Jóhanna ætlar engu breyta í sjávarútvegi!

svanfrur_jnasdttir_jpg_280x800_q95Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess í stefnuræðu sinni að fyrir dyrum stæði endurskoðun kvótakerfisins og skipuð hefði verið nefnd til að gera tillögu um breytingar.  Staðreynd málsins er sú að stór hluti nefndarmanna hafa hagsmuni af því að prívatmönnum verði leyft að veðsetja sameign þjóðarinnar. Að hálfu Samfylkingarinnar var Svanfríður Jónasdóttir skipuð í nefndina að tillögu Jóhönnu! Jóhanna Sigurðardóttir æti allt eins fengið Gunnar í Krossinum til að endurskoða Biblíuna.

Það er ómerkilegt af Jóhönnu Sigurðardóttur að gagnrýna kvótakerfið í orði meðan hún styður það á borði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Sigurður minn. Þú hlýtur að skilja að Jóhanna ætlar að láta Brussel sjá
um sjávarútvegsmálin. Þess vegna tekur því ekki að hennar mati að breyta
neinu þar um í dag. Brussel-valdið á að sjá um það að mati icesave-drottningarinnar. Liggur þetta ekki í augum uppi?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú auðvitað sé ég það en hvern fja. er hún það að skipa þessa nefnd?

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

að setja útgerðina í gjaldþrot og gera þannig alla sjómenn atvinnulausa, setja rekstur allra þjónustu aðila í sjávarútvegi í uppnám og hugsanlega gjaldþrota líka er ekki til þess fallið að bæta neitt.

Meðan Hafró er við völd skiptir engu máli hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi er notað. engu máli. Hafró mun áfram stjórna og takmarka veiðarnar. þeir sem halda öðru fram eru að blekkja sig og aðra. 

http://www.sus.is/item/419/catid/21

"SUS telur rétt að líta til aukinnar þátttöku einkarekinna fyrirtækja í rannsóknum í sjávarútvegi og fá þannig víðari sýn á stöðu hans. Það er ekki náttúrulögmál að miðstýrða ríkisstofnun þurfi til að leysa slík verkefni. Lagt er til að algjör endurskoðun og uppstokkun fari fram á stofnunum ríkisins sem koma að hafrannsóknum SUS telur einnig mikilvægt að auka aðkomu þeirra sem starfa í greininni að ákvörðunum um heildaraflamark og annað er viðkemur sjávarútvegi. "

Fannar frá Rifi, 8.10.2009 kl. 14:25

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"en hvern fja. er hún það að skipa þessa nefnd?"

einhvernvegin verður að úthluta bitlingum og peningum úr ríkisjóði siggi minn. síðan er þetta alltaf góð afsökun til þess að segja að málið sé í vinnslu í nefnd og þá þarf ekki að taka á því.  

Fannar frá Rifi, 8.10.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar, ég hef minni en engan áhuga á að setja útgerðir á hausinn. Þvert á móti vil ég sjávarútveginum sem atvinnugrein vel og við þurfum að hafa duglega útgerðarmenn. Færeyingar skiptu yfir í sóknarkerfi og útgerarmenn þar hafa engan áhuga á að fara til baka.  Það eru mörg dæmi um sóun í kvótakerfinu og ég veit að þú þekkir það líka a.m.k. af afspurn. Eða hvað segir þú um Grundarfjörð eða kvótasetningu á ýsu, skötusel og rækju núna?  Ég veit að við erum ósammála um þetta en við erum sammála um marga aðra hluti t.d. um sjálfstæðar hafrannsóknir.  Fyrst og fremst erum við þó algerlega sammála um að forða því að fiskveiðum hér við land verði stýrt frá Brussel. 

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

þeir gera ekki eins mikil verðmæti úr fisknum vegna þess að þeir geta ekki tryggt afhentingu jafn vel og íslensk útgerð getur.

kvótasettning á skötusel var að mínu mati ótímabær, flökkufiskur sem var nýbúinn að setjast að. það voru engar forsendur fyrir því að setja hann í kvóta á þeim tíma og í raun ekki í dag heldur. 

það þarf að brjóta niður ægivald Hafró. vitleysan þar sannaðist í Grunndarfirði þegar það var meiri síld inn í firðinum enn hafróspekingarnir höfðu talið að væri til í allri efnahagslögsögu Íslands. 

þess vegna lýt ég svo á að allir þeir sem tala breytingar á kvótakerfinu en veigra sér undan því að taka á hafró, vera lýðskrumara og ætla sér að nota framtíð sjávarútvegs í Íslandi til þess auka eigin vinsældir tímabundið.

Fannar frá Rifi, 8.10.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veigra mér ekki við að ræða Hafró. Ég hef aftur á móti tekið eftir að margir í forystu LÍÚ hafa alls ekki viljað ræða um Hafró. Ég hef reyndar skýringu á þessu en hún er sú að sumir hafi verið of mikið með hugann við veðsetningar og hafi því sætt sig við eða jafnvel stutt falskenningar.

Ég veit að við erum sammála um að það skiptir öllu að dæmið gangi upp.  

Sigurður Þórðarson, 8.10.2009 kl. 23:19

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Misminnir mig Fannar, en er ekki stjórn Hafró skipuð fulltrúum kvótagreifanna?

Hvers vegna geta ekki stærstu útgerðirnar greitt leigu af kvótanum til ríkisins þegar margar smærri útgerðir lifa á því að leigja til sín kvóta fyrir miklu hærri upphæðir en lagt hefur verið til að ríkið taki til sín?

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 00:15

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hefur komið í ljós að mikill hluti skulda útgerðanna stafar af fjárfestingum í rugli sem er óskylt útgerð.

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 00:22

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef útgerðarfyrirtæki fer á hausinn, þá fer það á hausinn og nýliðun verður í greininni.

Ef ríkið verður með kvótann þá verður hann leigður út eftir pólitískum hagsmunum þingmanna.  var sjóða sukkið fyrir tíma kvótakerfisins ekki nóga slæmt Árni? eða viltu fá þá tíma aftur? 

mér er alveg sama hvort að líú sé með mann í hafró eða ekki. aðgerðarleysið er alveg jafn slæmt þar og hjá ríkinu. 

Siggi ég átti nú ekki við þig þarna, heldur margan þingmannin sem þeir sem eru á móti kvótakerfinu styðja með ráðum og dáðum. þá sérstaklega þann hundlélega þingmann sem þorir ekki að fara gegn ríkistofnuninni Hafró, Ólínu Þ.

Fannar frá Rifi, 9.10.2009 kl. 07:55

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar, é nýt þess að vera eldri og man því lengra aftur en þú.

Að mínu mati hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt besta og versta sjávarútvegsráðherrann, þ.e. Matthías Bjarnason og Þorstein Pálsson. Matthías kom úr sjávarútvegsplássi og hafði alla tíð unnið við útgerð þ.e. áður en hann fór í pólitík, Þorsteinn hafði ekki þessa þekkingu og var algjör kerfiskall. LÍÚ lenti á þessum sömu villigötum en þar er kannski að verða einhver breyting á?

Ég verð að segja að ályktun ungra sjálfstæðismanna kom mér þægilega á óvart

Sigurður Þórðarson, 9.10.2009 kl. 11:47

12 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þorstein Pálsson versti? var hann verri heldur Árni Matt?

það eru einhverjar breytingar að verða. það verður að laga þá galla sem eru á kvótakerfinu og stjórnun veiða. þá sértaklega stjórnun veiða. 

Fannar frá Rifi, 9.10.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband