Báðir hóparnir mótmæla eignaspjöllum

 Á Íslandi hefur  um nokkra hríð ríkt spilling og siðleysi með þeim afleiðingum að Íslendingar eru langskuldugasta þjóð veraldar. Flestir hagfræðingar eru sammála um að allt hafi þetta byrjað með kvótakerfinu.  Allir mótmælendur eiga það sameiginlegt að mótmæla eignaspjöllum. Stærstu mótmælin eru auðvitað mótmæli almennings gagnvart þeim stjórnvöldum sem hafa gert Ísland gjaldþrota hvort sem það hefur verið gert með vilja eða fyrir gáleysi. Þau mótmæli hafa góðu heilli farið ótrúlega friðsamlega fram og er það vel. Á því eru nokkrar undantekningar og full ástaða er til að mótmæla þeim líka og koma í veg fyrir  að slík mistök endurtaki sig. Það er örugglega best gert með öflugri og virkri samvinnu lögreglu og forystu mótmælenda. Þess sjást nú merki að mótmælin séu byrjuð að skila sér en vel að merkja ekki fyrr en meiri harka hljóp í þau, hvort sem menn flokka það sem tilviljun eða ekki.  Þannig virðist hik komið á stjórnvöld að afskrifa skuldir velþóknanlegra. Ennfremur hafa flestir fallist á kosningar og einn ráðherra hefur sagt af sér. Fregnir eru af að hundruð og jafnvel þúsundir milljarða af illa fengnu fé hafi með vitund stjórnvalda verið flutt í öruggt skattaskjól. Þetta er útilokað að rannsaka nema ný stjórnvöld komi að málum.

Burt með spillingaliðið hvar í flokki sem það stendur.

Áfram Ísland

 

hannesholmsteinn2

 

 

 

 Ráðsmaður í seðlabankanum fylgist áhugasamur með mótmælum.


mbl.is Mótmælt á tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sigurður sjómaður er eitthvað samhengi milli siðspillta kvótakerfisins og þess að það tryggi nógan afla á lámarksverðum í verksmiðjuliðið í ESB. Það munu nú vera aðal viðskiptavinir lágvörukeðjanna þar sem hann endar hjá að lokum. Viðskipti eru viðskipti á öllum tímum.

Áfram Ísland á friðsömum nótum.

Júlíus Björnsson, 25.1.2009 kl. 19:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að sjá ykkur bæði Ásdís og Júlli.

Það er langt síðan ég var kallaður Sigurður sjómaður en ég kann því vel enda var ég á sjónum frá unglingsaldri og gekk reyndar lengi undir þessu nafni.

Júlíus, þú ert skarpur náungi og ég fylgi þér ekki alltaf eftir, ég viðurkenni t.d. að' ég hef aldrei hugleitt þetta. Ég var upprunalega á móti kvótakerfinu af því að mér sveið að þurfa að henda fiski en áður en kerfið kom máttum við koma með allan aflann að landi. Það eru svo miklar sveiflur í hafinu sem enginn skilur eða sér fyrir. Fiskarnir hrygna tugmilljóna hrogna með ær á tvö lömb. Viðgangur seyðanna fer ekki eftir því hvað mörg hundruð milljarða fiska hrygna heldur eftir því hvernig hita- og átuskilyrði eru. Sjúkdómar sem geisa í hafinu fella svo stóran hluta stofnsins að svartidauði hjá mönnum blikna. Svo gjósa þeir upp aftur eins og hendi sé veifað.  Það þýðir ekki að bjóða mér upp á þau "vísindi" að um sé að ræða fasta tölu.  Þess vegna ætti að vera sóknarstýring því annars veit enginn hvort stofninn sé stór eða lítill.  (Ég veit að þú skilur þetta) 

Svo er ég auðvitað mótfallinn því að loka atvinnugreininni fyrir allri nýliðun.  Þetta varð til þess að ég fór að vinna annað en ég ætlaði mér.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hélt nefnilega að línuveiðar og smábátaveiðar tryggðu heimahöfn afla. Sem myndu auka atvinnuuppbyggingu í héraði. Til dæmis mætti vinna hluta alflans til frystingar [af raforku eigum við nóg]. Síðan þegar birgðir væru nógar mætti vinna úr hráefninu Lúxus frystivöru [beint í örbylgju ofninn t.d.] nota heiti plássins og hreinleika ímynd Ísland til stofna staðar útflutningsfyrirtæki  [alþjóðanetið] sem myndi svo í framhaldi selja lúxusvöruna inn á hátekjumarkaði um allan heim sem geta borgað í Dollurum. Auðvitað gæti verið um lítið magn á hvern stað. Og nokkur pláss gætu notað sama LOGO-ið eftir þörfum. Stöðunum væri allaf tryggður lágmarkskvóti. Afgangskvótinn af öllum heildarafla Íslands gæti svo endað í lávörukeðjum ESB sem fylgja kröfum neysluverðvísitölu OCED á hverjum tíma og þeim sveiflum sem fylgja eðlilega lágvörusölu á hverjum tíma. 

Stefna hægt og rólega frá látekjumörkuðum yfir í hátekjumarkaði.

Júlíus Björnsson, 25.1.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Júlíus, þar fyrir utan er línufiskur langbesti fiskurinn. Meðal annars þess vegna er ég hlyntur línuívilnun. (lítill tilkostnaður og besta hráefnið)

Sigurður Þórðarson, 25.1.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lífvænt er inn og sumir eiga alltaf pening og eru íhaldsamir á að veita sér það besta á hverju sem gengur.

Sumir segja að góð fisk prótein auki ævilengd og heilavirkni.

Júlíus Björnsson, 25.1.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband