni rústa sjávarútveginn, heldur vegna þess svigrúms sem við höfum utan þess t.a.m. fyrir bankana. Talið er að sá mikli uppgangur sem verið hefur í fjármálalífi Írlands og Luxemburg sé brátt á enda vegna þess að Efnahagsbandalagið muni brátt samræma skattastefnu sína. Í því gæti falist mikil tækifæri fyrir íslenska banka.
![]() |
Dönsku bankarnir keppa við þá íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Framkvæmdir hófust í Helguvík í morgun!!
Föstudagur, 14. mars 2008
Þau stórtíðindi gerðust í morgun að framkvæmdir hófust í Helguvík, strax eftir að forstjóri Norðuráls fékk afhent byggingarleyfi. (Sjá frétt) Þessar framkvæmdir virðast vera gerðar í fullri andstöðu við hluta ríkisstjórnarinnar ef marka má orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið árið 2010 og verði þá framleidd150.000. tonn af ál. Næsta víst er að þetta mun stöðva lækkunarferli krónunnar.
Í Helguvík er mjög góð hafnaraðstaða
Myndin er af álveri Norðuráls við Grundartanga.
![]() |
Framkvæmdir hafnar í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Íbúðaverð er byrjað að lækka, hefur áhrif á vísitölu - plúsar og mínusar
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Íbúðaverð er greinilega byrjað að lækka. Þetta þýðir að verðbólgan er á niðurleið, þar sem húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni er alltaf fyrstur upp og fyrstur niður. Þetta eru slæmar fréttir fyrir þá sem skulda erlend lán þar sem stýrivextir munu lækka og þá lætur gengið eftir og lánin hækka.
Ef íbúðir eru mjög skuldsettar getur fólk tapað þvi sem það á í íbúðini sinni í dag.
Á móti kemur að greiðslubyrðin lækkar þar sem lægra húsnæðisverð heldur aftur af neysluvísitölunni og þar með hækkun lánanna.
![]() |
Íbúðaverð lækkaði um tæpa prósentu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hannes Hólmsteinn fær létta æfingu í að borga skaðabætur
Fimmtudagur, 13. mars 2008

![]() |
Bótaskyldur vegna ævisögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Reykjavíkurflugvöllur í herkví
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Mikill og vaxandi meirihluti er fyrir því að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni enda er flugvallarstæðið frábært frá náttúrunnar hendi og enginn annað boðlegur kostur er sjáanlegur. Nú er mál að andstæðingar flugvallarins aflétti þeirri herkví sem þeir hafa haft flugvöllinn í.
Aðstöðuna þarf nauðsynlega að betrumbæta
![]() |
Vandræðaástand í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lögreglumenn eru hneykslaðir og reiðir:
Fimmtudagur, 13. mars 2008

![]() |
Þungt hljóð í lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dóminum verður að áfrýja!
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Mennirnir sem réðust með offorsi á fíkniefnalögregluna og slösuðu þá sluppu vel í dag. Það varð lögreglumönnunum til happs að þeir fengu skjóta aðstoð. Einn fékk skilorðsbundinn dóm en hinir sluppu alveg. Ef þessum dómi verður ekki áfrýjað mætti kalla þetta svartan dag í íslenskri réttarsögu hvað varðar öryggi löggæslumanna. Í stuttu máli voru orð lögreglumananna sem urðu fyrir árásinni ekki tekin trúarleg um að þeir hefðu kynnt sig sem lögreglumenn. Það gengur ekki að fáliðuð lögreglan sem reynir að vinna sitt starf af samviskusemi geti átt undir högg að sækja frá erlendum ofbeldismönnum og þeir sleppi frá því refsilaust.
![]() |
Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Refsivert að aðstoða skattayfirvöld - Mega skattayfirvöld stuðla að lögbrotum?
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur manninum sem stal trúnaðarupplýsingum og seldi þær til skattayfirvalda. Þetta mál vekur upp siðferðilegar spurningar t.d.:
Á að refsa manni fyrir það eitt að koma upp um refsiverðan verknað? (skattsvik)
eða
Er það verjandi að opinber skattayfirvöld, skipti við glæpamann og kaupi stolin gögn?
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Liechtenstein gefur út handtökuskipun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Guðjón A. Kristjánsson vildi ekki slátra lambi fátæka mannsins.
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Á hátíðarstundum tala menn um að létta byrðar hinna verst settu.
Skv. OECD hefur ríkisstjónin gengið í hina áttina.
Besta ráðið hefði verið að fara að ráðum Guðjóns Arnars Kristjánssonar og hækka skattleysismörkin. Það hefði komið lálaunafólki og samfélaginu öllu til góða. Auk þess hefði það minnkað þörf fyrir almennar launahækkani. Það er sérkennileg pólitík að vinnandi fólk þurfi að þiggja aðstoð til að komast af.
![]() |
Áfellisdómur yfir skattastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)