Skoskir sjómenn hlakka til að fá fullan aðgang að Íslandsmiðum

thumbnailHaft er eftir Bertie Armstrong, framkvæmdastjóra skoska sjómannasambandsins, að skoskir fiskimenn hafi verið reknir af Íslandsmiðum eftir tvö þorskastríð á áttunda áratug síðustu aldar. „Við lítum til þess, að Íslendingar eru nú að fara bónarveg til Evrópusambandsins og vonum að það verði til að við fáum aðgang að þeirra sjávarútvegi."

Alistair Carmichael, sem er þingmaður á enska þinginu fyrir Orkneyjar og Hjaltland, segir að aðild Íslands að ESB muni hrista upp í stjórnkerfi sambandsins  vegna þess að íslenska ríkisstjórnin muni ekki þola núverandi kerfi miðstýringar og gagnsleysis en endurskoða á sjávarútvegsstefnu ESB á næstu árum. Atkvæðavægi Íslands verður væntanlega u.þ.b. hálft prósent.


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Fiskveiðistefna ESB er staðfest af ráðherraráðinu, þar ætti sjávarútvegsráðherra Íslands sæti með eitt atkvæði. Hefð er fyrir því að einungis þau lönd sem stunda sjávarútveg staðfesti stefnuna, við Það eykst vægi í Islands í 1/8. Að því er varðar fiskveiðiheimildir Íslands á Íslandsmiðum þá mundu sjónarmið Íslendinga vera alsráðndia. Láttu ekki hræðsluáróður LÍÚ blekkja þig, kynnut þér málin.

Skúli Thoroddsen (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þeir fá prik fyrir hreinskilnina. Þetta snýst allt um auðlindirnar okkar, ekki sízt fiskinn. Evrópusambandið er engin góðgerðarsamtök.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Þá þarf maður að flytja til skotlands til að fá að veiða á trillunni minni við Íslandsstrendur .

Vigfús Davíðsson, 31.1.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Hjörtur, þeir tala hreint út.  Sæll Vigfús, þú ert kaldhæðinn en svona furðulegt er þetta. Spænsk útgerðafélög hafa sölsað undir sig meirihluta aflaheimildanna við Skotland og England og þeir þurfa að bæta sér það upp við Íslandsstrendur.

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 10:46

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef blaðið hefur rétt eftir honum og hann á við aðgang skoskra veiðiskipa að miðunum - þá er það náttúrulega rugl í honum. 

Þó ekki sé hægt að útiloka að um það að yrði samið í aðildarsamningi ef menn svo vildu Þá er það mjög ólíklegt. 

Þetta er líklegast einhver æsifréttamennska.    

En einnig möguleiki á vanþekkingu á sjávarútvegsstefnu esb.  Hún er líka erlendis sumstaðar sko.  Vanþekkingin.  Alveg eins og hér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 11:03

6 Smámynd: Hlédís

Hætt er við að jafnvel hættulegri gammar en skoskir sjómenn muni hlakka yfir íslenskum auðlindum, steypum við okkur í nornapott Evrópu.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Hlédís

Einar Hansson! Virðingu, segirðu. - Ertu nú alveg viss um virðinguna fyrir örþjóðunum?  Gott væri að trúa á hana.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 11:39

8 Smámynd: Hlédís

Litlar og miðlungs þjóðir kvarta undan mismunun innan ESB. Það veit Einar H.        Vatíkanið var nú eðlilegasta dæmið he he!  Hverjar eru náttúru-auðlindir Ör-landsvæðanna sem eru í upptalningu hér að ofan?

Hlédís, 31.1.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU."

 - Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála (útþenslustefnu) ESB

Lausleg þýðing: asset = eign. Hann er m.ö.o. að segja að stjórnunar- og efnahagsleg staða Íslands yrði eign ESB (ekki bara fiskurinn), og að hann vonist til að hafa nóg að gera við það verkefni. Hjálp!

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 14:25

10 Smámynd: Hlédís

Nokkuð til í að við séum orðin dulítið 'nojuð' ;) - en ekki alveg að ástæðulausu. ágæti Einar.

þakka fræðsluna, Bofs ! "..an asset to the EU .." má einnig þýða sem ".. fengur fyrir EB.." !  Engin EB-sinni rengir þó þennan mann !?

Hlédís, 31.1.2009 kl. 14:58

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú er það almenn vitneskja að megin tilgangur ESB er að stela eða allavega komast yfir auðæfi aðildarríkja sinna með einum ða öðrum hætti.  ESB starfar þannig að þeir tæla ríki inn til sín og stela svo auðlyndum þeirra.  Þetta er td. almennt samþykki meðal svokallaðra "Heimssýnarfræðimanna"

(og ekki nóg með það.  Þegar það er afstaðið þá gengur allt á afturfótunum hjá ESB og sambandið er alltaf "alveg að hrynja")

Nú, þá vaknar spurningin: Hverju stálu þeir af Finnum Svíum og Dönum og þá í framhaldinu: Hvernig haga þeir kúguninni á umræddum þjóðum.

Og ennfremur: Af hverju hefur það alveg farið fram hjá heimsbyggðini að ESB beitir þessi 3 grannríki okkar slíkri kúgun og yfirgangi. 

Mér finnst grunnsamlegt hve þetta hefur verið þaggað niður í fjölmiðlum.  Mjög grunsamlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 16:56

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að það sé óhjákvæmilegt að byggja svolítinn skála með manngengum dyrum á báðum stöfnum. Þessi skáli gæti verið í Laugardalnum og á öðrum stafni stæði skýrum, stórum stöfum ESB. Þarna gætu áhugamenn um inngöngu í ESB gengið inn og skráð nafn sitt í einhverja bók. Jafnvel væri boðið upp á kaffi og flutt stutt erindi um þennan stóra draum. Þetta hlýtur að virka á Samfylkingarfólk sem er að því komið að missa vitið.

Árni Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 17:24

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er alveg ljóst að með núverandi kvótakerfi óbreyttu verður ekki hægt að koma í veg fyrir það að aðrar þjóðir kaupi aflaheimildir hér , þess vegna kemur innganga í ESB ekki til greina svo er aftur spurning hvort að það sé hægt að breyta kvótakerfinu þannig að það sé ekki hægt að kaupa aflaheimildir ? kv .

Georg Eiður Arnarson, 31.1.2009 kl. 17:42

14 Smámynd: Hlédís

Kvótakerfið í núverandi mynd, er þannig, að undirrituð tekur undir þá fullyrðingu í bloggi að litlu/engu skipti hvort Jón, John eða Jose eigni sér fiskinn  í landhelgi Íslands.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 20:14

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitin og athugasemdirnar:

Ég hef lagt mig eftir að kynna mér sjávarútvegsstefnu ESB.  Í stuttu máli er hún þannig að fiskveiðilögsaga ríkja fellur niður og við tekur ESB fiskveiðilögsaga. Nýjar aðilaþjóðir geta samið um tímabundna ívilnun innan fyrrverandi eigin lögsögu, þetta á einkum við um veiðar innan 12 sjómílna.  Hefðarréttur byggir á reglugerð en ekki lögum. Reglugerðabreytingar eru einfaldar í sniðum. Evrópudómstóllinn hefur tilhneigingu til að hnekkja öllum tilraunum strandríkja til að tryggja hag sinna þegna við veiðar. Þetta snýst ekki bara um eignarhald heldur atvinnu sjómanna og fiskverkafólks.  Áhrif Íslands yrðu hverfandi eða umrúmlega hálft prósent.

Ákvarðanataka í fiskveiðimálum ESB er flókin, tekur langan tímaog ákvörðunum má skjóta til Evrópudómstólsins.  Ofangreint er aðeins örlítill úrdráttur af því sem ég tel vera aðalatrið. 

 

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 21:01

16 Smámynd: Hlédís

Ef tekst að ná kvótanum af greifunum, er að sjálsögðu gott að JÓN ( ekki bara sjera jón!) fremur en JOSE hafi fiskveiðirétt á Íslandsmiðum.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 21:33

17 Smámynd: MacGyver

Notaði ekki Evrópu andstæðingarnir í öll ESB lönd einmitt þessi sami áróður áður en löndin þeirra fóru í ESB? "Þeir ætla að stela okkar auðlindir", "Við munum ekki ráða neitt", "Önnur lönd mun ákveða stefnu okkar" og svo framvegis... en samt hefur ekki eitt einasta land hoppað út úr ESB. Hvers vegna?

MacGyver, 31.1.2009 kl. 21:52

18 Smámynd: Hlédís

Er auðvelt að hoppa af, mr MaG.!  Má TREYSTA því - og veist þú það?        

Hlédís, 31.1.2009 kl. 21:58

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlédís, mín von er sú að kvótakerfið verði afnumið með öllu og það á að vera hægt enda stendur í lögunum að "afla sé úthlutað til eins árs og slík úthlutun myndi aldrei eignarétt."  MacGyven, þú gleymir að geta þess að allt aðrar reglur gilda í ESB um fisk en aðrar auðlindir.  Fiskveiðar skipta Íslendinga miklu máli. Þú hittir naglann á höfuðið Hlédís. "Það er hægara í að fara en úr að komast."

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 22:25

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt er það Einar en við færum þá ekki inn í EES svo mikið er víst.

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 22:33

21 Smámynd: Hlédís

Gott að hlutir batna hjá Bandalaginu. Ekki veitir af

Kær kveðja!

Hlédís, 31.1.2009 kl. 22:33

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála Hlédís, þú ert að venju fundvís á kjarna málsins: "Ekki veitir af"  Fiskikommisarar ESB hljóta að binda miklar vonir við framgang Samfylkingarinnar á Íslandi. Íslendingar eiga í dag ein auðugustu fiskimið í heiminum.

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 22:56

23 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Siggi,

þetta eru tveir nískir Skotar að viðra skoðanir sínar. Í sjálfu sér ekki mikið um það segja. Við getum þakkað Samfylkingunni fyrir það að við erum ekki á leið inn í Evrópusambandið á næstunni. Aðferðafræði þeirra, að neyða okkur inn meðan við liggjum flatir, hefur valdið svo miklu óbragði hjá mörgum að engar líkur eru á því að tillaga þeirra verði samþykkt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.1.2009 kl. 23:37

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gunni, satt segir þú og varðandi ummæli Skotana segi ég #Bragð er að þá barnið finnur".

Sigurður Þórðarson, 1.2.2009 kl. 00:25

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Voru það ekki ESB fjárfestar sem komu alþjóðakauphöll hér 1985 sem selur meðal annars 30 ára verðbréf Íslenskra Sveitarfélaga. ESS opnaði frjálst fjármagnsflæði. Ofurauðmanna fjölskyldur sem hafa stundað Kauphöllina í hundruð ára gera áætlanir meir en 30 ár fram í tímann. Kannski gerðu sumir sér grein fyrir græðgi myndi fylgja verðbréfakauphöll sem myndi leiða þjóðina í greiðsluerfiðleika rétt fyrir innlimun í ESB. Ísland ehf er ekki stórt fyrirtæki á alþjóðamælikvarða.

Mafía er í USA. Hún er brandari við hlið þeirrar Ítölsku. Olli Rehn getur alveg örugglega orðið sér út um alla þá þekkingu sem vill. Halda sumir að sumir stígi ekki í vitið. Ætli það sé ekki hægt að selja Efnahagsbandalaginu fiskveiði ráðgjöf.

Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 10:34

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlli fiskveiðistjórnun á Íslandi byggir á gömlum og úreltum kenningum um að náttúrulegur dauði sé alltaf 20% burt séð frá hitastigi, fæðuframboði og fjölda hvala.  Færeyingar eru með miklu betra kerfi sem byggir á sókn.  ESB hefur engan áhuga á steinrunninni fiskveiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun en þeir hafa mikinn áhuga á fiskimiðunum.

Sigurður Þórðarson, 1.2.2009 kl. 12:30

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sigurður, ég var að meina í framtíðinni þegar mannréttindi verða aftur hornsteins þjóðareinstaklinganna. Pöpulismi þessara innlimunar sinna er alveg með eindæmum.

Júlíus Björnsson, 1.2.2009 kl. 16:13

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alveg rétt hjá þér. Þeir sem vilja gefa eða selja auðlindirnar  gætu borið ábyrgð á að gera komandi kynslóðir að Indíánum í eigin landi.

Sigurður Þórðarson, 1.2.2009 kl. 17:21

29 Smámynd: Halla Rut

Enda eru gífurleg vandræði og atvinnuleysi nú í skoskum strandbæjum vegna þessa. Það er ekki aðeins vegna veiða annarra þjóða heldur einnig vegna þessa að skriffinnskan og skilyrðin eru orðin svo mikil að það er ekki á færi venjulegra fisksala eða smærri fiskvinnsla að reka sín fyrirtæki. Stóru keðjurnar hafa tekið allt yfir og miðstýring tekin við, ef svo má kalla. Atvinnan fer því frá smábæjum og þorpum.

Ekki að unda að Jón Ásgeir vilji koma okkur undir ESB.

Halla Rut , 2.2.2009 kl. 00:59

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt stjórnarskrá Evrópu [Sjá Lissabon samningum sem skuldbindur innlimuð ríka að hafa hærri en sinni eigin]. Þé hefur yfirstjórn ESB "Eexclusive Power" Í tollamálum, sjá

1.

Unionen har enekompetence på følgende områder:

a) toldunionen

b)

fastlæggelse af de konkurrenceregler, der er nødvendige for det indre markeds funktion

c)

den monetære politik for de medlemsstater, der har euroen som valuta

d)

bevarelse af havets biologiske ressourcer inden for rammerne af den fælles fiskeripolitik

e)

den fælles handelspolitik.

2.

Unionen har ligeledes enekompetence til at indgå internationale aftaler, når indgåelsen har

hjemmel i en lovgivningsmæssig EU-retsakt, eller når den er nødvendig for at give Unionen mulighed

for at udøve sin kompetence på internt plan, eller for så vidt den kan berøre fælles regler eller

ændre deres rækkevidde.

Unionen fastlægger og gennemfører en fælles landbrugs- og fiskeripolitik.

3.

Rådet vedtager på forslag af Kommissionen europæiske forordninger eller afgørelser om fastsættelse

af priser, afgifter, støtte og kvantitative begrænsninger samt om fastsættelse og fordeling

af

fiskerimuligheder.

Við eru eyjarskeggjar í augum alalkratanna.

ARTIKEL III-424

For at tage hensyn til den strukturelle sociale og økonomiske situation i Fransk Guyana samt på

Guadeloupe, Martinique, Réunion, Azorerne, Madeira og De Kanariske Øer, der forværres af deres

fjerne beliggenhed, deres status som øsamfund, deres lille areal, deres vanskelige topografiske og

klimatiske forhold, deres økonomiske afhængighed af nogle få produkter, forhold, der er vedvarende

og kumulative, og som alvorligt hæmmer disse regioner i deres udvikling, vedtager Rådet på

forslag af Kommissionen europæiske love, rammelove, forordninger og afgørelser, der navnlig tager

sigte på at fastsætte betingelserne for anvendelsen af forfatningen i de pågældende regioner,

herunder de fælles politikker. Rådet træffer afgørelse efter høring af Europa-Parlamentet.

De retsakter, der er nævnt i stk. 1, vedrører navnlig told- og handelspolitik, finanspolitik, frizoner,

landbrugs- og fiskeripolitik, betingelser for levering af råvarer og nødvendige forbrugsvarer, statsstøtte

samt betingelser for adgang til strukturfondene og Unionens horisontale programmer.

Rådet vedtager de retsakter, der er nævnt i stk. 1, under hensyn til de særlige karakteristika og begrænsninger

i forbindelse med regionerne i den yderste periferi uden at underminere EU-rettens,

herunder det indre markeds og de fælles politikkers, integritet og sammenhæng.

 

Þetta er nokkrir molar úr 250 blaðsíðna stjórnarskrá.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 01:14

31 Smámynd: Júlíus Björnsson

Guð gaf okkur 10 og sum finnst alveg nóga að fara eftir þeim.

Stjórnarskrá eru æðstu lög og engar reglur eða önnur lög mega stangast á við grunnlögin. Snobbið þarna úti gefur engan afslátt.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 01:17

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halla og Júlíus, það er ekki furða að skoskir sjómenn vilji komast á Íslandsmið. og íslenskir skriffinnar að róða í reglugerðaverki.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 07:22

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru almenn sannindi hér á landi að stjórnarandstöðu þingmenn lofi upp í ermina á sér. Samkvæmt stjórnarskrá Evrópu [ESB: einokunarbandaleg sérhagsmunahóps pólitíkusa og auðhringa] er fiskveiðistefna þess að tryggja á fiskmörkuðum sínum fisk og fiskafurðir á sem lægstu verði á öllum tímum. Einnig að stjórna hámarki þess sem aflað er út frá lágverðsforsemdunum. Þegar við gengum undir samningin um Evrópskt efnahagssvæði fylgdu því kvaðir sem sem myndu leiða til þess að við yrðum svo háðir ESB efnahagslega að síðari tíma innlimun yrði óumflýjanleg. Undantekningar sem sem skerða heildarkvótann valda minna framboði inn á lávörumarkaði ESB og vinna því gegn heildar hagsmunum jafnaðarbandalagsins [ESB].

Þið Íslendingar sem eruð ekki stjórnmálamenn. Haldið þið að einokunar bandalag Evrópskra jafnaðarsinna og ofurfjárfesta mun ekki leiða til þess óumflýjanlega.  Það er engin tilviljun að umræða um ESB er ekki vinsæl hjá stjórnmálamönnum á leið í kosningar. Á hverjum degi er samt sem áður er verðið að innleiða Stjórnarskrá ESB óbeint samkvæmt samningnum um evrópskt efnahagssvæði: ESS. Vantar  bara herslumuninn upp á og hrunið gat ekki komið á betri tíma, fyrir ESB til að brjóta niður siðferðisþrek íslensks almennings: pöpuls .

Einkenni Íslenskra stjórnmálaflokka: lýðræðiseinokunarbandalaga er að að hafa helming með og helming á móti, setja mál í ráð og nefndir [tryggir þeim líka hærri tekjur] til að róa pöpulinn. Dreifa athyglinni frá því sem skiptir pöpulinn máli, með því að beina athygli hans að öðru ranglæti.  Tilgangurinn helgar meðalið.

Enginn Íslenskur stjórnmálaflokkur er hreinskiptinn hvað varðar innlimun  í aðaljafnaðarmanna bandalag Evrópu ESB.

Ný-frjálshyggja er ólögleg samkvæmt regluverki hins frjálsmarkaðar í Bandaríkjum. þess vegna er það kallað þegar erlendir fjárfestar utan USA, komu til þjóða, þar sem regluverki var ábótavant eða mútuþæg stjórnvöld, nýta sér ástandið í nafni frjálshyggju. ESB morar að erlendum fjárfestum þar sem nýfrjálshyggja er rótgróin [í skrifræði og í ráðstjórnareglum].

Með því að innlimast kalla jafnaðarmenn það sem þeir kalla nú ný-frjálshyggju að flestu leyti eðlilegt athafnafrelsi auðhringa [ með ríkisforsjá, óbeint áhrifavald]  með heildarhagsmuni lávöruþegnanna að leiðarljósi.

Það er nefnilega hægt að lögleiða siðspillinguna frelsisskerðinguna með 250 blaðsíðna stjórnarskrá ESB.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 15:15

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta eru innihaldsróik skrif hjá þér Júlíus, sem ég tek heilshugar undir og þakka þér kærlega fyrir. Ég myndi mjög gjarnan vilja sjá fólk eins og þig, þ.e. er meira en umbúðir, í pólitík.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 15:41

35 Smámynd: Linda

Fer Íslandi í ESB þá er ég flutt til Kanada, svo einfalt er það, tekk ekki þátt í afsali á landinu mínu til þess afls sem ESB er.  Nei takk.

Linda, 2.2.2009 kl. 16:02

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Linda ég hef enga trú á að við séum að fara þarna inn.  Einar, samkvæmt skilgreiningu þinni þá er mikil fjölbreytni þarna.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 16:58

37 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef Ísland tekur ekki ekki upp stjórnarhætti í anda hinnar óbreyttu stjórnaskrá Fullvald þjóðveldis 1947: Uppsögn ESS og skuldaábyrgða sem okkur ber ekki að greiða samkvæmt henni, þá er betra að deyja með öðrum Íslendingum í Kanada en í miðalda ánauð á Íslandi.  Ég skil Lindu, að ég tel.

Ísland er Íslend svo lengi sem þar ríkir Íslenskt hugafar.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 17:32

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Júlíus, við Linda eigum sameiginlega vini. Ég held að það sé óhætt að lýsa Lindu þannig að hún sé  góð manneskja sem býr yfir mikilli náttúrugreind.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 23:09

40 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dæmi um fyrirlitlélega ný-aðals alþjóðlega stjórnmála stétt. Skotar ættu að losa sig við stjórnmálamennina og fá að veiða sér til matar. Þessi ríkisstjórn er ekki ennþá komin með áætlanir að losa okkur undan ESS.  Það er sami rassinn undir þeim öllum.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 23:19

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það virðist vera þannig Júlíus.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 23:28

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlíus lastu færsluna hans Jóns?

Sigurður Þórðarson, 2.2.2009 kl. 23:52

43 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eimitt mig minnir líka að ESB átti á sínum tím a að redda öllu hjá Skotum, ESB fórnar og uppsker, á því græða stjórnmála mennirninr. En við? hvað fáum við?

Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 00:17

44 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við fáum að  að gefa fiskimiðin. Er ekki sagt að sælla sé að gefa en þiggja?

Sigurður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 01:14

45 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það sem mér finnst hvað furðulegast hjá ykkur sem eru á móti ESB. Er óstjórnlega hræðsla ykkar við fiskveiðistefnu bandalagsins, sem eftir inngöngu hefur nær engin áhrif hér á landi.

Þið hafið bölsótast útí íslenska kerfið og allt ranglætið sem því hefur fyllt um langt árabil. Þið hafið séð hversu mikil eyðibyggðastefna hefur ríkt hér. Þið sjáið hversu hræðilega hefur gengið að auka við fiskveiðiheimildirnar sem bara hafa minnkað. Þið sjáið hvernig gjafakvótaklíkan hefur veðsett auðlindina og snýtir þeim sem leigja sér nokkur tonn til að bjarga sér og sínum og engin önnur ráð hafa. Þið eruð búin að röfla um þetta óréttlæti og þá forheimsku sem hér hefur ríkt í tvo áratugi en með engum árangri. Nákvæmlega engum. Því er það alveg furðulegt að þið skulið halda að það geti versnað við það eitt að ganga í ESB.

Þá er alveg magnað til þess að vita þið viljið ekki svo mikið sem athuga hvað okkur gæti staðið til boða með aðildarviðræðum. Þið eruð svo skíthrædd um að það veri stolið frá ykkur - rænd við samningaborðið Að útlendingar séu verri en íslenska gjafakvótaklíkan sem öllu ræður hér og hefur rúið ykkur inn að skinni. Þið eruð ekki einu sinni tilbúin til að kíkka fyrir hornið... því þið teljið ykkur vita hvar leynist þar. Mér finnst þetta vera svo mikill vesaldómur að ég skil ekki hvernig sum ykkar þorið útfyrir hússins dyr -  því þið gætuð verið rænd af útlendingum - sem allir sæta færis.

Það er fáránlegt að halda að eftir inngöngu komi hér erlendir flotar. Erum við ekki annars best í heimi og með besta kerfið. Eru ekki annars allir aðrir aumingjar en við, svo er að heyra.

Það liggur fyrir að útlendingar geta ef þeir vilja átt 49% í íslenskum útgerðum í dag. En hver er raunin? Þeir eiga ekki eitt kíló mér vitanlega. Er það vega þess að þeir vilja eiga meira? Nei. Þeir gætu þess vegna átt 49% í þeim tíu stærstu ef svo verkast vildi.  En hafa engan áhuga.

Þessi meinti áhugi útlendinga á að eignast íslenskar útgerðir og kvóta hér við land er bara bull og þvæla. Því skildu þeir vilja eignast kvóta hér sem er samkvæmt lögum sameign íslensku þjóðarinnar og er úthlutað til eins árs í senn? Hver er tilbúinn til þess að láta pening í íslenskar útgerðir sem skulda fimmfalda ársveltu sína hið minnsta? Nú veit ég ekki... en það hefur enginn útlendingur sýnt því hin minnsta áhuga þrátt fyrir að hafa mátt í gegnum EES samninginn gera það frá því 1994.

Þess vegna dreg ég þá einföldu ályktun að þessi hræðsla ykkar við útlendinga sem að sögn bíða í röðum eftir því sölsa undir sig auðlindina er þvæla. Þið finnið m.ö.o engan svo vitlausan útlending sem er tilbúinn til að setja einhverja fjármuni í íslenska útgerð - því miður. Og það er einfaldlega vegna þess að þessir meintu þjófar fá allan fiskinn okkar hvort eð er og án þess að þurfa að standa í því að gera út í öllum veðrum við Íslandsstrendur.

Þá er skipafloti Evrópu nær allur smábátar og það sem kalla má strandveiðiflota. Þeir fara ekki að sigla yfir hafið á mið sem þeir þekkja ekki og til baka aftur með nokkur tonn. Þeir bíða bara eins og þeir hafa gert eftir næsta gámaskipi frá íslandi og fá þannig allan þann fisk sem þeir þurfa, á því verði sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir hann ýmist frosinn eða ferskan. Því hef ég alltaf sagt að það voru Bretar sem unnu þorskastríðinn.

Gerið ykkur svo grein fyrir því að útlendingar eru að græða helling á auðlindinni okkar og það án þess að gera út eitt einasta skip. Þeir gera það með því að leggja til fjármagn. Með öðrum orðum þeir lána útgerðinni peninga og hirða þannig rentuna af auðlindinni. þeir fá fyrstir greitt og það örugglega. Með því að lána til útgerða eru tekjur þeirra gulltryggðar í gegnum bankakerfið. Þeir taka enga áhættu og þurfa ekki einu sinni að setja á sig gúmmívettlinga...

Þið þjófhræddu og þröngsýnu; Opnið augun.          

Atli Hermannsson., 13.2.2009 kl. 23:07

46 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hver er tilbúinn til þess að láta pening í íslenskar útgerðir sem skulda fimmfalda ársveltu sína hið minnsta?

Þá er langbest að setja þessar útgerðir á hausin, leyfa  ESB lánastofnunum[fjárfestunum með milligöngu kauphallar?] að taka skellinn.   Úthluta kvótann í nýjar útgerðir. Reynt að losa okkur við ESS og þeirra lánapólítík.

Ætli hræðsla við innlimun felist ekki í því að festist arðránið í sessi.

Kunna menn ekki að græða?

Júlíus Björnsson, 14.2.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband