Ólína skildi samninginn til hlítar löngu áður en hún sá hann

Ólínu Þorvarðardóttur þykir lítið koma til Alain Lipietz sem tekur málstað Íslands af því að sjónvarpið þýddi starfsstöð sem útibú  og vegna þess að hann hafi setið á þingi í skamman tíma.  Ólína áttar sig ekki á að  Alain hefur verið þekktur hagfræðingur í fjölda ára áður en hann kom á þing. Vandamálið er að almenningur les sig ekki til og því er hægt að hagræða sannleikanum endalaust með verulegum árangri.  Ólína samþykkti Æsseif löngu áður en hún sá samninginn. Það er kannski þess vegna sem hún gerir lítið úr Lipietz.  Samfylkingin hefur líka horn í síðu Evu Joly sbr óviðeigandi ummæli aðstoðarmanns forsætisráðherra í hennar garð.

Mynd_0610148Margir lögmenn hafa dregið ábyrgð Íslands í efa t.d. Evrópulögfræðingarnir próf Stefá Már,  dr. Elvíra, prof. Sigurður Líndal, Magnús Thoroddsen fyrrv hæstaréttardómari, Ragnar Hall og dr.  Herdís Þorgeirsdóttir.

 Ég efast um að meira en 3% landsmanna hafi lesið þetta og því eiga stjórnmálamenn auðvelt með að segja hvað sem er. 

 

 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þessi umræða er að verða hálf geggjuð. Silfrinu var ekki nema rétt lokið í gær þegar ákveðir þingmenn fara að gera gesti þáttarins tortryggilega. Þeir eru sagðir annað hvort ekki skilja tilskipanin ESB, þeir vitni í reglugerðir sem eigi ekki við í okkar tilfelli eða geri sér ekki grein fyrir muninum á útibúi og dótturfyrirtæki. Þá á Alain Lipietz ekki heldur sagður vita að við séum á Evrópska efnahagssvæðinu... þingmenn, ekki meir... ekki meir.

Atli Hermannsson., 11.1.2010 kl. 12:27

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Við hvað og hverja er ríkisstjórn Íslands að berjast? 

 Kannski þegnana sína?

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin má ekki til þess hugsa að Íslendingar borgi minna eð sleppi alveg við að borga þetta.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 14:11

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vantar ríkistjórnina ekki bætiefni, fyrst hún ætlar sér að sjá til þess að þjóðin eigi ekki bót fyrir rassinn á sér? Ríkisstjórnin ætlaði sér að láta lýðinn þakka sér fyrir að hjálpa honum úr hremmingunum inn í sæluna í ESB. Við áttum að vera þakklát þessu fólki um aldur og ævi. Almenningur sá sem betur fór í gegnum þetta skrum og við losnum vonandi við þetta eymdarlið sem telur sig stjórna og ESB-klafann sem þau hafa pantað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2010 kl. 15:35

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir gott innlegg Vilhjálmur.

Lilja Mós svarar Birni Val kurteislega á feisbúk í dag. Hún segir m.a. að við eigum það sameiginlegt með þriðja heims ríkjum að sitja uppi með ósjálfbærar skuldir.

Sigurður Þórðarson, 11.1.2010 kl. 18:11

6 identicon

Cilla Ragnarsdóttir 10. janúar kl. 16:20 Svara
Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Þorleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband