Ekki amarlegt að komast í Parísarklúbbinn

paris05day7017smallÞað hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Ísland hefur reist sér hurðarás um öxl. Það er mikil meðvirkni að viðurkenna ekki að landið er löngu komið á hausinn og því er ágætt að hinir erlendu sérfræðingar skuli segja okkur þetta.

Það er heldur ekki hægt að leysa vanda atvinnulífsins með því að hækka skatta á það ekki frekar en  að skera skott af sveltandi hundi og gefa honum. 


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn fjallar um handrukkun Svía í þágu EB

_lafur_ragnar_grimssonÞetta sagði forseti Íslands í viðtali við Aftenposten um handrukkun og fjárkúgun Svía (mín orð)  gegn íslensku þjóðinni.

 Islansk president Olafur Ragnar Grimsson: "Ikke pent at si"
"Det virker på meg som om de landene som er medlem av
EU, og særlig Sverige – som hadde presidentskapet i EU i en periode i denne
saken – har et noe annet rammeverk for avgjørelsene. Det er kanskje
forståelig, sier presidenten"

 

Ætla menn svo að leiða Ísland eins og lamb til slátrunar inn í Evrópubandalagið?


mbl.is Strauss-Kahn segir AGS skuldbundinn til að aðstoða Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum á kjörstað með sól í sinni og von í brjósti

Íslensk þjóð hefur staðið frammi fyrir ofríki og kúgun.

Því er aðeins hægt að mæta með samstöðu allrar þjóðarinnar!hope_fistsun


mbl.is Atkvæðagreiðslan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem fiskihagfræðingarnir vita ekki

c_users_owner_pictures_landra_ama_urinn_og_thjo_armor_inginn_ragnar_arnason

Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar við staðbundin fiskimið.  Þetta vita fiskihagfræðingar ekki, þeir kunna heldur ekkert í líffræði en þeir kunna aftur á móti á Exel sem þeir geta matað með viðurkenndum hagfræðiformúlum og búið þannig til kökur, gröf, línurit og súlur. 

Ekkert af .þessu hefur neitt með raunveruleikann að gera. 

Fiskihagfræðingarnir létu misnota sig af kvótabröskurum til að réttlæta eyðingu sjávarþorpanna. Af hverju  leggja þeir ekki til að slegið verði 5 sinnum á Suðurlandi og hætt að heyja í öðrum landshlutum?

 

Ragnar Árnason fiskihagfræðingur


mbl.is Bannað að selja burt kvóta úr þrotabúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill frekar borga en kjósa.

Jóhanna Sigurðardóttir segir að hún viti ekki hvað eigi að kjósa á laugardaginn og aðstoðarmaður hennar veit það sennilega ekki heldur.  Skyldu þau sitja heima á kjördag? Ég held ekki. 782
mbl.is Kann að frestast um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í upphafi skyldi endinn skoða

indridi-h-thorlaksson

Gerðu menn ráð fyrir að missa allar tekjur af erlendum félögum á Íslandi?

Heilbrigð skynsemi segir að 100% skattur skili engum tekjum. Ætli Exelforrit fjármálaráðuneytisins geri ekki  ráð fyrir því að skattstofninn minnkar þegar skattprósentan er hækkuð?

Tryggingargjaldið var hækkað til að standa undir  auknum greiðslum í atvinnuleysisbætur. Hækkun tryggingargjaldsins veldur auknu atvinnuleysi.

Vonandi er ekki verið að fara inn í spíral.

 

 


mbl.is Lagabreytingar fæla á brott skattgreiðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuhugsjón "hins feita þjósns"

Sannur evrópuhugsjónamaður er sá er vill fórna auðlindum eigin þjóðar og fá vinnu í Brussel


mbl.is Í boðsferð ESB til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð gefi Íslendingum kjark og vit

ossur_keilir Íslendingar standa vissulega frammi fyrir miklum vanda en það mun enginn koma okkur út úr honum nema við sjálf. Nýlenduveldin hafa ekkert á móti því að þiggja auðlindir okkar eða að gera komandi kynslóðir að skattþegnum. Til þess að komast fram úr þessu þarf þjóðin og stjórnvöld að sýna samstöðu fá heiðarlega,skynsama og kjarkmikla stjórnmálamenn en ekki metnaðarlausar lyddur sem liggja flatar fyrir nýlenduveldunum og ESB.
mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær 400.000 kr á mánuði fyrir gaspur!

104546Englendingur sem Samfylkingi skipaði í prningastefnunefnd Seðlabankans hefur lagt tvennt til málanna sem eftir hefur verið tekið:

1. Að Ísland sé of lítið til að vera sjálfstætt.

2. Að Íslend geti vel greitt Englandi og Hollandi Icesave samkvæmt kröfum þessara þjóða.

 

Þessi undarlegi Englendingur heitir Anne Sibert þiggur 400.000 kr í laun á mánuði auk greiðslna fyrir flug og gistingu.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir milljarðar + Icesave í viðræður um ekkert

Nei_til_EU

 

 

1. Ekkert land með gjaldeyrishöft fær aðild að Evrópusambandinu og gjaldeyrishöftin munu standa næstu árin að mati seðlabankans.

2. skuldar 130% af vergri þjóðarframleiðslu og því er tómt mál að tala um Evruaðild fyrir utan Jöklabréfin, sem eru 600 milljarðar.

3. Allar tollaívilnanir íslands með fisk við lönd utan ESB falla niður.

4. Samkvæmt Rómarsáttmálanum lúta allar fiskveiðiheimildir innan ESB- fiskveiðilögsögunnar (íslenska fiskveiðilögsagan félli niður) sameiginlegri stjórn.

Þeim liggur ekkert á og þá ekki okkur heldur. 

Tveim milljörðum er puðrað í gagnslausar  viðræður til þess eins að friða Samfylkinguna.


mbl.is Ísland fær ekki flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband