Lykillinn að lausn efnahagsvandans

porskur

Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn dug í að reyna að komast í öryggisráðið en stendur algjörlega ráðþrota gagnvart efnahagsvandanum. Veðbólga hefur ekki verið hærri í 18 ár og fer vaxandi. Helst er talað um að taka erlent lán fyrir 500 eða jafnvel 1000 milljarða króna til að bjarga bönkunum. Vextir af slíku láni yrðu amk 30 til 40 milljarðar á ári. Vanamálið í hnotskurn er ekki flókið við höfum eytt meiru en aflað hefur verið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur bent á einfalda og örugga lausn vandans sem sé sú að fara aftur að veiða þorsk við Íslandsstrendur. Þó við myndum ekki veiða nema helming þess afla sem við veiddum áður en kvótaruglið byrjaði myndi skapa tug milljarða beinharðan gjaldeyri og við  þyrftum ekki að taka nein lán, jafnvel ekki fyrir öryggisráðsóráðsíunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband