Verktakar fjárfesta í borgarfulltrúum

big-borgarr__jpg_280x800_q95Það er almælt að stór verktakafyrirtæki sem eiga mikil viðskipti við borgina fjárfesti í stuðningi við flokka og einstaka frambjóðendur, með því að kosta prófkjör þeirra. Eitt þessara fyrirtækja er Eykt sem fengið hefur mörg stórverkefni hjá borginni og leigði Reykjavíkurborg skrifstofuhúsnæði við Höfðatorg fyrir 4 milljarða verðtryggt til 25 ára. Fram hefur komið að Eykt lagði framboði Framsóknarflokksins til 5 milljónir en framsóknarmenn hafa gefið þá skýringu, sem ekki er rétt, að Eykt styðji alla flokka. Þá hefur Ólafur F. Magnússon ítrekað gengið eftir því að Óskar Bergsson að hann upplýsi hvað hann fékk persónulega mikið frá Eykt í prófkjörsbaráttu sína en án árangurs.   Mikill meirihluti borgarfulltrúa er meðvirkur í þessum feluleik og til að komast hjá því að upplýsa málið samþykktu þeir með fjórtán atkvæðum gegn einu að upplýsingaskylda gilti einungis um borgarfulltrúa framtíðarinnar.

Sjá fundarg. borgarstjórnar frá 20.10 2009   www.rvk.is 


mbl.is 1,5 milljóna þak á framboðskostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Hvar sem 2 framsóknarmenn eru saman komnir þar er spilling. 

Jens Guð, 21.10.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband