Skemmdarverk skipulögð í stjórnarráðinu!

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_myndir_af_simna_oli_20_jan_2008_dsc00371-1 Undirskriftasöfnunin til stuðnings Æsseif, sem stýrt er úr stjórnarráðinu gengur mjög illa, þrátt fyrir úthringingar. Svekkelsið yfir velgengni undirskriftasöfnun Indefence hefur augljóslega leitt fólk í stjórnarráðinu út í skemmdarverk.  En fyrst stjórnarráðið stendur í þessu er við hæfi að það beiti einmitt bullundirskriftum. Fram hefur komið að bullundirskriftir hafi líka verið stundaðar í Ríkisútvarpinu og Fréttablaðinu og nú bíður maður spenntur eftir því hvort sagt verður frá því á þeim bæjum.
mbl.is Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tel að grunur lögreglu í þessu alvarlega máli muni fyrst og fremst beinast að ráðherrum Vg, en þeir voru staðnir af því að hvetja til óeirða fyrr á árinu.

Sigurjón Þórðarson, 11.12.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkisstjórnin mun áreiðanlega veita lögreglunni fjármagn til að rannsaka þetta.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir bræður.

Sumir leggja sig lágt þykir mér að nota tölvur í eigu þjóðarinnar í svona bullundirskriftir.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín, mér er sagt að það verði lögð fram kæra á stjórnarráðið strax eftir helgi

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Jens Guð

  Það var viðbúið að brugðist yrði til varnar - með tilheyrandi skemmdarverkum.

Jens Guð, 12.12.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens, skemmdarverkum gegn hverjum?

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Jens Guð skrifar setninguna í fortíð: "Það var viðbúið að brugðist yrði til varnar - með tilheyrandi skemmdarverkum."

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 00:37

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega fyrir Rósa mín.

Jens ég bið þig afsökunar, ég er alveg sammála þetta lið gerir það sem það kann best, bullundirskriftir. 

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 00:40

9 Smámynd: Jens Guð

  RÓSA,  ég vísa til þátíðar vegna þess að þegar hefur komið í ljós að skemmdarverk hafa verið unnin á undirskrift gegn Icesave.

Jens Guð, 12.12.2009 kl. 01:18

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því verður seint trúað að þetta mál verði ekki tafarlaust rannsakað. Stjórnvöldum hlýtur að vera það umhugað öðrum fremur að ekki falli á þau grunur um vinnubrögð á borð við þetta.

Árni Gunnarsson, 12.12.2009 kl. 01:28

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jens Guð

Ég skildi þetta þá rétt en ekki Siggi minn, sjáðu innlegg nr. 6

Nú ætla ég að fara að leita af rúminu mínu.

Siggi vil benda þér á að Eyþór Arnalds bloggar um sömu frétt.

Guð gefi ykkur næturhröfnum góða nótt

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2009 kl. 01:29

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er þetta dæmi um ábyrgðarleysið, stjórnleysið og bullháttinn sem ríkir þarna.

Greinlegt að þarna má skera mikið niður í starfsmannahaldi á þeim hluta almennings sem greinilega er þarna að svindla á atvinnuleysisbótakerfinu eða hæðast að því.

Þetta er sjúkt og einmitt þess vegna er litið niður á  pakkið sem ríkir hérna af þeim sér í lagi á meginlandinu af þeim sem eru vandir að virðingu sinni og segja upp m.ö.o. axla ábyrgðina sem þeim þeim er greitt fyrir af almenningi í heildina.

Júlíus Björnsson, 12.12.2009 kl. 01:30

13 identicon

Sæll Sigurður.

Þetta sýnir bara " Þroska" starfsmanna ráðuneytanna !

Reka fólkið.....STRAX !

Kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 02:50

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Rósa Jens, þetta er auðskilið. Maður vill bara ekki trúa að svona skemmdarverk sú unnin í ráðuneytum.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 08:32

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Árni Gunnarsson,

stjórnvöldum er í lófa lagið að upplýsa þetta og það eiga þau að gera því þetta skemmdarverk beinist gegn lýðræðinu, tjáningarfrelsinu, samskiptum borgarana við forsetaembættið og þar með sjálfri stjórnarskránni.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 08:38

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, við  skulum vona að skýring þín um að starfsmennirnir hafi lítið fyrir stafni sé rétt. Hitt væri verra ef þetta væri gert að beiðni yfirboðara.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 08:42

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Þórarinn,

 sammála auðvitað á að reka skemmdarvargana strax. Annars verður litið svo á að verknaðurinn sé framinn með vilja og í öllu falli vitund ráðherra.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 08:46

18 identicon

Heill og sæll Sigurður;  -  sem og, þið önnur, hér á síðu hans !

Þrátt fyrir; augljósan meinbaug, á þessarri undirskrifta söfnun, hvar; Ólafur Ragnar Grímsson mun, í þágu vina sinna, í Stjórnarráðinu, hunza þetta skjal hrekklauss fólks - eru vinnubrögð, í gamla húsinu við Lækjar torg Reykvízkra, algjörlega í samræmi við það frumstæða samfélag, sem við búum í, og staðfestir í einu og öllu, þörfina fyrir, að kasta núverandi skipan mála, fyrir róða, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:36

19 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

skemmdarvargarnir komnir á þing - við hverju var búist

Jón Snæbjörnsson, 12.12.2009 kl. 18:20

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar minn, ég held að það sé staðið nokkuð vel að þessari undirskriftasöfnun. Ég hef þá vissu að Ólafur Grímsson vilji þjóð sinni vel. Það er rökrétt að hann túlki stjórnarskránna með sama hætti og hann hefur gert en ekki af handahófi. Það er fráleitt að láta eins og þjóðinni komi þetta ekki við, það er jú hún sem á að borga ef til kemur.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 20:04

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón, ég viðurkenni að ég átta mig ekki alveg á sumu af þessu þingliði

Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 20:05

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú ekki alveg víst að um "þinglið" í skilningnum þingmenn sé að ræða.

Í janúar og langt fram í mars, rigndi inn hér á moggabloggi, nafnlausum einstaklingum á athugasemdaþráðum bloggara, einstaklingum sem réðust með greinilega skipulögðum hætti á þá sem blogguðu um byltinguna, ofbeldið og valdníðslu stjórnvalda, og beittu þar afar rætnum og meiðandi aðferðum, svosem að fullyrða eitt og annað um brjálsemi, glæpahneigð, sálsýki, og andfélagslegt eðli ósköp venjulegs fólks sem átti jafnvel engan þátt í mótmælunum...

..þegar ip-tölur nokkurra þessara einstaklinga voru raktar kom í ljós að þær tilheyrðu annarsvegar lögfræðistofunni LOGOS, sem hefur mikið unnið fyrir bankana og sjálfstæðisflokkinn, og úr tölvum DÓMSMÁLARÁÐUNEYTISINS.

En hafa ber í huga að tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins nær yfir öll lögregluumdæmi, dómhús, sýslumenn osvfr. svo að um marga grunaða er að ræða. En spurningin er ekki nákvæmlega hver var að verki, heldur þessi; að hvers undirlægi er þetta gert, einstaklingsins eða yfirmannsins?

Haraldur Davíðsson, 13.12.2009 kl. 19:45

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Haraldur, það er vissulega dapurlegt ef fólk hagar sér með þessum hætti. Þetta sem þú nefndir varðandi Logos var rakið og upplýst. Þar var um að ræða einn rætinn  tölvupóst sem mátti (mis)?skilja sem hótun og var málið leyst með afsökunarbeiðni án frekari eftirmála.  En þó margir hafi sömu IP tölu er lítið mál að rekja póst í ákveðna tölvu ef menn vilja. 

 Maður nennir ekki að kippa sér upp við uppnefni og skæting en hótanir um líkamsmeiðingar á ekki að líða.

Sigurður Þórðarson, 14.12.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband