Lykillinn að lausn efnahagsvandans
Föstudagur, 25. júlí 2008

Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn dug í að reyna að komast í öryggisráðið en stendur algjörlega ráðþrota gagnvart efnahagsvandanum. Veðbólga hefur ekki verið hærri í 18 ár og fer vaxandi. Helst er talað um að taka erlent lán fyrir 500 eða jafnvel 1000 milljarða króna til að bjarga bönkunum. Vextir af slíku láni yrðu amk 30 til 40 milljarðar á ári. Vanamálið í hnotskurn er ekki flókið við höfum eytt meiru en aflað hefur verið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á einfalda og örugga lausn vandans sem sé sú að fara aftur að veiða þorsk við Íslandsstrendur. Þó við myndum ekki veiða nema helming þess afla sem við veiddum áður en kvótaruglið byrjaði myndi skapa tug milljarða beinharðan gjaldeyri og við þyrftum ekki að taka nein lán, jafnvel ekki fyrir öryggisráðsóráðsíunni.
Siðgæðisnefndin komin í málið
Föstudagur, 25. júlí 2008
Eitt sinn þótti það ekki tiltökumál þótt íslenskt sveitafólk velti sér nakið upp úr dögginni á jónsmessunótt. Í gær fengu tvær fullornar og mannbærar konur hland fyrir hjartað af því að þær sáu alsnakinn mann á Esjunni "sem var ekki einu sinni í sokkum". Hvílík skömm og hvílík hneisa, vonandi ná þær sér blessaðar konurnar eftir að hafa séð nakinn karlmann í fyrsta sinn og það í björtu. Ekki dugði því minna en að senda helftina af öllu lögreglu- og hjálparsveitaliði SV- landsins.
Sú var tíðin að kynlegir kvistir gengu um götur og torg. Ég get nefnt dæmi um Lása kokk, Hauk pressara, Valla graða Gvend dúllara og marga fleiri. Allir tóku þessir menn þátt í þjóðfélaginu, sumir voru sendlar aðrir í uppvaski eða við að pressa föt. Núna eru þessir menn umsvifalaust sendir á Klepp! Þvílíkt rugl. Þegar ég var barn horfði ég á þjóðkunnan stjórnanda symphoníuhjlómsveitarinnar æfa sig alsber úti í á að stjórna stóru verki.
![]() |
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávaútvegsráðherra getur leyst efnahagsvandann
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Einn reyndasti og besti fiskifræðingur landsins Jón Kristjánsson, skrifaði ágæta grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann kom með einu haldbæru lausnina út úr efnahagsvandanum. Hún fólst ekki í því að taka risa lán í útlöndum á lán ofan heldur að auka tekjur. Tillaga hans er sú að einfaldlega sú að fara að veiða þorsk og kasta kvótakerfinu fyrir róða. Hann bendir réttilega á að tilraunastarfsemi Hafrannsóknarstofnunar í 30 ár hafi algjörlega mistekist. Því sé ráð að reka þjálfarann og leyfa nýjum mönnum að spreyta sig. Ef farið yrði úr aflamarkinu myndi brottkast hverfa bara sú aðgerð ein myndi hjálpa gríðarlega.
Afnám kvótakerfisins myndi leysa allan efnahagsvanda og gott betur. Það myndi hleypa nýju lífi í landsbyggðina og leysa öll umferðvandamál í höfuðborginni.
Grindvíkinar falla ekki
Mánudagur, 21. júlí 2008
![]() |
Ramsay tryggði Grindavík sigur gegn KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég fer í fríið. "Syndsamlega gott veður"
Föstudagur, 18. júlí 2008


Þegar ég var á unglingsárum, kynntist ég gamalli norskri konu sem lifði meinlætalífi og raulaði fyrir munni sér sálma. Þar sem ég var þá nýbyrjaður að læra dönsku er mér minnisstæð ein ljóðlína: "En glædestund ii dette liv maa betales med sorg paa himmelen" (Seinna frétti ég að þetta væri eftir sjálfan Björnstein Bjornson eitt mesta sálmaskáld Norðmanna.) Þegar veðrið var svipað því sem það er núna í dag sagði gamla konan gjarnan að veðrið væri "syndsamlega gott" og hélt sig innandyra, til að falla ekki í freistni. Blessuð sé minning gömlu konunnar og ég vona innilega að hún njóti nú veðurblíðunnar á himninum, því hún á það svo sannarlega skilið.
Sjálfur get ég ekki beðið svo lengi. Með sól í sinni er ég búinn að taka til ferðabúnaðinn og held með dóttur minni vestur á Snæfellsnes í góða veðrið, þar sem við hittum fyrir restina af fjölskyldunni á "stórættingjamóti".
Verður þetta til þess að ég þurfi að norpa í kvenmannslaus í kulda og trekk hinumegin en gamla konun muni halda sig á baðströnd og sötra kók með röri? Spyr sá sem ekki veit.
Tek nú samt sénsinn á þessu og óska ykkur alls góðs.
Undirskriftalisti til stuðnings Ásmundi Jóhannssyni
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
http://www.petitiononline.com/asmundur/petition.html
Ásmundur Jóhannsson hefur lagt eigur sínar í hættu með því að bjóða kerfinu byrginn í þeim tilgangi að hnekkja víðtækum mannréttindabrotum stjórnvalda hér á landi.
Lífsglaður baráttumaður:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kolröng og villandi fyrirsögn! Báturinn var á handfæraveiðum, sem eru ekki ólöglegar.
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Ég er svo aldeilis hissa á Morgunblaðinu að birta svona villandi fyrirsögn á vefnum: "Bátur á ólöglegum veiðum" Mótorbáturinn Júlíana Guðrún GK-313 er með löglegt og gilt haffærisskírteini og var staðinn að handfæraveiðum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Eigandi bátsins hafði það eitt "til saka unnið" að hafa ekki kreist blóð undan nöglum vinnulúinna handa sinna til að greiða leigu til kvótagreifa. Hefði hann gert það hefði hann virt að vettugi úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lofað að virða. Slík háttsemi hefði verið bæði siðlaus og löglaus.
Hitt er aukaatriði að það var flugvél Landhelgisgæslunnar en ekki þyrla sem tók bátinn eins og sést á meðfylgjandi mynd.
![]() |
Bátur á ólöglegum veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kvótagreifarnir fá ekki hlut af þessum þorskum (sjá mynd)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Flugvélin tók Ásmund! Skúbb.
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Ásmundur Jóhannsson réri vaknaði snemma í morgun, með sól í sinni og klukkan 05:00 lét hann úr höfn við annan mann frá Sandgerðishöfn í góðu veðri og stefndi happafleyinu, Júlíu Guðrúnu á Flóann. Þeir voru í ágætis fiski aðallega ufsa og þorsk, þegar þeir voru truflaðir af flugvél Landhelgisgæslunnar TF Sýn og skipað að halda til hafnar. Tveimur tímum seinna eða k.l. 16:00 komu þeir að landi og þar biðu þeirra fílefldir lögregluþjónar. Aflinn var ágætur eða rúm 600 kíló af stórum og fallegum fiski.
Ég vonast til að geta birt myndir í kvöld úr veiðiferðinni.
Hér kemur fyrsta myndin af Ásmundi úr veiðiferðinni
Vinnandi menn þurfa að taka hraustlega til hatar síns.
Flugvél Landhelgisgæslunnar bar að þegar sægarpurinn og kvótabaninn var að matast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2008 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjóferðabæn
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Landnáma greinir frá því að landvættir hafi fylgt Suðurnesjamönnum til róðra með góðum árangri. (bls. 193-198). Ég hafði í hyggju að heimsækja alþýðuhetjuna Ásmund Jóhannsson, sem rær gegn mannréttindabrotum frá Sandgerði taka myndir og ná tali af honum en hann var þá til sjós. Honum fylgdu mínar bestu óskir.
Sjóferðabæn:
"Ég heiti á landvættir að fylgja nú þeim góða dreng Ásmundi Jóhannssyni í þennan róður, hann megi afla vel og kraftur þeirra megni að kvótakerfið leggist af, svo hjálpi mér Freyr, Njörður og hinn almáttki Ás".