Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, stórglæsilegur fulltrúi Íslands

Ég er venjulega ekki mikill áhugamaður um Eurovision en það er ekki annað hægt en að hrífast með alexander_rybak_2 þegar Ísland sendir jafn glæsilegan fulltrúa og hana Jóhannu Guðrún Jónsdóttur til að syngja þetta fallega lag. Ég er búinn að vera að senda vinum mínum í Noregi SMS með hamingjuóskum vegna framistöðu  Alexanders Rybak (þýðir fiskimaður á rússnesku). Það er skemmtileg tilviljun að norskur vinur minn Kjell Fjellset, sem er tónlistarmaður er einmitt náinn vinur Alexanders og hældi hann Jóhönnu á hvert reipi. Johanna_Gurun_Jonsdottir-RESIZE-s925-s450-fit
mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég læt Evróvisjón viljandi framhjá mér fara.  Þetta er ekki minn músíkstíll.  Ég vek hinsvegar athygli á að höfundur íslenska lagsins er sveitungi minn úr Skagafirði,  Óskar Páll,  sonur Sveins hestamanns frá Sauðárkróki.

Jens Guð, 16.5.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Jens venjulega er þetta ekki minn stíll heldur en þessi ballaða var ljúf og óðafinnanlega vel flutt af Jóhönnu.  En þetta var líka gaman fyrir vin minn Kjell Fjelset sem hefur spilað með hvítrússnesska Norðmanninum.

Sigurður Þórðarson, 17.5.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Siggi.

Við Hafnfirðingar fyllumst óhjákvæmilega stolti, við frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar, hún er einstök hæfileikakona og hefur verið lengi.

Framlag hins unga Alexanders fyrir Noreg, var eitt besta lag sem komið hefur í þessa keppni, að ég tel, og verðskuldaður sigur hans fyrirfram sýnilegur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sonur Sveins hestamanns á Sauðárkróki? Þvílík endemis firra. Í Skagafirði veit ekki nokkur maður undan hverjum hann er. Þeir eru svo siðlausir að þegar flagari kemur á bæinn, flekar húsfreyjuna og gerir henni barn, þá fagnar húsbóndinn innilega  - svo framarlega flagarinn er söngmaður!  Það þykir nefnilega ganga konungstign næst í Skagafirði að vera söngmaður eða eiga söngmann í fjölskyldunni og þá helst tenór. Frægasta dæmið um þetta nú á dögum er auðvitað frægasti söngmaðurinn þeirra, say no more, say no more.

Baldur Hermannsson, 17.5.2009 kl. 01:56

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún þið Hafnfirðingar megið svo sannarlega vera stoltir af henni Jóhönnu.

Sæll Baldur, flagarar, þú ert ekki að skafa utan af því. Sú var tíðin, nokkru áður en bílaeign varð almenn, að húsfreyjur jafnt sem annað heimilisfólk ferðaðist með mjólkurpóstinum. Þóttu þetta að jafnaði ágætis kynbætur á þeim Skagfirðingum ef póstarnir voru úr öðrum byggðarlögum. Eitt sinn bar það við að mjólkurpóstur úr fjarlægu byggðarlagi var ráðinn til starfans og var sá  ófríður mjög dökkur á brúnn og brá, stórgerður, með stutt á milli augnanna en nefstór og kjaftmikill. Hann þótti illa gefinn af framsóknarmanni að vera en bætti það upp með því að vera klámfenginn, glaðsinna  og fjölþreifinn til kvenna en það eru eiginleikar sem  Skagfirðingar kunna vel að meta enda breyttist genasamsetning sveitarfélagsins þannig að mörgum bóndanum þótti nóg um.

Sigurður Þórðarson, 17.5.2009 kl. 06:50

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hann hefur verið tenór, engin spurning.

Baldur Hermannsson, 17.5.2009 kl. 10:01

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur þú hlýtur að skilja að ég get ekki gefið nánari lýsingu á manninum annars væri hætta á að hann myndi þekkjast.

Sigurður Þórðarson, 17.5.2009 kl. 12:16

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Siggi minn

Flottur sigur hjá Rybak og Jóhönnu. Þjóðirnar unnu sem eru ekki í ESB. Vona að þessar þjóðir standi saman og haldi sér utan við ESB.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.5.2009 kl. 18:31

9 Smámynd: Hlédís

Flagara-tal Sigurðar og Baldurs minnir á þá gömlu fullyrðingu að kvenleggurinn sé alltaf öruggastur. Verst að nú er ekki einu sinni hægt að treysta á hann lengur. Tækniframfarir.

Hlédís, 20.5.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband