Álverð þokast uppávið Ísland á ýmsa möguleika
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Íslendingar eru að sigla inn í kreppu og eru undir miklum þrýstingi að finna góð atvinnutækifæri. Undanfarið misseri hefur ál verið á brunaútsölu og lægst fór það fyrir um 3 vikum niður í 1465$ fyrir tonnið en hefur nú hækkað um rúma hundrað dali frá því verði eða í 1570$ pr tonn. Því er ljóst að samningsstaða Íslands gæti verið betri svo ekki sé meira sagt. Undanfarið hafa verið byggð álver í Kasakstan, Indlandi og Kína en búist er við frekari lokunum í Kanada og Bandaríkjunum snemma á þessu ári. Þess vegna má búast við að raforkusala Landsvirkjunar, sem rekin er með tapi fari aftur að skila hagnaði í næsta mánuði, enda eru framvirkir samningar hærri. Sjá hér
Fyrir skömmu ræddi Þórólfur Árnason forstjóri SKÝRR um þróun og möguleika hugbúnaðarins á Íslandi. Hann sagði að hugbúnaðarfyrirtækin hafi þrifist þrátt fyrir mjög hátt gengi en nú blómstruðu þau mörg hver, þar sem þau fengju helmingi fleiri krónur fyrir sömu vinnu. Hugbúnaðarfyrirtæki hafa vaxið án atbeina stjórnvalda og sá iðnaður er ein fárra atvinnugreina sem er að bæta við sig fólki núna.
Færeyingar sýndu fram á að sjávarútvegurinn getur skilað mun meiri arði ef hann losnar úr viðjum kvótans. Þannig myndi brottkastið hverfa og hægt væri spara dýrt og óskilvirkt eftirlitskerfi. Þá er hægt að veiða mun meira með því að grisja hval þó ekki væri nema lítilsháttar.
Verðsveiflurnar á áli sýna að við ættum ekki að sækjast eftir því sérstaklega að hafa fleiri álegg í einni og sömu körfunni enda er raforka eftirsótt í ýmislegt.
Losnum við úrræðalausu ríkisstjórnina og leyfum þúsund blómum að spretta
Lifi Ísland
Helguvík í gang 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri að setja raforkukapla yfir til annarra Norðurlanda og selja þeim raforkuna? Meira vit í því enn þessum álverum. Ríkið yrði að eiga kaplanna. Annars fer allt í hund og kött.
Fyrst menn gátu lagt síma kapla í eldgamladaga, ættu þeir að drullast til að setja rafkapla yfir hafið. Það eru sérstök skip sem rúlla þessum köðlum í sjóinn og á botninum eru kafarar sem negla þá niður. Ekkert mál..enn ekkert gert eins og venjulega. Bara talað og haldnir fundir.
Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 03:14
Óskar
Virðisaukinn af rekstri álvera hér á landi er margfaldur svo það væri óðs manns æði að selja rafmagnið beint úr landi.
Tryggvi L. Skjaldarson, 4.1.2009 kl. 08:49
Ég veit ekki hvort hægt sé að gefa sér svona fyrirfram Tryggvi. Þetta hlýtur að fara eftir verðinu sem fæst fyrir raforkuna. Framan af árinu og fram á haust var Landsvirkjun með þokkalegt og ágætt verð fyrir raforkuna frá Kárahnjúkum en núna er borgað með henni. Er ekki rétt að skoða alla kosti vel og vandlega? Hitt er annað að það er óþarfa áhætta tekin með því að eiga svona mikið undir álverum.
Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 10:17
Sammála, ekki öll eggin í sömu körfuna. Og við þurfum að selja raforkuna dýrar til stóriðju. Kvótan aftur til ríkisins, meðan við eigum hann hvort sem er, nú er lag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 13:46
Tryggvi L.Ð Geturðu sagt þetta á íslensku?
Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 15:02
Siggi: Það er nú meiri asnarnir sem þú ert með sem "kommentara". Ertu að safna ösnum?
Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 15:07
Takk fyrir kommentin Gulli, Ásthildur og Mannsi.
Skubb
Ég var í jólaboði um daginn og hitti innrásarvíking sem ætlar að setja upp koltrefjaverksmiðju á Íslandi.
Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.