Þá geta menn veðsett 30.000 tonn til viðbótar í útlöndum!

Það eru vissulega gleðitíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf að gefnar séu út auknar veiðiheimildir á þorsk. torskSá böggull fylgir þó skammrifi að í núverandi kerfi þýðir þetta að "greifarnir" geta veðsett 30.000 tonn í viðbót af sameign þjóðarinnar og flutt þá peninga úr landi ef þeim býður svo við.  Þess utan er hætt við að hluti af þessum aflaheimildum lendi sem fóður í þrotabúum sem erlendir bankar gera kröfu í.

Það er kominn tími til að fá stjórnvöld sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. 


mbl.is Þorskkvóti aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"veðsett 30.000 tonn í viðbót af sameign þjóðarinnar og flutt þá peninga úr landi ef þeim býður svo við"

það er ekki hægt að flytja út peninga nema í formi vaxtagreiðslana að einhverju ráði. 

annars virðist það bara hafa verið einn banki sem seldi veðheimildir úr landi gegn vilja og vitund þeirra sem veiðin voru hjá. 

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar, ég hef aldrei verið hlynntur auðlindagjaldi sem ég lít a sem skattlagningu á landsbyggðina. Ég hef heldur ekki verið hlynntur einhverri ríkisleigu. Ég vil að útgerðin skili góðum tekjum fyrir þá sem hana stunda af skynsemi og dugnaði og líka fyrir þá sem stunda sjóinn og vinna aflann. En óheyrilegar veðsetningar á "sameign þjóðarinnar" erlendis samhliða að fjármunir hafa verið ryksugaðir úr greininni er ekki til að skapa sátt um þessa grein. Sjáðu t.s. stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Grundarfirði og Eskifirði hvernig staðan hefur breyst síðastliðin 5 ár. Það er allt í góðu að taka rekstrarlán til framkvæmda en þetta sukk er komið út yfir alla þjófabálka. Sjávarútvegurinn þarf á velvild þjóðarinnar að halda en glatar henni með tilstuðlan óráðsíumanna og þá er ekki von á góðu. Þar fyrir utan gefur sóknarstýring a.m.k. hluta flotans betri upplýsingar um ástand stofna. 

Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

er þetta ekki bundið við fyrirtæki sem hættu að stunda sjávarútveg og héldu að þau væru orðin að fjármálafyrirtækjum?

Fannar frá Rifi, 16.1.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Líttu á  Soffanías Cecilsson hf, Grundarfirði.

 Þetta var vel rekið og  skuldlaust fyrirtæki fyrir nokkrum árum.

Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 15:07

5 identicon

 En að ríkið bjóði þetta upp nú ? ,nú vantar sárlega  tekjurnar til að borga fólkinu atv,leysisbætur.

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband