Nakinn maður kemur fram fyrir hönd Íslands

cci-aft-20081227-1-_261821m.jpgPáll Skúlason fyrrum háskólarektor var ágætur í viðtali hjá Evu Maríu á sunnudaginn. Sjá hér  Hann talaði fyrir gömlum gildum um samvinnu og samhjálp sem hafa orðið útundan í græðgisvæðingunni sem nú hefur orðið okkur að falli. Hann talaði líka um spillingu, sem væri umtalsverð en taldi að flestir stjórnmálamenn vildu vel þó þeir hefðu sofið á verðinum og gerst sekir um landráð af gáleysi. Sá sem mesta sök ber er auðvitað sjálfur forsætisráðherrann sem hafði yfirumsjón með því að einkavinavæða bankana á sínum tíma meðan hann var fjármálaráðherra.

Helstu rök Geirs gegn kosningum eru þau að hann sé svo mikilvægur til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar. Myndin birtist í stærsta dagblaði í Noregi.


mbl.is Togast á um Icesave-kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ábyrgð Geirs er ekki lítil - en það var viðskiparáðherra sem annaðist einkavæðingu bankanna, breddan Valgerður. Sú ákvörðun var afleiðing af inngöngu okkar í EES. Eins og Jón Baldvin sagði: "Allt fyrir ekkert".

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kristinn, er áramótaballið byrjað hjá þér?

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, Valgerður var bankamálaráðherra og Geir einkavæðingarráðherra en það voru Halldór og Davíð sem véluðu um málið og sömdu um helmingaskipti. Landsbankinn var stærri sneið en Búnaðarbankinn og því var VÍS skorið af Landsbankanum og Finnur settur yfir alla þá sjóði, sem rýrnuðu meðan hans eigin vasar kýldust. Hreinn Loftsson sagði upp en flestir stjórnarliðar litu undan og boruðu í nefið. 

Kristinn ég kannast eitthvað við að flestu kvennfólki finnist sexý að karlmenn séu "borubrattir" þ.e. séu brattir við að bora. 

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð hugleiddi hvort ekki væri rétt að setja lög um dreifða eignaraðild að bönkunum, illu heilli varð ekki af því. En ég held að "Kristinn" þessi sé einhver gamansamur gaur úti í bæ....búið að loka síðunni.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Baldur, þetta eiginlega ekki fyndið.  Það eina fyndna við málið er að ég lét blekkjast.

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Uss, það er alltaf verið að plata okkur smælingjana.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 23:42

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér skilst að það sé saknæmt að birta skrif undir nafni annars manns. Skrítið að taka slíka áhættu til þess eins að vera með aulafyndni.

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er aldrei tekið á einu eða neinu hér á landi.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið til í því Baldur. Spurningin er hvort það sé af umburðalyndi eða andvaraleysi?

Sigurður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Leti. Ég á kunningja sem hefur unnið í einu ráðuneytanna og að auki hjá opinberri stofnun sem er oft í fréttum. Allt starf er þarna mjög óskilvirkt, lítil afköst, léleg stjórnun, lélegt skipulag. Þarna vinna mestan part tossar úr kjaftadeildum háskólanna, einskis nýtt fólk.

Baldur Hermannsson, 31.12.2008 kl. 00:19

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glæsileg mynd

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:36

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Jobsbók 1:21

"Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins."

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 00:39

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rósa, þakka þér fyrir þessa merkilegu Biblíutilvitnun.

Sigurður Þórðarson, 31.12.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband