Ríkisstjórnin og kynskiptingar.

Ríkisstjórnin er vel meinandi í jafnréttismálum og henni tókst vel til með því að velja eingöngu konur í störf þingforseta. Henni tókst miður í stefnuyfirlýsingu sinni þar sem fram kemur að ríkisstjórnin transgender2transgenderstyðji kröfur kynskiptinga. Þar yfirsást ríkisstjórninni að ein helsta krafa kynskiptinga er að vera ekki kallaðir kynskiptingar heldur transgender. Þannig að stuðningur ríkisstjórnarinnar við kynskiptinga virðist ekki fara vel af stað.

Styður ríkisstjórnin allar kröfur kynskiptinga af heilum hug?


mbl.is Allir þingforsetar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir stuðninginnn gamli vinur.

Sigurður Þórðarson, 15.5.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Transgender er algerlega ófært orð. Vilji menn ekki kynskipting, þá verða þeir að finna eitthvað íslenskt, þjált orð í staðinn. Reyndar er það svo að menn ráða ekki alltaf sínum nafngiftum - og svo geta verið fleiri en ein nafngift í gangi, td ein opinber og önnur bundin við tiltekna hópa.

Baldur Hermannsson, 15.5.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Sigurður!

Ég spyr þess sama og Guðlaugur! 

Verðum við kannski bráðum vinkonur?

Hlédís, 15.5.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað segirðu ???

Afar óheppilegt orðaval að virðist.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú ættir líka að spyrja þessa, Sigurður, eins og gert var á Útvarpi Sögu í morgun (af öðrum en mér):

Myndi ríkisstjórnin ekki styðja það líka, að klæðskiptingar (transvestítur) fengju að mæta í kjól eða pilsi á þingfundi, þótt karlar væru, og í jakkafötum með bindi, þótt konur væru? Þessi yfirmáta frjálslynda og framfarasinnaða ríkisstjórn hlýtur að vilja vera sjálfri sér samkvæm í þessu efni eins og öðru eða hvað? (Úpps, ég verð að viðurkenna, að Vinstri græningjar eru komnir illilega í mótsögn við sjálfa sig í EBé-málinu!)

PS. En hugsuðu þau þessa yfirlýsingu sína um kynskiptinga til enda? Finnst þeim í alvöru tími til þess nú að eyða milljónum króna í kynskiptiaðgerðir á hverjum viðkomandi einstaklingi, af því að hann hafi þá hugmynd (er það ekki málið?), að hann sé af öðru kyni en allir, þ.m.t. fæðingarlæknar og foreldrar, hafa talið frá upphafi? Ef ég fæ þá hugmynd, að ég sé Napóleon endurborinn, fæ ég þá styrk til að láta stytta á mér lappirnar?

Jón Valur Jensson, 16.5.2009 kl. 01:38

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Fjör hérna. Fyndin innlegg. Verðum við Hlédís og þú bráðum vinkonur.

"Bindisskylda á Alþingi afnumin" Verður fjör þar rokk og ról, nóg af bjór.

Snorri Bergsson grínaðist á facebook um að "Dömubindisskylda væri afnumin"

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, rétt hjá þér.  Ég læt það sem vind um eyru þjóta þó einhverjir þrýstihópar eða lýðskrumarar geri kröfu um að fólk sletti útlensku í bland við  móðurmálið.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:04

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Hlédís, mér dugar ágætlega að eiga þig sem vinkonu, þó við séum ekki saman í saumaklúbb. Það yrði nú samt aldeilis uppákoma í jólaboðum ef afi mætti sem kelling og segði börnunum sögur af sjónum.  Ég hef ekki  hugleitt þetta ennþá en kannski er það viss öryggistilfinning fyrir mig að Samfylkingin muni styðja mig ef ég vildi verða kona. Mér þætti samt enn meira um vert ef þau gætu gert mig að karli aftur því ég of vanafastur til að skipta um hlutverk. 

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:23

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Guðrún María, þetta er fádæma klaufaskapur.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:24

10 Smámynd: Hlédís

Transgender er óskýrt orð, jafnvel í ensku, þar sem er þó er hefð fyrir 'fínu' orðahnoði úr grískum og latneskum stofnum. Fullkomlega ónothæf íslenska.

Hlédís, 16.5.2009 kl. 09:33

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jón Valur, þessi spurning þín væri verðugt verkefni fyrir Ástu Ragnheiði forseta þingsins. Ég læt mig að öllu jöfnu engu varða hvers kyns fólk er. Ég vil að fólk fái að vera í friði með sitt einkalíf meðan það skaðar ekki aðra. En til hvers er allur þessi glennugangur? Fólk getur glennt sig eins og það vill framan í þá sem þess óska en það er afar hvimleitt ef það getur ekki látið aðra í friði en á því eru einmitt vanhöld.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:41

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa mín þú ert sannkölluð Guðskona og sómi Austfirðinga í alla staði  og þó meiru væri til jafnað. Sjálfur er ég guðsyfirgefinn og ókristilegur í alla staði en þykir því meira um vert að eiga þig fyrir vinkonu.

Hafðu það sem best. 

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:49

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Hlédís. Málvernd er ekki beint gegn minnihlutahópum.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 09:52

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þykistu nú allt í einu vera orðinn "guðsyfirgefinn"? Dómadags yfirlæti er þetta í þér strákpjakkur. Heldur þú að Hann þarna uppi sem allt veit og öllu fylgist með sé eitthvað að kippa sér upp við mannalæti í okkur vesölum slordónum á Jörðu? Nei, hann hefur mætur á þér og yfigefur þig ekki þótt þú viljir yfirgefa hann. Rósa veit þetta allt saman miklu betur en þú og reyndu svo að skammast þín, rígfullorðinn maðurinn að láta svona.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 09:59

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér yfirhalninguna Baldur, "sá er vinur er til vamms segir."  Það var ekki meiningin að draga upp þá mynd að ég sé óuppdreginn slordóni. Það sem ég vildi sagt hafa er það að ég ber tilhlýðilega virðingu fyrir himnafeðgunum og ekki síst syninum sem mér er um margt kær. Hitt er nær sanni að ég hef margdrýgt þá höfuðsynd að brjóta fyrsta boðorðið með því að heillast af Ásum og lagt trauxst mitt á  landvættir, enda veitir nú víst ekki af á þessum umbrotatímum.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 10:19

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú, landvættirnar? Þá ertu ekki alvitlaus, strákfjandi. Þarf að hitta þig í sumar og ræða við þig um landvætti, það eru gaurar að mínu skapi. Ég splæsi á þig kaffi expresso og marengsköku, ekki veitir þér af í atvinnuleysinu.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 11:34

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hlakka til að ræða við þig um landvætti Baldur. Landvættirnar eru kveinkynsorð sem berjist eins og steypireiður. Elsta ritaða heimild hérledis um landvættir (eftir því sem ég best veit) er frá Grindavík og er rituð í Landnámubók. Þar kemur fram að Hafur -Björn og aðrir synir Moldar-Gnúps og Járngerðar voru miklir fiskimenn "enda fylgdu landvættir þeim til fiskjar" segir í Landnámu.  Ræðum þetta betur yfir kaffibolla.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 12:01

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já ég kannast við það - kvenkynsorð - en í mínum huga eru þetta gaurar, líkt og hetjur eða kempur sem vissulega eru kvenkynsorð en ná yfir karlkyns fyrirbæri eigi að síður. Ég hef talsvert stúderað vættavísindi og hlakka til að fá hjá þér ábót með kaffinu.

Vel á minnst, heldurðu ekki að þeir hjá Hafró og LÍÚ ættu að reyna að fá landvættirnar í lið með sér á þessum erfiðu tímum?

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 12:09

19 Smámynd: Hlédís

Okkur veitir hreint ekki að að halda landvættunum á okkar bandi í viðureigninni við LÍÚ og Hafró. Á LÍÚ ekki bara að biðja guðið um náð og vona það besta.  Hafró spjarar sig nokk sem endranær.

Hlédís, 16.5.2009 kl. 13:33

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl aftur Baldur Hlédís, þá er maður búinn í sundi. Ég er frekar slakur kaffidrykkjumaður en hef sjaldan eða aldrei hlakkað eins mikið til kaffidrykkju en nú einmitt upp á síðkastið þar sem við Hlédís höfum það á prjónunum.  Varðandi kyngreiningu vættanna þá virðist hún vera á reiki í seinni tíð og hefur  oftast verið í karlkyni en líka í hvorugkyni (vættið).  Það hvort landvættirnar standi með LÍÚ og Hafró fer eftir málefnunum og ber þá að líta til eftirfarandi: Landvættirnar gefa lítið fyrir spjátrunga og gervivísindi, en finna til samkenndar með fólkinu sem lifir í og af náttúrunni þess utan eru þær þjóðlegar.  Þess vegna munu þær styðja LÍÚ í að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu en þær munu jafnframt styðja fólkið sem býr við sjávarströndina í að fá að nýta staðbundna fiskistofna eins og forfeður þeirra hafa gert um aldir. Okkur bæri að taka meira mark á landvættunum þá hefði margt farið betur.

Sigurður Þórðarson, 16.5.2009 kl. 15:44

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli sagði ég hvorukyn? Það átti að vera kvennkyn

Sigurður Þórðarson, 20.5.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband