Mótmælin báru árangur

Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar eru nú allar varnir að bresta hjá stjórnarflokkunum gegn því að halda kosningar í vor. Umræður féllu niður í dag en áætlaður er þingfundur á morgun þar sem forsætisráðherra mun gefa skýrslu um ástandið og mun stjórnarandstöðunni gefast möguleiki á að tjá sig.  Rætt er um að formenn flokka víki en mér  líst betur á utanþingsstjórn en að formennirnir standi álengdar með fjarstýringuna.

Forsetinn er lýðræðislega kjörinn og fullr-trúi allrar þjóðarinnar.

Hann hefur valt til að boða til kosninga:  24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.


mbl.is Rætt um efnahagsmál á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

heldurðu að þetta sé virkilega möguleika á meðan samfylkingin eigir von á því að fá sjálfstæðisflokkinn í ESB samvinnu?

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei, það eru að koma kosningar

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég sá undir eins að þyrfti harðjaxla í kreppu. Ákvarðanir teknar eins og í stórsjó. Hika er sama og tapa. Grúppuvinna og vinnuhópar voru fyrstu einkennin um vanhæfið. Sjálfstæðisflokkur átt að sparka fylkingunni út strax.  Taka þátt í uppsveiflu hægri afla allstaðar í kringum okkur.  

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Ég sá undir eins að þyrfti harðjaxla í kreppu. Ákvarðanir teknar eins og í stórsjó. Hika er sama og tapa."

þetta eru orð að sönnu. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 20:38

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar allt var að hellast yfir okkur var þetta lið enn að berjast við að komast í öryggisráðið. Pælduíþví

Hvað er Árni Matt að gera í ríkisstjórn í dag? Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn reyni ekki neitt til að bæta ímynd sína.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjómenskan er lifandi hagfræði hins venjulega heimilismanns. Ég fékk minn skerf af henni meira eða minna frá 12 -24. Var í sveit 6-10. Fyrir daga ESS.  

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 20:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleymum ekki veikindum ISG það setur strik í reikninginn, aumingja konan á erfitt núna.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 21:10

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru margir kvennmenn í  Fylkningunni verðugir fulltrúar hennar og einn jafnaðarmaður má missa sín þar sem það ætti ekki breyta meirhluta vilja  flokksins á öllum tímum.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband