Ríkisstjórnin festi góða veðrið í sessi

Instant-sunshineMér þætti mikils um vert ef okkar ágæta ríkisstjórn, sem nýtur ríflegs meirihluta á þingi myndi taka á sig rögg og festa góða veðrið í sessi a.m.k. fram yfir mánaðamót. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sálarheill sárþjakaðra landsmanna og því má ríkisstjórnin einskis láta ófreistað til að ná þessu fram, t.d. með fulltingi okkar ágætu veðurfræðinga og jafnvel erlendra sérfræðinga ef með þarf.

Þá þyrfti ríkisstjórnin, í samráði við aðila vinnumarkaðarins að leita leiða sunbathingtil að jafna aðstöðu þeirra sem stunda innivinnu og hinna sem njóta sólarinnar hvort sem það er í útivinnu eða á atvinnuleysisbótum.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Þú segir nokkuð, reyndar er komin rokgjóla hérna hjá mér núna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.5.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband