Uppstokkun í ríkisstjórninni fyrirsjánleg.

%C3%96gmundurÖllum er nú ljóst að ef þessi ríkisstjórn á að lifa og duga til einhvers verður að vera uppstokkun í henni. Það hefur komið æ betur í ljós að Jóhanna er orðin öldruð og lúin og veldur ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Þá veikti það ríkisstjórnina með afgerandi hætti að hæfasta ráðherranum, Ögmundi Jónassyni, var nánast skákað út með því að reyna að hefta sannfæringarfrelsi hans. Ögmundur er sá stjórnarliðinn sem hefur besta jarðtengingu. Augljósasta  svarið er að hann verði gerður að forsætisráðherra og Jóhanna taki við því sem hún er best í og verði félagsmálaráðherra. 


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jóhanna félagsmálaráðherra!!!!  Ertu búinn að gleyma hennar helstu afrekum til handa heimilunum?  Húsbréfakerfinu og skjaldborginni. 

Lífsreyndur maður eins og þú Sigurður, ættu að ver búnir að átta sig á því að tími Jóhönnu er liðinn.

Magnús Sigurðsson, 11.10.2009 kl. 09:51

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jóhanna hefur aldrei gert neitt. einu afrek hennar í pólitík eru að bíða með að gera eitthvað og neita að taka sömu ábyrgð og aðrir ráðherrar hafa þurft að gera með því að skera niður í sínu ráðaneyti. annað er bara orð sem menn hafa búið til um heilagleika hennar. falleg saga sem engin fótur er fyrir í raunveruleikanum.

núna þegar hún neyðist til þess að bera ábyrgð og framkvæma eitthvað þá sannast það að hún getur það ekki. hún veldur því ekki að vera við stjórnvölin. hún er stjórnarandstöðuþingmaður, einungis eða ráðherra með opið tékkhefti. 

Fannar frá Rifi, 11.10.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir ykkar skoðanir Magnús og Fannar. Það er fullreynt með hana sem forsætisráðherra og það var ekki tekið frá henni að hún var vinsæl sem félagmálaráðherra.  Aðalatriðið er þó að stefnubreyting verði og hæfur maður fáist í brúnna til að leiða Æsseif, samskipti við útlönd og AGS og hafayfirumsjón með verkstjón.  Ríkisstjórnarmeirihlutinn hefur ekki á að skipa sterkari einstaklingi í það verk en hinum brottreka Ögmundi Jónassyni.  Nú ætti Jóhanna og Samfylkingin að brjóta odd af oflæti sínu og setja þjóðarhagsmuni í forgang.

Þegar mikið liggur við á ekki að skipa fólki í ríkisstjórn vegna hégóma heldur vegna hæfni.  Þjóðin hefur ekki efni á öðru núna. 

Sigurður Þórðarson, 11.10.2009 kl. 12:08

4 identicon

Heill og sæll Sigurður; sem og, aðrir hér á síðu !

Að minnsta kosti; er Jóhanna Sigurðardóttir, búin að vera okkur ærið dýrkeypt, sitjandi á líðónýtu Alþingi, frá 1978, og mætti hún - sem krata slektið allt, fara að fá langa fríið, áður en meira tjóni valda.

Með beztu kveðjum - sem öðrum fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband