Krossfarinn Bush fagnar í kvöld

Fimm ár eru síðan Búskur forseti tilkynnti að hann hefði hafið "krossferð" til Íraks (trúarstríð í Írak). Ummæli hans vöktu mikla reiði og skelfingu í hinum muslimska heimi og áttu blaðafulltrúi hans og ráðgjafar fullt í fangi með að leiðrétta mistökin. c_documents_and_settings_welcome_desktop_george-w-bush-bushisms-magnet-c11754913_1

Það er þó ekki hægt að segja að þetta hafi allt farið fram undirbúningslaust. Vanbúin íraski herinn féll fljótlega saman gegn bandarísku hernaðarvélinni. Í hverri borgin á fætur annarri mátti sjá mannfjölda fagna innrásarliðinu. Tvær grímur runnu á menn þegar hægt var að  greina sömu brosandi andlitin fagna á mismunandi stöðum í landinu. Öll rataði þessi vitleysa á forsíður blaðanna ásamt skrípafréttinni sem þakti forsíðu Morgunblaðsins að Íslendingar hefðu fundið gereyðingavopn. En það eru takmörk fyrir því hvað heiðarlegir blaðamenn láta plata sig lengi og svo kom að Morgunblaðið snérist gegn innrásinni. Seðlabankastjórinn situr einmana við fótskör meistara síns.

abu-graib-large

 

Fáir telja að þátttaka Íslands, hafi orðið landinu  til sóma og því vonuðu margir að landið yrði tekið af listanum, hér eru nokkrar ástæður:

Stríðið var undirbúið og rekið á upplognum forsendum.

Innrásin var ólögleg árás á fullvalda ríki. 

Bandaríkjamenn notuðu bannaðar napalm-og fosfórsprengjur inni í borgum.  

Víðtækar og skipulagðar pyntingar fóru fram um allt Írak að undirlagi innrásarliðsins.

Hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafa fallið frá því stríðsátökin hófust.

Milljónir manna eru á vergangi sem flóttamenn bæði í Írak og nágrannaríkjum þess.

Írak er smátt og smátt að breytast í útungunarstöð fyrir hryðjuverkamenn.

Tortryggni milli trúarhópa og hatur á Vesturlöndum hefur aukist í hinum muslimska heimi.  

AbuGhureib5

 

Foreldrar voru neyddir til kynferðislegra athafna á börnum sínum. iab2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush og trúboðar hans eru óvinir mannkyns no 1

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitið. Ekki er hann geðslegur, svo mikið er víst.

Sigurður Þórðarson, 19.3.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Góð grein Sigurður.

HÉRNA er ansi afhjúpandi myndband um "hina frækilegu" innrás og sýnir vel hversu varasamt er að taka fréttaflutning af svæðinu mjög hátíðlega...þvílíkt grín!

Georg P Sveinbjörnsson, 19.3.2008 kl. 16:35

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Bush! Oj bara..

Óskar Arnórsson, 19.3.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband