Icesave á eða úr ís?

Hvað hefur reynslan kennt okkur um Icesave?

 

1. Samningsstaða Íslands hefur batnað eftir því sem málið er lengur saltað.

2. Ekkert er að marka orð Steingríms J. Sigfússonar um hvort það sé á eða úr ís. 

3. Þjóðin treystir ekki handleiðslu ríkisstjórnarinnar í málinu.


mbl.is Nýtt Icesave-tilboð í undirbúningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæll Sigurður!  Langt síðan ég hef heyrt í þér.  Ég set hér inn tvo tengda texta til gamans.  Báðir fjalla þeir um sama málið og sýnir ljóslega skoðanir stjórnmálamanna á málinu.  Hvaðan ætli þetta sé komið?  Og úr ræðu hvers er seinni textinn? 

"...það (er) mat ríkisstjórnarinnar að hagsmunum Íslands til lengri tíma litið sé best borgið með því að stjórnvöld styðji við Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta .... Gert er ráð fyrir því að þau ríki sem hlut eiga að máli muni aðstoða sjóðinn við að standa undir þessu verkefni og það verði í formi lánveitinga viðkomandi ríkja til sjóðsins með ábyrgð íslenska ríkisins."

"Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt."

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri vinur,

þetta er vafalaust komið úr munni einhvers fyrrverandi ráðherra sem á frekar skilið að gista "fangageymslur lögreglunnar" en margur óreglumaðurinn.

Sigurður Þórðarson, 16.9.2010 kl. 12:20

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Fyrri textinn er úr þingsályktun um ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave.  Samþykkt 5. desember 2008.

Sá seinni er úr ræðu Bjarna Ben um málið 28. nóvember 2008.

Auðun Gíslason, 16.9.2010 kl. 12:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég horfði á allt viðtalið og Ólafur hækkaði um marga flokka í áliti hjá mér við þetta viðtal.  Það hvernig Össur lætur út af þessu viðtali er bar hreinn og beinn skandall, hann segir að forsetinn hafi málfrelsi en það virðist bara eiga við ef forsetinn segir eitthvað sem Össuri líkar............... Ekki er "ríkisstjórn fólksins" að tala fyrir málstað Íslands erlendis en það gerir forsetinn á áhrifamikinn og öflugan hátt.  Getur verið að það sé rétt sem maður hefur heyrt að "kratarnir" hafi sagt að það væri mátulegt á Íslendinga að borga Ices(L)ave, fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn yfir sig trekk í trekk???????  Sé þetta staðreyndin er þarna um alveg GRAFALVARLEGT mál að ræða og sé enn ein "fléttan" í gangi í þessu máli án nokkurrar vitneskju þjóðarinnar, er kominn tími til þess að þjóðin SEGI "RÍKISSTJÓRN FÓLKSINS" UPP STÖRFUM og þótt fyrr hefði verið.............

Jóhann Elíasson, 16.9.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðun, ég er ekki hissa.

Sá maður vex ekki í viðkynningu

Sigurður Þórðarson, 17.9.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband