"Víkingasveit Seðlabankans" lætur finna fyrir sér

c7fb4476ae5df9eccb35619765ed7dffEins  og sést á gekk hanskaklæddi maðurinn á myndinni um á vettvangi ógnaði og sló til mótmælenda. Þessi ógnvænlegi maður er enginn annar en Ólafur Klemensson hagfræðingur seðlabankans sem þarna kom uppábúinn til slagsmála ásamt bróður sínum. Vitni á staðnum sáu til ofbeldismannsins reyna að sparka í liggjandi mann, sem verið var að stumra yfir vegna piparúða.

Í lögum um opinbera starfsmenn er í 14. grein kveðið á um að starfsmanni sé utan starfsvettvangs óheimilt að aðhafast nokkuð það sem varpað geti rýrð á starf hans eða starfsgrein. í 21. grein sömu laga segir að verði starfsmaður uppvís að ósæmilegri, óhæfilegri hegðun eða ósamrýmanlegri starfinu skuli forstöðumaður veita honum skriflega áminningu.
Úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Opinberar starfskyldur þessa manns eru ekki þær að koma fram sem víkingasveit fyrir hönd bankans.  Með þessari háttsemi hefur maðurinn rýrt álit seðlabankans og því ber Davíð að veita honum skriflega áminningu.  Mun Davíð standast það álagspróf?

 motmaelanda_ogna_-1

 Hagfræðingur seðlabankans Ólafur Klemensson, lætur hendur skipta


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sendi eftirfarandi póst á olafur.klemensson@sedlabanki.is  fyrr í kvöld.  "Ekki líst mér á aðfarir þínar á mótmælafundinum á gamlársdag, þú ert að hnýta í
og hrinda fólkinu sem borgar launin þín."  Ég vona að fleiri sjái sér fært að senda manninum álit sitt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fínt hjá þér Jóna. ZZZZ

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 01:54

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Maður bara varla trúir hverjir þetta eru - eftir að hafa vart trúað eigin augum á vettvangi. - Ég sá mennina sparka til liggjandi fólks sem verið var að hlúa að og hrópa á það „gott á ykkur aumingjar“ - en satt að segja hélt ég að þeir væru í frí frá Kleppi um áramótin eða eitthvað slíkt.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 02:26

4 identicon

ekkert skritið að island er í kreppu ef svona menn eru að vinna fyrir seðlabánkan hann ætti að segja upp og það strax.ef ekki þá bara kæra hann og senda hann í fángelsi

arnar (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 02:35

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hlýtur að verða rekinn

Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 02:41

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég verð að hrósa þér fyrir snildar FYRIRSÖGN sigurður. Víkingarsveit seðlabanks lætur finna fyrir sér.

Það gat ekki annað verið en að, fólki almennt blöskraði þessir tilburðir. Þetta var algjörlega út í hött. Ég hef reyndar aldrei hlegið jafn mikið og fanst þeim mun fyndnara er kom í ljós að þessir bakkabræður eru hámenntaðir menn.  

Brynjar Jóhannsson, 3.1.2009 kl. 03:14

7 Smámynd: Hlédís

Ég hélt, er sá upptökuna fyrst, að eldri maðurinn væri e-r strætisróni að dandalast með stuttbuxnadrengnum sem ákallaði kommúnista  Frétti síðar að hér voru "virðulegir" bræður á ferð - annar embættismsður í Seðlabankanum. Ja hérna!

Hlédís, 3.1.2009 kl. 05:15

8 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Madur er kjaft stopp yfir hegdun tessara manna.

Jóna:Gott hjá tér ad senda tessum ofbeldisfulla ríkisstarfsmanni bref.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:40

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér Helgi fyrir þitt fróðlega innlegg og allar myndirnar.  Sjálfur var ég ekki á staðnum en það er ómetanlegt að fá heimildir frá mönnum eins og þér. Eru ekki allir aðrir fjölmiðlar reknir af skilanefndum bankanna og skipaðar af ríkisstjórninni?  Er hægt að brjóta grófar 14. og 21. gr. laga um opinbera starfsmenn? Lagabókstafurinn er skýr: Það ber að veita þeim skriflega áminningu, það eru lámarksviðbrögð. Sæll Brynjar og takk, mér finnst framkoma þessara manna sorgleg. Sæl Hlédís mér sýnist fátt virðulegt við þessa bræður. Jóna og Jyderupdrotning, það er að meinalausu að senda þessum mönnum bréf en mér sýnist aðallega þörf á að senda yfirmönnum þeirra bréf og minna á ákvæði laga um hegðun embættismanna.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 09:22

10 identicon

Glæpamenn við stjórn - ég tel þessa bræður regluna, ekki undantekningu.  Haldið þið enn að hvítþvottanefndir muni færa almenningi réttlæti? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 09:53

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Veist þú hverjir eru í hvítþvottarnefndinni? Ég var að heyra að það væri búið að skipa hana en hef ekki séð neitt um það í fjölmiðlum.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 10:05

12 identicon

Mér sýnist dómharkan hér vera ansi illkvittin - komandi frá manni sem var ekki á staðnum.  Hentar greinilega "vitnum" þarna að hafa þetta svona. 

Mega opinberir starfsmenn þá ekki hafa skoðun eins og aðrir?

Egill Helgason, sá ágæti maður, er opinber starfsmaður.  Hann má þá væntanlega ekki gagnrýna neitt??

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:27

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigrún Guðmundsdóttir, finnst þér það "illkvittnisleg dómharka" að finna að því að opinberir starfsmenn skuli ganga um og með hanska og reyna að snapa slagsmál á almannafæri? Ég trúi því varla að venjulegu fólki finnist í lagi að hafa uppi tilburði til að sparka í liggjandi og ósjálfsbjarga fólk. Reyndu að sýna það velsæmi að líkja ekki Agli Helgasyni við þessa ofbeldismenn. 

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 10:38

14 identicon

Það var tími til komin að einhver léti þessi óróaseggi fá það óþvegið, ég veit ekki hvað það á að þýða að setja klút fyrir andlitið, storma niður í bæ og láta eins og hálfviti. Það eina rétta væri að senda þennan skríl á eyðieyu og sjá hvort þessir vandræðaunglingar gætu séð um sig í smástund. Þetta er hyski sem lifir á foreldrum sínum og ríkinu. Meira af þessu!!!

Haraldur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 10:46

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka Haraldur fyrir að koma þinni skoðun á framfæri. Þú ættir kannski að skrá þig sem sjálfboðaliða í víkingasveit seðlabankans?

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 11:08

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Vona að ég þurfi ekki að fara í svæfingu á næstunni með líf mitt í höndum sumra.........

Rut Sumarliðadóttir, 3.1.2009 kl. 12:08

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hafðu engar áhyggjur það er nóg af góðum svæfingalæknum ég mæli t.d. með þessum hér

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 12:10

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ekki hefur maður mikið álit á hagfræðingum seðlabankans eftir sofandaháttinn þar á bæ í aðdraganda hrunsins, ef að fleyrir aular á borð við þessi smámenni vinna þarna er manni öllum lokið, Ólafur verður vonandi rekinn með skömm fyrir ofbeldistilburðina, en ætli það verði nú samt.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.1.2009 kl. 12:24

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Goggi og gleðilegt nýtt ár!  Satt segir þú en þó framkvæmdin varði við lög þá grunar mig að sumir muni reyna að skjóta sér hjá að taka á þessu.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 12:29

20 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Gleðilegt ár Siggi og takk fyrir þau gömlu. Varðandi fréttina þá þetta ráðslag í takt við hagfræði Seðlabankann. Það ríkir hnefarétturinn.

Rúnar Sveinbjörnsson, 3.1.2009 kl. 17:08

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Rúnar og gleðilegt ár. Maður hefði haldið að hagfræðingurinn væri bljúgur og kynni að skammast sín en því er greinilega ekki að heilsa.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 18:20

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Þetta er algjör viðurstyggð framkoma þessa manns sem er í vinnu hjá okkur þjóðinni. Því miður kemur oft í ljós ljótur maður sem menn hafa að geyma eins og í þessu tilfelli. Enginn mennskur maður sparkar í liggjandi mann.

Ráðamenn þjóðarinnar eru gjaldþrota með úrræði fyrir þjóðina. Það er eins og þeir hafi lært eina aðferðabók sem hljómar einhvern veginn svona: Hækka skatta á þá sem minnst mega sín, hækka matvöru, gjöld og tryggingar. Hækka bensín og áfengi sem er vísitölutryggt og hefur áhrif á vísitölutryggð lán landsmanna. 

Allt hækkar og kaupmátturinn lækkar. Þetta er það sem stjórnarhjónin og co. kunna. Tími til kominn að fá aðra til starfa sem drífa í að hjól atvinnulífsins fari í gang á ný í staðinn fyrir að ætla að senda atvinnulausa í skóla. 

Er með eina tillögu í lokin, veiða og veiða hval og gefa fólki hvalkjöt að éta. Fullt af fólki sem á ekki til hnífs og skeiðar. Öllum í hag, þorskstofninn stækkar á ný sem hefur í för með sér atvinnuaukningu.

Enn og aftur, svívirða sem þessi maður aðhefst í krafti embættis síns. Þeir eru greinilega ekkert vitrari þessir menntamenn en við almúginn.

Þessi maður uppskerir eins og hann hefur sáð til. Guð almáttugur sá til hans og þetta verður nú alls ekki reiknað honum til tekna. þannig er það með okkur öll ef við framkvæmum svona verk þá þurfum við að biðjast fyrirgefningar svo okkar himneski faðir taki okkur aftur í sátt.

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:34

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þitt langa og góða innlegg Rósa. Þessi maður mun hafa verið  svokallaður "sérfræðingur" seðlabankans í kvótamálum!

Hann átti að hafa gefið út að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið væri það besta í heimi og það færeyska afleitt.   Og nú þiggur hann aðstoð frá Færeyingum  það er engin furða að maðurinn geti ekki hamið sig.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 20:13

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mikið erv ég fegin að vera ekki á Íslandi Siggi! Þú veist hvernig ég er.

Hefði skotið hvern einasta lögreglumann með úðabrúsa eins og kindur. Betri enn skrifleg áminning.

Hann Davíð sem er snarruglaður dópari mun ekki gera neitt.

Það á að sitja fyrir þessum manni og berja hann í spað.

Frí frá seðlabankanum væri ágætt fyrir hann. Brjóta hendur og fætur og láta hann liggja einhversstaðar á spítala.

Vonandi er þetta nógu skýr skoðun. Þeir sem hafa eitthvað neikvætt að segja um mína skoðum geta hoppað upp í rassgatið á sér og falið sig þar, þangað til ég er farin aftur.

Þetta verður blóðugt ár á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 3.1.2009 kl. 21:04

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Mannsi, lögreglumennirnir eru bara að vinna vinnuna sína og það er ekkert unnið með átökum við þá, þvert á móti. Þeir eru örugglega jafn sektir og við út af hvernig er komið fyrir Íslandi. Ég heyrði í dag að það stæði til að Hörður Torfa og einhverjir fleiri ætli að vinna með lögreglunni að koma í veg fyrir meiðingar. 

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 21:25

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Líst vel á ef á að reyna að koma vitinu fyrir þá sem eru að skemma fyrir heildinni. Við náum engum árangri að vera með óeirðir og fremja skemmdaverk. Eigum alls ekki að taka starfsmann Seðlabankans okkur til fyrirmyndar.

það hljóta að vera til aðferðir sem hrífa.

Væri flott að fólk með vísitölutryggð lán tækju sig saman um næstu mánaðarmót og neituðu að borga af lánum.

Við viljum láta afnema að lánin séu vísitölutryggð. 

Við eigum ekki að borga brúsann fyrir Útrásarvíkinga en nú er samt þannig í pottinn búið að almenningur á að borga og borga og það er að sjálfsögðu út í Hróa Hött.

Ég er alltaf að lifa í voninni að hann Óskar fari að læra að nota önnur lýsingarorð. Ég lifi í voninni en ég viðurkenni að ég er alveg orðin gráhærð út af þessu og það er dýrt nú í krepputíð að þurfa að lita hárið.

Áfram með baráttuna.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:17

27 Smámynd: Jens Guð

  Miðað við hvernig innvígðir og innmúraðir í Svörtuloftum handstýrðu bankahruni Íslendinga og egndu Breta til að setja Íslendinga á lista yfir hryðjuverkamenn er næsta víst að Ólafur Klemensson verður hækkaður í tign. 

  Maðurinn er ekki heill heilsu.  En það á við um fleiri og háttsettari í Svörtuloftum.

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 22:28

28 Smámynd: Jens Guð

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 22:34

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa, það er best að kristilegu kærleiksblómin fái að spretta. Lögreglumennirnir eru margir bestu vinir okkar eins og hann Geir Jón blessaður sem er nú reyndar frændi minn.  Þú ert nú svo mikil guðskona þú ættir að kannski að hafa forgöngu um bænastund og bænarefnið væri geðheilsa ofbeldismananna og þeir snú sér til betri vegar.  Mannsi, þú heyrir þetta ekki valda Rósu óþarfa fjárútlátum.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 22:34

30 Smámynd: Jens Guð

  Einstæð 6 barna móðir,  Sólveig Austfjörð,  skrifaði stutta bloggfærslu í fyrravor.  Þar fordæmdi hún ofbeldi,  valdníðslumenn,  perra og nauðgara.  Hún nefndi engin nöfn.

  Ólafi Klemenssyni þótti að sér vegið og svaraði af hroka og yfirlæti þess sem yfir "skrílinn" er hafinn:

  "Ég hef aldrei séð önnur eins ókjör af stafsetningarvillum eins og þínum skrifum"

  Bloggfærsla Sólveigar var þó ágætlega skrifuð miðað við það sem gerist og gengur.  Stafsetningarvillur ekki áberandi.  Alls ekki.  Sjálfur klikkaði hinn hortugi Ólafur á að setja punkt (eða annað greinarmerki) á eftir fullyrðingu sinni.

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 22:46

31 Smámynd: Jens Guð

  Í haust skrifaði Einar Bragi,  skólastjóri og saxófónleikari,  litla blogghugleiðingu um að að Sjálfstæðisflokkurinn væri réttnefndari Sjálfstæðismannaflokkurinn.  Ólafur Klemensson brást við hinn drambsamasti og gerði - í vinnutíma í Svörtuloftum - þessa athugasemd:

"Hvernig væri að láta einhvern lesa yfir pistla þína og laga stafsetningarvillur"

  Þarna klikkaði hinn ofbeldisfulli Ólafur á spurningarmerki.

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 22:53

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jens og takk fyrir þín fróðlegu innlegg. Ég hitti fólk í dag sem fullyrti að ofbeldismennirnir hefðu sparkað í liggjandi fólk meðan það þáði aðhlynningu. Dapurlegt þykir mér að heyra þetta og ekki bætir úr að annar þessara manna er læknir. En hún Rósa okkar mun áreiðanlega biðja fyrir heilsu þeirra.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 22:55

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, þú ættir að lesa pistil Sigurjóns um þennan undarlega seðlabankamann.  Mér skilst að hann hafi verið einhverskonar "sérfræðingur "  seðlabankans í kvótakerfinu sem nú er gengið sér til húðar.  "Sérfræðingurinn" gaf það út að sögn að kerfið væri afbragð en kerfi Færeyinga að sama skapi glatað.

Nú ganga  þessir ógæfumenn með betlistaf fyrir hvers manns dyr m.a. Færeyinga.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 23:02

34 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  ég hef lesið pistil Sigurjóns.  Ég kannast líka við að ósannindamaðurinn Ólafur Klemensson hafi haldið því fram í útlendum fjölmiðlum að kvótakerfið njóti stuðnings meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Jens Guð, 3.1.2009 kl. 23:10

35 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alveg makalaust að að þessi sannleikshagræðingur skuli vera mærður af innvígðum og innimúruðum. Seðlabankinn borgar honum örugglega fyrir að koma þessu á framfæri við útlendinga. Gott ef Hannes Hólmsteinn bankaráðsmaður hefur ekki verið að halda einhverju svipuðu fram í útlöndum. Hann ætti að fá Morgunblaðið til að hjálpa sér við að koma þessum boðum til íslensku þjóðarinnar. 

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 23:48

36 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Sæll Siggi. Eftir höfðinu dansa limirnir. Annars hryllir mig við þeirri staðreynd um annar fasistabróðirinn er starfandi læknir.

Mikið öfunda ég annars hann Mansa að hafa komið sér af skerinu í tæka tíð.

Kjartan Sæmundsson, 4.1.2009 kl. 01:32

37 Smámynd: Hlédís

Óskar - Mannsi!    Gleðilegt ár og kveðja til konunnar sem þú segir að reyni að hemja þig soldið      Mér líkar meginafstaða þín gagnvart lýðnum sem veður og hefur lengi vaðið uppi á Íslandi - Vona samt, eins og Rósa og fleiri vinir þínir, að þú hemjir skrif um að ganga alvarlega í skrokki á þessum eymingjum! Þeir eiga ekki skilið að gerast píslarvottar - og svo þarf Rósa að halda sínum háralit.

Hlédís, 4.1.2009 kl. 02:00

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Kjartan minn!

Hann Mannsi er eins og korktappi sem flýtur og þó hann fari niður þá gerir það ekkert til því hann kemur upp aftur. já mér skilst að hann svæfi fólk. 

Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 02:01

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að vinna með lögreglunni! Hver trúir henni? Ég hef verið "svæfingalæknir" fyrir sænsku lögguna og ætla ekkert að útskýra það nánar.

Enn það er alveg á hreinu að það spreyjar enginn á mig pipar án alvarlegra afleiðinga...alveg lágmarg að taka þessa lögreglumenn og setja þá í gapastokk...uss..

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 02:53

40 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hlé-Guðm. Ég er alltaf að hemja mig. Gleðilegt ár til þín líka og takk fyrir fallega kveðju. Ég veit að ég er að gera Rósu gráhærða, enn það er ekkert að þeim lit.

Ég skulda henni háralit...er það ekki?

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 02:59

41 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Óskar reyndu svo að finna ný lýsingarorð á nýju ári annars missi ég kannski allt hárið líka og þarf að fá hárkollu.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2009 kl. 13:03

42 Smámynd: Halla Rut

Hvernig haldið þið að þessi maður sé heima hjá sér?

Halla Rut , 4.1.2009 kl. 15:43

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það nú meira hvað þið hamist í honum Mannsa, Rósa og Hlé Guðm. Vitið þið  ekki að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja en þar fyrir utan er hann Mannsi algerlega meinlaus. 

Halla ég þori ekki að giska á það.

Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 16:36

44 Smámynd: Hlédís

Siggi Þ.!   Mannsa líkar þessi áhugi okkar Rósu örugglega vel! Enda er hann af góðu sprottinn.       Dagfarsprúður mun maðurinn heima - oftast - Halla Rut! 

Með baráttukveðjum, Hlédís

Hlédís, 4.1.2009 kl. 20:45

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er heima hjá mér Halla Rut, kurteis, ákveðin og góður við alla. Skaut einn hund og Copru slöngu. Hundin skaut ég af því það þarf að fækka þeim og hann var drepleiðinlegur.

Copruna skaut ég af því ég hef gaman af veiðum. Þarft ekki að hafa áhyggjur af mér og fjölskyldu minni. Ég er með kurteisara fólki enn tala ekki góða íslensku lengur. Þetta er líklegast eitthvað togaramál sem ég tala. Siggi stýrimaður kann þessa mállýsku.

Ég fatta ekki af hverju ég fæ svona krítik? Hvað er það eiginlega sem fer svona í taugarar á fólki? Talsmátinn?   

Siggi þekkir mig síða nítján hundruð og súrkál. Það er alveg rétt að ég er algjörlega meinlaus nema í varnarstöðu.

Þá ert ég ekki meinlaus. Ég æfði mig að skjóta frá því ég var 6 ára á vestfjörðum. Skaut á ref og mink. Nú er búið að friða ref. Algjör ráðgáta fyrir fólk eins og mig.

Næst verður minkur friðaður í hænsnabúum. Mikið vit á Íslandi í dag. Blah..

Siggi er heiðursmaður og búin að læra að tala land-íslensku. Ég missti af því, vegna þess að ég fór 1988 til Svíþjóðar og hætti að tala íslensku. Kann ekkert annað mál enn þetta.

Vonandi er ég samt skiljanlegur enn. Eða hvað Siggi?  Að ég sé ruddi og vinni við ógeðslega hluti, er bara vinna. Ég hef sama og ekkert unnið í 5 ár. Bara rétt til að skrimta fjárhagslega.

Bloggið á ekki að vera neinn málvöndunarskóli. Þú ert nauðalík f.v. konunni minni Halla Rut, og það er stórt komplimang. Við bjuggum saman í 25 ár.;)

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 21:06

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega rétt Hlé-Guðm. Og takk fyrir að taka upp hanskan fyrir mig. Megi ég brenna í helvíti ef fólk trúir þessu ekki! Siggi veit þó eitthvað.

Hvaða kona vil búa með manni sem sefur með skammbyssu í hendinni og hún sjálf með automatiska haglayssu sín megin! Enn hvað ég skil hana. Lífverðir kostuðu þreföld verkamannalaun á Íslandi. Í hverjum einasta mánuði! Það er ekkert líf fyrir barnafjölskyldu.

Krakkarnir farnir að finna skammbyssur um allt hús. Við bjuggum í 556 fermetra húsi með sundlaug í stofunni með arinn sem hægt var að standa uppréttur í. Það er vel borgað þegar maður nennir að vinna mína vinnu.

Allt þetta er rétt og Siggi veit það. Konan mín, þ.v. (er giftur aftur) hlóð sjálvirka haglabyssu með þvílíkum hraða, að ég hef ekki séð neinn gera annað eins! Hún vildi aldrei skammbyssu, bara haglabyssu. Veit ekkert hvers vegna. Hun er íslenks, og alinn upp í Moskvu í KGB hverfi..  

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 21:26

47 Smámynd: Óskar Arnórsson

..bara svona dæmi: " Mig langar að sjá Seðlabankann skotið út fyrir gufuhvolfið" og svo geta þeir, allt staffið,  kjaftað um penngamál innan um gerfitúnglinn

Ég á bara ekki fyrir 4 miðum hjá NASA! Enn ég veit hverjir eiga að  vera farþegar....Siggi líklegast líka...Húsið má standa þar sem það er...þarf bara að mála það....

Óskar Arnórsson, 4.1.2009 kl. 21:46

48 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ég held að Halla Rut hafi verið að meina Ólafur Klemensson þegar hún spurði "Hvernig haldið þið að þessi maður sé heima hjá sér?" - en ekki þú Óskar Arnórsson

Þór Jóhannesson, 4.1.2009 kl. 22:14

49 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlé-Guðm, Mannsi og Þór takk fyrir skrifin.

Ég er innilega sammála Þór um að Halla er pottþétt að meina Ólaf Klemensson enda kemur það fram á blogginu hennar. Ef ekki væru til verri menn en hann Mannsi væri heimurinn alveg sérlega friðsamur og í raun skemmtilegur náungi.

Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 22:44

50 Smámynd: Sigurður Þórðarson

p.s. fyrirgefið það vantaði inn í síðustu setninguna , sem á að vera svona: því hann er í raun þægilegur og skemmtilegur náungi

Sigurður Þórðarson, 4.1.2009 kl. 22:47

51 Smámynd: Jens Guð

  Heima hjá sér gengur Ólafur gæsagang í hlýrabol svo húðflúraði hakakrossinn á handleggnum á honum njóti sín.  Lilja Guðrún,  leikkona,  hefur sagt frá því þegar Guðmundur Klemensson var krakki að sniglast með pabba sínum í leikhúsinu þá hafi hann sagst ætla að verða nasisti eins og Óli bróðir sinn.

  Þó að bræðurnir séu Klemenzsynir þá skrifa þeir sig Klemenssyni til að geta skrifað SS eins og Stormsveitir Hitlers voru merktar.

Jens Guð, 4.1.2009 kl. 23:25

52 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ert þú viss um þetta Jens?

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 00:20

53 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þessi Seðlabankavinnumaður virðist ekki vera heill heilsu eins og margir aðrir þar...Davíð og Hannes t.d...

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 05:36

54 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jens Guð bullar ekkert út í bláinn Siggi...getur verið öruggur um það...

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 05:38

55 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jahérna!!

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 06:22

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jahérna! gastu ekki komið með neitt gáfulegra Siggi? ;)

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 08:28

57 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hélt að Halla Rut væri að setja út á mig..

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 08:31

58 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar, bloggfærslan fjallar ekki um þig og þú sér þetta ennþá greinilegar ef þú opnar á bloggsíðu hennar.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 10:23

59 Smámynd: Hlédís

Jahjerna! finnst mér einmitt svo ágætt orð - þegar maður "á ekki orð" ;)

Hlédís, 5.1.2009 kl. 11:22

60 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú, jæja..

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 12:32

61 Smámynd: Halla Rut

Come on Óskar.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 14:07

62 Smámynd: Halla Rut

Maður á sjötugs aldri, sem af svo litlu, hrindir og ógnar ungri stúlku með vindil í kjaftinum, er ekki að bera við sig ofbeldi í fyrsta skipti, svo mikið er víst. Manngerðin er augljós öllum sem sjá.

Halla Rut , 5.1.2009 kl. 14:10

63 Smámynd: Hlédís

Rétt hjá þér, Halla Rut!   Dusilmennið með vindilinn, og stuttbuxnadrengurinn, bróðir hans, eru greinilega í þjálfun.

Hlédís, 5.1.2009 kl. 14:34

64 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er mikið gert úr tilburðum hagfræðings Seðlabankans en skv. frásögn starfsmanna Morgunblaðsins sem voru þarna á staðnum og ég hitti í dag, þá var það læknirinn sem reyndi að sparka í liggjandi pilt, sem lá óvígur og verið var að stumra yfir.

Læknir!

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 15:35

65 Smámynd: Hlédís

 Því trúi ég á starfs"bróður"-inn.    Var einhver að nefna að bræður þessir hlytu að vera ættleiddir?  - Þeir eru að minnsta kosti nokkuð langt leiddir!

Hlédís, 5.1.2009 kl. 16:04

66 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rétt giskað hjá Höllu Rut. Þarf að athuga heimilisaðstæður hjá þessum manni. Skoða kjallarann hjá honum líka.

Sorry Halla Rut. Eg er eitthvað viðkvæmur þessa dagana..

Ætli nokkur af marskálkum Davíðs sé í lagi?

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 16:50

67 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hlé-Guðm. Þú ert yndisleg! Mér finnst kommentinn þín alltaf jafn beitt! Elska þig fyrir það.. ;)

(ég er með leyfi að elska eins mikið af konum og ég vill, bara ekki hitta þær! Frúin er búin að setja þessi lög um mig ;)

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 16:54

68 Smámynd: Hlédís

Mér er hlýtt til þín líka, Mannsi! - viss um að Frúnni þykir það hið besta mál!

Hlédís, 5.1.2009 kl. 17:01

69 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér þykir vænt um það Hlé-Guðm. Konan heimtar að vita allt um konur sem ég skrifa til. Þú ert samþykkt!

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 17:57

70 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hið sorglega er að gerast - þöggunin hefur tekist og enginn eftirmáli virðist ætla að verða að málinu annar en sá að hinn virti Ólafur fær birta frétt um að hann hafi verið að verja sig.

Allt annað þaggað og enginn af sjónvarpsmiðlunum ætlar að fylgja málinu á eftir!

Svona er réttlætið í þessum heimi okkar

Þór Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 18:50

71 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hafðu ekki áhyggjur af þessu Þór Jóhannsson. Bloggheimar loga og þeir loga glatt.  Það er sama hvar þú kemur það vita allir af þessu.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 21:00

72 Smámynd: Þór Jóhannesson

Vissulega Sigurður Þórðarsson - en samt sem áður sitja báðir bræðurnir sem fastast í sínu stafi og hlæja af "kommúnistadrullusokkunum" sem ertu brjálaðir á netinu!

Þór Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 21:11

73 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þarna er ég innilega ósammála þér Þór Jóhannesson. Þeir urðu sér rækilega til skammar og ef þeir eru þvílíkir einfeldningar að þeir hlæja að því, þá væri beinlínis ljótt að útskýra fyrir þeim í hvaða stöðu þeir eru.  Ég held að þú myndir ekki vilja skandalisera svona og þurfa að mæta í vinnuna daginn eftir allavega ef þú ynnir annarsstaðar en í seðlabankanum. Eða hvað?

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 21:42

74 Smámynd: Jens Guð

  Eins og Óskar bendir á þá er þetta tilfellið.  Full ástæða er til að hafa áhyggjur af framgöngu litla kúts,  svæfingalæknisins,  við sofandi sjúklinga.  Maður sem fullur af heift og hatri sparkar í ósjálfbjarga fólk sem hefur fengið piparúða í augun er ekki í andlegu jafnvægi. 

  Reyndar virðist það vera ástæðan fyrir að enginn lamdi þessa vesalinga að mótmælendur gengu út frá því sem vísu að þetta væru útigangsmenn í annarlegu ástandi.

Jens Guð, 5.1.2009 kl. 22:12

75 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ánægður með að enginn lét þessa óróaseggi espa sig til átaka.  En ég er ósammála þér Jens að við getum gefið okkur að engin eftirmál verði af þessu. Kannski biðjast þeir afsökunar?

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 22:24

76 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann verður rotaður einhverstaðar Siggi...:að eru margir "Eddar" í gangi núna og þú veist hvað það þýðir...ekkert "elsku mamma"...eiginlega leiðinlegt.

Óskar Arnórsson, 5.1.2009 kl. 22:46

77 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vil engu spá um það. En burtséð frá því þá´sakna ég alltaf Edda. Hann var rosalega einlægur og það var algjör óþarfi að lenda í veseni við hann. Eiginlega var hann bæði góður og hjálplegur í sér og þess vegna skildi ég aldrei hvers vegna svona margir voru hræddir við hann.

Sigurður Þórðarson, 5.1.2009 kl. 22:54

78 Smámynd: Jens Guð

  Siggi,  þú ert aldeilis bjartsýnn að ætla siðblindum nasistum í verulegu ójafnvægi að biðja afsökunar.  Ég tek undir með Mansa að líkurnar eru 10:1 á að þeir verði áður rotaðir einhversstaðar.  Af því að þeir voru/eru ekki þeir vönkuðu útigangsmenn sem 500 mótmælendur héldu að þeir væru er næsta víst að fólk heilsar þessum vesalingum öðruvísi næst þegar þeir fara í nasistahaminn.

Jens Guð, 6.1.2009 kl. 00:14

79 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, ég hef svo sem heyrt fleiri segja þetta.  Ef þetta er þannig vona ég að þeir haldi sig innandyra.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 00:40

80 identicon

Fyrst, flott að þetta blogg heldur þessu rugli í dagsljósinu.  Mogginn getur ekki lokað á svona þó ekki megi tengja á fréttina.

Nú ég er búin að spila þessar upptökur aftur og aftur úr sjónvarpinu.  Það væri nú gaman að sjá hvort ekki sé til meyra myndefni.  Síðan má þá ásaka yfirmenn í seðlabankanum um vanrækslu á skyldum ef þeir veita ekki amk áminningar.

Jón (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 01:25

81 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eddi rotaði bara löggur Siggi. Enda pyntingar ekki hættar í yfirheyrslum og í fangelsum eins og þú veist.

Ég var sjálfur vittni að því á Litla-Hraini þetta ár sem ég var að vinna þar. Ekkert hægt að kæra neitt.

Það fuku nú samt 2 yfirmenn og einn fangavörður af mínum völdum. Ég vildi láta handtaka a.m.k 10 stykki starfsfólk.

15 þús. á tíman fyrir þetta rugl! Sömu laun og ég var með 1988 í Svíþjóð! Mað breytist í asna af því að koma til Íslands....

Óskar Arnórsson, 6.1.2009 kl. 04:10

82 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdirnar Jón og Óskar.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 06:53

83 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eða var það kannski Jón & Óskar?

Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 11:45

84 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er mið nótt í Thailandi núna. Copran sem ég er bíða eftir er á hreyfingu. Hún er samt langt inn í grasinu. Ég er með tvo sterka ljóskastara þegar hún kemur. Ég næ henni! Þetta er mesta spenna sem ég get leyft mér!

Sorry Siggi að þetta skuli ekki vera í samræmi við pistilinn. Læt þig vita hvernig fer...

Óskar Arnórsson, 6.1.2009 kl. 13:33

85 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er allt í lagi Mannsi. Ég hef bara gaman að heyra frá þér.

Farðu varlega og hafðu það gott.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2009 kl. 14:39

86 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég náði henni Siggi! 1 meter og 30 cm er hún! Hausinn sprakk því ég var búin að saga oddinn af kúlunni.

Nú verður veisla. Mér finnst Copra góður matur. Þú þarft að koma með mér einhverntíma á veiðar.

Nú fer ég heim og ætla að sofa með aircondicion. Þvílykkt kick að veiða! Ég er a.m.k. 50 eða 100 móskítóbit eftir þessa ferð. Enn mér er alveg sama um þau.

Hún reisti sig um leið og ég kveikti á tveim ljóskösturum. Þær eru hættulegar, enn forheimskar þessar slöngur.

Það verður líka að vera gaman ;)

Óskar Arnórsson, 7.1.2009 kl. 04:56

87 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er algjörlega nýtt fyrir mér.  Er þetta ekki hættulegt, hvað gerist ef þú færð slöngubit?

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 09:06

88 Smámynd: Óskar Arnórsson

Oftast drepst maður bara, fer eftir hvaða slanga bítur. Ég er búin að fá eitt bit, varð svona eins og draugfullur með ælupest. Hroðaleg líðan!

Enn þær eru taldar "hættulausar" á þessum slóðum. Ég varð fárveikur.

Svo eru hér slöngur sem gleypa villisvín, hunda, börn og allt sem þeir sjá. Stoppaði fyrir einni svona á hraðbraut, og náði hún yfir báðar akgreinar.

Svo þegar þær eru saddar, er hægt að klappa þem eins og beljum.

Alla vega skemmtilegra enn að vera innan um "slöngur" sem lítur út eins fólk..... ;)

Þú veist hvað ég hef verið að vinna við. Hættur!

Óskar Arnórsson, 7.1.2009 kl. 09:33

89 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fróðlegur pistill hjá þér. Ég verð að koma og skoða þetta.

Sigurður Þórðarson, 7.1.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband