Plan B þegar þjóðin fellir Æsseif

noEUSamfylkingin er að átta sig á að þjóðin sem hún bendir á sem sakamann og ætlast til að borgi Æsseif, mun í þjóðaratkvæðagreiðslu fella Ísklafann sem átti að verða aðgöngumiði í ESB.

Og hvað gerist þá skrækja samfylkingabloggararnir? "Hefur þjóðin eitthvað plan b þegar skuldin gjaldfellur á Íslendinga" spyrja þeir. 

Svarið er einfalt: Í fyrsta lagi fellur skuldin ekki á ríkið, nema veitt verði ríkisábyrgð, heldur Tryggingasjóð banka og sparisjóða en í honum eru 19 milljarðar. Sjóðurinn er ekki ríkistryggður og þess vegna fara Bretar fram á ríkisábyrgð.

Þá gætu Bretar og Hollendingar farið í mál við ríkið á þeim forsendum að einhver hafi lofað einhverju. Færustu lögfræðingar hafa sagt að vinningslíkur þeirra séu óverulegar enda liggi sökin á gallaðri reglugerð  hjá Evrópusambandinu.

Fari samt svo ólíklega að Íslendingar myndu tapa slíkum málaferlum yrði niðurstaðan samt alltaf betri en samningurinn sem gerir ráð fyrir að greitt sé í beinhörðum gjaldeyri en ekki krónum. Fyrir liggur að verði Íslendingar að búa við þennan samning þýðir það áratuga fátækt og afsal auðlinda þegar ekki verður hægt að standa við samninginn.

Plan B er réttlát dómsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum.  Það vill þjóðin.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins kemur eitthvað af viti á móti "Landráðafylkingardótinu" þetta er alveg "kristaltært" en LANDRÁÐAFYLKINGARMENN og viðhengi þeirra taka engum rökum og kannski segir það töluvert um "HEILAÞVOTTINN" sem hefur verið í gangi hjá "ríkisstjórn fólksins".

Jóhann Elíasson, 10.12.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér innleggið Jóhann.

Stærsti gallinn við þessa ríkisstjórn er hversu óþjóðholl hún er.  

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Algjörlega sammála greinahöfundi.

Mín kenning er sú að Bretar og Hollendingar myndu ekki fara í mál og þau lög sem vöru undirrituð í sumar http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/09/02/forsetinn_stadfestir_icesave_log/

væru niðurstaðan. Bretar hafa nóg annað á sinni könnu þessa dagana.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Þröstur, þeir mega vera þakklátir fyrir að fá það auk þess sem Íslendingum er ekki unnt að greiða meir

Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Hvað gerir forsetinn núna? Þjóðin vill kjósa um þetta mál. Mun hann verða við ósk okkar eða vera jójó fyrir sinn gamla Alþýðubandalagsflokk sem klofnaði í Samfylkinguna og Vinstri Græna.

Algjörlega sammála þér að þessi stjórn er óþjóðholl.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.12.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband