Um hvað er deilt í Borgarahreyfingunni?

borgarahreyfingin-althingiFramboð Borgarahreyfingarinnar kom fram við óvenjulegar aðstæður:

 

Stjórnmálaöfl voru flest ekki bara vanhæf heldur spillt. Þrír stjórnmálaflokkar voru ýmist meðvirkir eða beinlínis ábyrgir fyrir hruninu og ljóst var að þeir myndu gera allt til að hindra greiðan framgang hreinsunarstarfsins sem gæti hitt þá sjálfa fyrir. Nauðsyn bar því til að fram kæmi stjórnmálaafl með hreina samvisku.

Góðu heilli varð talsverð uppstokkun á þinginu, þó hún hefði mátt verða meiri. Margir nýir þingmenn hafa staðið sig vel og meðal þeirra fremstu eru þrír þingmenn sem kosnir voru af lista Borgarahreyfingarinnar.

Ég ætla ekki að eyða kröftum mínum í að setja mig inn í þessar deilur, auðvitað hafa menn rétt til að gagnrýna kjörna fulltrúa. Betra væri að slík gagnrýni sé málefnaleg og sanngjörn en á því hefur verið nokkur brestur. En standi stjórn stjórnmálahreyfingar í útistöðum við kjörna fulltrúa sína á opinberum vettvangi er það ekki bara venjulegur óvinafagnaður, heldur heggur sá er hlífa skyldi. Þingmenn eru kjörnir af þjóðinni en ekki þröngum hópi áhugamanna, það er ef til vill kjarni þessa máls.

 


mbl.is Harma deilur í Borgarahreyfingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Sigurður.

Á bloggi mínu má lesa um þessar deilur og framgang þeirra. Eftirmálinn er enn ekki ljós en ég vona að þingflokkurinn láti ekki deigann síga:)

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/948070/

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er engin hætta á að þingflokkurinn láti deigan síga.

Hitt er annað að þessar deilur eru slítandi og óuppbyggilegar. Ég myndi vel skilja þingmennina ef þeir hættu hreinlega að taka þátt í þeim og snéru sér alfarið að því að vinna í þágu umbjóðenda sinna, þjóðarinnar. 

Þetta lítur út fyrir að vera sandkassaleikur og fullorðið fólk nennir ekki að taka þátt í því. 

Sigurður Þórðarson, 14.9.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fullkomlega sammála Sigurður. Ég vona að þau snúi baki við sandkassanum og vinni af krafti áfram í þágu þjóðarinnar. Ég er viss um að stuðningur þeim til handa er nægur og að þau eigi gott bakland hjá þjóðinni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér Siggi minn. Þetta er ekki á nokkurn hátt boðlegt að þingmenn eyði kröftum sínum í svona leðjuslag. Við verðum að gera þá lágmarkskröfu að á meðan þessir þingmenn eru á launum hjá okkur þá skuli þeir vinna í þágu okkar og nú sem aldrei fyrr er þörf fyrir samstöðu og samhyggð og þörf á að bretta upp ermarnar og fara að VINNA

Hulda Haraldsdóttir, 14.9.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Lísa og Hulda.

 Þið hittið naglann á höfuðið, að sjálfsögðu.

Sigurður Þórðarson, 14.9.2009 kl. 16:41

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Æ - ég ýtti á vitlausan takka áðan -  átti að vera samþykkja. Svona úps eitthvað.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 17:31

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Fall er fararheill"

Sigurður Þórðarson, 14.9.2009 kl. 18:48

8 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er dáldið eins og "deja vu" frá Frjálslynda flokknum okkar.

Jens Guð, 15.9.2009 kl. 00:30

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jenzinn orðar þetta rétt, það vitum við báðir.

Steingrímur Helgason, 15.9.2009 kl. 01:22

10 Smámynd: Sævar Finnbogason

Um hvað er deilt spyrðu...

Ég verð að segja að ég er alveg hættur að botna í þessu fólki beggja vegna borðs!

Þetta er orðin deilan um keisarans skegg. 

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 01:33

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála ykkur Jens og Zteini. Sæll Sævar þetta er hið undarlegasta mál. Mér virðist sem lagasmiðir Borgarahreyfingarinnar átti sig ekki á að lög hreyfingarinnar þurfa að samrýmast öðrum lögum t.d. stjórnarskrá Íslands.

Sigurður Þórðarson, 15.9.2009 kl. 13:55

12 Smámynd: Sævar Finnbogason

Sæll Siggi

Hvað er það sem að þínu mati samrýmist ekki stjórnarskrá?

Áttu þá við þetta; Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls.

Ef þú heldur því fram er það vægast sagt einkennileg stjórnarskrártúlkun og ég hefði gaman af því að heyra rökstuðning þinn fyrir því.

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 15:04

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Sævar, voru menn ekki að tala um að skipta þingmönnum út? Þannig var umræðan a.m.k.

Sigurður Þórðarson, 15.9.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband