Vanskil íslenska ríkisins aukast.

Svona munu fyrirsagnir fjölmiðla líta út innan fárra ára ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir nær að telja þingmann á að skrifa undir glæfralegar skuldbindingar vegna Icesave sem nú liggja fyrir þinginu. Þessir uppgjafaskilmálar sem ríkisstjórnin hyggst gera við Breta eru nógu stórir einir og sér til að koma landinu í þrot en þvert á það sem sagt hefur verið veita þeir íslenska ríkinu ekkert skjól fyrir málaferlum vegna neyðarlagana.  Ef Bretar þora ekki með þetta mál fyrir dómstóla eiga þeir enga kröfu.  Það er skylda þjóðkjörinna fulltrúa að reyna já ég segi reyna, því það er ekki öruggt að það takist, að verja Ísland falli.

iceland


mbl.is Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. júní 2009

Erlend staða þjóðarbúsins

1. ársfjórðungur 2009

Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta ársfjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórðungsins en skuldir 13.059 ma.kr. Vert er að geta þess að inni í tölum um erlendar skuldir eru ennþá eignir og skuldir viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Fjármögnun vanskila hefur líka haft áhrif til hækkunar á skammtímaskuldum.

Næsta birting: 27. ágúst
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þetta Baldur.

Það er alls ekki rétt að við séum laus úr snörunni með því að bæta á okkur þessum skuldum. Þvert a´móti eru neyðarlögin enn í uppnámi og ef þeim yrði rift þyrfti ekki að binda um sárin.

Sigurður Þórðarson, 9.6.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Icesave er bara hluti af risadæmi. Sá hluti einflokksins sem núna er "við völd" í þessu hefðbundna leppríki útlendinga austan hafs og vestan, blæs mikið út galdralækningar erlendra húsbænda sinna en miklu meira bíður í pípunum. Þetta snýst sem fyrr um að halda almenningi sofandi á meðan hann er rúinn inn að skyrtunni og að því vinnur sama gamla maskínan; pólitíkusar, ruslveitur, keyptir "álitsgjafar" og aðrir helstu veruleikahönnuðir almennings. Hvernig nokkur heilvita maður getur enn tekið minnsta mark á þessarri raðlygarahjörð er mér algjörlega hulið. Kveðja, BF.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband