Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus.

Það er eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus, hann er alþýðlegur maður sem hefur alltaf nennt að vinna. Velgengni sína í verslun á hann meðal annars að þakka góðu starfsfólki, sem hann umgengst sem fremstur meðal jafningja.  Fyrir fáum árum var verið að selja ávexti %7Bcbd2e2f7-b1e8-4e60-8993-8de9c9fe0b38%7D_bonusum allan bæ á svipuðu verði og plastpokinn sem þeir fylltu. Þá gengu starfsmenn samkeppniáseftirlitsins brosandi út úr búðum með jafn fullar körfur og hinir.  Núna er Bónus sektaður fyrir að selja ódýra mjólk. Reglur þurfa að vera skýrar og beiting þeirra má ekki vera handahófskennd.  Getur verið að þetta harða viðbragð yfirvalda  núna gegn Bónus sé tekið undir áhrifum bankakreppunnar?


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sumsstaðar úti á landi, þar sem Sambandið réði lögum og lofum, voru smákallar að reyna að koma undir sig fótum með verslun eða þjónustu. Væru þeir ekki Framsóknarflokknum þóknanlegir voru þeir miskunnarlaust stráfelldir með undirboðum sem giltu meðan þeir voru að geispa golunni. Undirboð af þessu tæi eru stranglega bönnuð í öllum siðuðum samfélögum enda eru þau tæki til þess að viðhalda kúgun og einokun og eiga ekkert skylt við örlæti eða umhyggju fyrir lítilmagnanum.

Baldur Hermannsson, 20.12.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir athugasemdina Tinna  ég er sammála þér margir fóru óvarlega en eftirlitskerfið hrundi og ráðamenn lokuðu augunum en ríkisstjórnin átti aldrei að samþykkja að íslenska þjóðin tæki ábyrgð á öllum þessum skuldum. Það var glapræði enda er útilokað að við getum borgað þetta.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 01:20

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, við áttum enga kosti í stöðunni nema þann einn að gefast upp. Annars hefðum við verið flæmdir úr Evrópska efnahagssvæðinu og verið algerlega einangraðir hér á klettinum. Engin þjóð hefði fengist til þess að lána okkur peninga. Við hefðum soltið í hel. Auðvitað borgum við þetta en það tekur tíma og við verðum líklega ansi blönk á meðan.

Baldur Hermannsson, 20.12.2008 kl. 01:27

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef líka alltaf nennt að vinna en ekki grætt svona mikið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldur,

Ég er alveg klár á  því að undirboð eru ólögleg en það verður að líta á málið í stærra samhengi. Við vitum vel að fyrirtæki nota allskyns gulrætur til að fá viðskiptavini inn í búðir eða til að koma á viðskiptum. Í þessu tilviki var það ódýr mjólk. Hvað með bílaumboð sem gefa dekk eða selja dekkjaumgang á þúsundkall ef þú kaupir nýjan bíl. Er þá ekki verið að selja dekkin undir kostnaðarverði? Ég gæti talið upp milljón svona hliðstæð dæmi úr viðskiptalífinu. 

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Augnablik Siggi.

Ert þú virkilega að dásama hið óheilbrigða markaðsþjóðfélag einokunar sem Bónus, síðan Baugur og Gaumur og Fl group og Straumur og Stoðir og Gaumur og ........ man ekki meira af nafnasafni fyrirtækja í bili ,

tilheyra ?

Sjálf vann ég með Jóhannesi í gamla daga í SS, áður en hann fór þaðan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.12.2008 kl. 01:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jakobína, þetta mál fjallar ekki um of mikinn gróða heldur skort á gróða af mjólk.  

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 01:35

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jóhannes er eitt af andlitunum, og gerir alveg örugglega sitt besta. Geðþekkur og skemmtilegur náungi sem hefur gaman af því sem hann er að gera hverju sinni. Einn af mörgum starfsmönnum fjármálasamsteypunnar.  Hver á hvað er allt mjög óljóst. Algjör tímaeyðsla að vera að persónugera erfileika íslensku þjóðarinnar og velta sér upp úr tilfinningum. Það eru róttækar skipulagsbreytingar sem þurfa að eiga sér stað ef hér á að vera arðbært samfélag allra í framtíðinni. Áður var þörf nú er nauðsyn.

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 01:38

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Guðrún María og takk fyrir innlitið.

Þú dregur víðtækar ályktanir af því sem ég var að segja. Þetta tiltekna mál fjjallar um verðlagningu á mjólk.

Sjá hér

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 01:48

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, það þarf að byggja upp heiðarlegt Ísland en til þess þarf heiðarlegar og almennar reglur en ekki populístísk og tilviljunarkennd viðbrögð. Sú var tíðin að þessi sama Samkeppnisstofnun leyfði að stórfyrirtæki auglýsti að lífrænt ræktuð og heilnæm vara sem ég seldi væri ræktuð í menguðum jarðvegi með' miklu magni skordýraeitri.

Samkeppnisstofnun skipti ekki um skoðun fyrr en umboðsmaður Alþingis og Hæstiréttur höfðu tjáð sig um málið.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 02:00

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tinna, hvað meinar þú? Ertu að tala um samkeppnisstofnun eða Bónus?

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 02:24

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Sigurður?

Heilbrigð samkeppni þar sem minnst 21 aðili eru í samkeppni á heiðarlegum grunni má líkja við fótbolta. Mannlegt og skemmtilegt. Við eru víst komin með 12 háskólasetur. Við höfum ekki efni á því að flytja fé úr landi í stórum stíl í framtíðinni. Lífið og skólinn þetta á allt að vera einn leikur.

Varð ekki stórfyrirtækið að sanna mál sitt til komast hjá sektum?

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 04:05

13 Smámynd: Sigurjón

Þú fjallar um Jóhannes á allt öðrum forsendum en á verðlagningu hans á mjólk, enda er verðlagning á mjólk UNDANSKILIN samkeppnislögum.  Það er ein hlið á málinu.  Þú segir að Jóhannes sé svo geðugur maður, en þegar fólk nefnir hans ólögmætu viðskipti, nefnir þú að málið snúist um verðlagningu á mjólk...

,,Samkeppnisstofnun skipti ekki um skoðun fyrr en umboðsmaður Alþingis og Hæstiréttur höfðu tjáð sig um málið."  Segir það eitthvað um getuleysi samkeppnisstofnunar?  Hefur Bónus, Baugur eða eitthvað fyrirtæki tengt þeim fengið einhverja aðra en neikvæða dóma frá samkeppnisyfirvöldum?

Ekki aldeilis!

Sigurjón, 20.12.2008 kl. 06:14

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sæll frændi.

Ég trúi því ekki að fólk trúi því að það sé lögð fram kæra á Bónus "fyrir að selja ódýra mjólk" einsog þú orðar það og einsog fréttamaðurinn orðaði það á Baugsmiðlinum Stöð 2 (sá fréttamaður er fyrrum aðstoðarmaður Jóns Ásgeirs). Bónus (Hagar) fékk á sig þessa "ósanngjörnu" kæru einfaldlega vegna þess að þeir hafa verið að beita yfirráðandi markaðsstöðu sinni með ólögmætum hætti, semsé vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum.

Vissulega er "eitthvað geðugt við Jóhannes í Bónus" einsog þú segir. Mamma vann t.d. með honum í 7 ár í SS áður en hann opnaði Bónus og ber honum afar vel söguna. Það breytir því ekki að hann á það til að vera ódýrari en vörurnar í Bónus. Hann er t.d. núna farinn að raða í hillur í Skútuvoginum til að bæta stórskaddaða ímynd fyrirtækisins. Æjæ . Cheap. Hann hótar verðhækkunum þurfi hann að borga fyrir brot sín á samkeppnislögum. Skilaboðin sem hann sendir eru þessi: Þeir sem voga sér að fara í mál við Baug skulu átta sig á því að öll slík útgjöld munu lenda á neytendum.

Ætlum við vitum það ekki. Við erum náttúrulega vön að borga og borga og erum núna að fara að borga 1000 milljarða króna partý þessarra gæa næstu áratugina. Jói er soldið einsog vinalegur jólasveinn sem gefur með annarri hendi og kýlir með hinni.

En einsog þú segir: "Það er eitthvað geðugt við hann Jóhannes í Bónus." Einmitt.

Sverrir Stormsker, 20.12.2008 kl. 06:35

15 identicon

Stormskerinn segir allt sem þarf !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:09

16 Smámynd: Brattur

... þessi lög um að "markaðsráðandi fyrirtæki" megi ekki selja undir kostnaðarverði eru ekki sett til höfuðs Bónus... þessi lög eru mjög eðlileg... og til hvers eru þau... jú, til að stuðla að samkeppni... sá sem er stór og markaðsráðandi getur með undirboðum bolað litla aðilanum út af markaði á skömmum tíma með því t.d. að selja undir kostnaðarverði... sá litli hefur ekki bolmagn til að keppa við hann og hættir... sá stóri verður því einn eftir á markaði og getur þá hækkað vöruverð eins og hann vill og allir birgjar verða að reiða sig á einn aðila... stóri aðilinn gín yfir neytendum og framleiðendum...

Vinnubrögð Bónusmanna (Haga/Baugs) hafa verið þannig að þeir hafa aldrei fengið nóg... markaðshlutdeild þeirra hefur verið einhvers staðar á bilinu 50-60% en samt verða þeir aldrei saddir, aldrei ánægðir... þeir vilja helst komast í 100% og hafa enga samkeppni...

Einu sinni bönnuðu þeir verðkannanir í sínum búðum!  Þeir hafa blekkt verðkönnunaraðila og almenning í gegnum tíðina með allskonar trixum... t.d. að vera með ódýran frosinn kjúkling á bakvið en henda honum svo fram í búð þegar þeir verða varir við að verið sé að gera verðkönnun... gæti nefnt mörg, mörg svipuð dæmi...

Brattur, 20.12.2008 kl. 10:14

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Takk fyrir athugasemdirnar:

Baldur, við áttum að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Þessi ESB ríki þykjast vera lýðræðis- og réttarríki. Það getur ekki verið löglegt hvað þá siðlegt að dæma komandi kynslóðir í skuldafangelsi, vegna verka örfárra manna. Það getur heldur ekki verið hlutverk íslenskra stjórnmálamanna sem kosnir eru til fjögurra ára að samþykkja þrælaskilmála fyrir ófædd börn. Júlíus, Ísland er dvergríki. Sigurjón, þú spyrð hvort reynsla mín sýni ekki getuleysi Samkeppnisstofnunnar? Það  lágu öll gögn fyrir í málinu, vottorð frá innlendum og erlendum aðilum að varan sem ég seldi væri ómenguð. Svo getulausir geta embættismenn ekki verið. Þarna var valdi misbeitt mjög gróflega og þú mátt giska hvers vegna.  Sæll Sverrir frændi, skemmtilegasti útvarpsmaður norðan Alpa, ég ætla að misnota þetta tækifæri til að hæla þér fyrir Miðjuna, sem ég reyni að missa aldrei af. Auðvitað er mikið til í því sem þú segir Jóhannes er markaðsmaður af guðsnáð annars hefði hann ekki náð þessum árangri. Lögin eiga að gilda fyrir alla sama hvort þeir eru markaðsmenn eða ekki. Brattur, þú ert dálítið brattur.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 13:30

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sigurður, skýrslan sem þú vísar í hér fyrir ofan  er öll morandi í tilvísunum um ESB.  Sem sýnir nú og sannar þvílíkur hryllingur skrifræðið er.  Búið að eyðileggja alla almenna skynsemi í stjórnkerfinu. Við sem auðlegðar dvergríki höfum ekkert að gera við ESS, alltof stórbiti að kyngja. Einföld lög og reglur velda strax minni kostnaði við rekstur ríkis og sveitarfélaga, betri skilvirkni og hraðari framkvæmdum og meiri gæði þjónustu. Þingmönnum væri hægt að fækka í 32 [1 á 10.000.000 íbúa].    Dvergmarkaðurinn hér þarf ekki að halda á lágvöru markaðsfræði, heldur fyrirmyndar í ljósi mikillar auðlegðar í landi og þjóð. Gæðaframleiðsla er dverganna forréttindi. Öllum er best að sníða sér stakk eftir vexti. Samleitni þjóðarinnar felst í smæðinni og innflutningur annarlegra sjónarmiða frá ópersónulegri þjóðfélegum veldur hættunni heim eins og dæmin hafa sannað. 

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 14:23

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið til í þessu hjá þér Júlíus. En við erum þvinguð til að vera í EES til að fá tollalækkanir til Evrópubandalagsins. Það er þó margfalt betra fyrir Ísland að vera í EES en ESB. Ef við færum þangað inn myndum við dæma komandi kynslóðir til að vera fátækir indíánar í eigin landi.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 14:57

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lífvænt og Lífvænar náttúruafurðir og umhverfisvæn flutningatæki almennt. Myndu laða að ofurferðamenn. Það er ekki lágkúrulegt.  

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 15:30

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ísland gæti orðið Mekka fyrir moldríka umhverfissinnaða ferðamenn frá Asíu.

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 15:46

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Galdurinn er í okkur sjálfum að fara hamförum, sem felst í fámenni og skyldleika sem auðveldar allan snöggan viðsnúning.  

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 17:05

23 Smámynd: Jens Guð

  Mér skilst að Jóhannes sé búinn að safna skeggi og ætli eftir helgi að raða í hillur í Skútuvogi íklæddur jólasveinabúningi.  Og það er ekkert bruðl í Skútuvogi.  Það fylgir nefnilega fréttinni að ekki verði bruðlað með eina krónu í jólasveinabúninginn heldur verði hann fenginn að láni hjá Ástþóri Magnússyni.  Svo heppilega vill til að Ástþór á ekkert erindi í Héraðsdóm Reykjavíkur eftir helgi og þarf þess vegna ekkert á búningnum að halda sjálfur í bili.

Jens Guð, 20.12.2008 kl. 18:33

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jens, þú ert óborganlegur grínisti!

Sigurður Þórðarson, 20.12.2008 kl. 20:02

25 identicon

Þetta er ákveðin sýn sem þú ert að setja fram á mann eins og þú þekkir hann úr fjölmiðlum en hvernig er hann í hinu raunverulega viðskiptalífi?

Jói er enginn engill félagi, hann er eiginlega bara lyginn lýðskrumari sem hefur tryggt ísland sem dýrasta smásöluland heims.

En vegna þess að þú sérð að hann er ódýrari á kassa eitt en kassa tvö þá telur þú hann meiri mann.

Mér finnst að þú ættir að skoða málið í heild sinni í stað þess að láta plata þig svona, en það var nákvæmlega það sem Jói vildi þér...

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:34

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér innilega fyrir góð ráð Sáli minn.

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 00:15

27 identicon

Það var ekkert Sigurður minn, vona að þú horfir á markaðinn út frá kostnaðarverðum en ekki tilboðsverðum í framtíðinni.  Segir einfaldlega miklu meira sko

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:51

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir Sáli, en hvernig fer maður að því að kynnasér þetta?

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 03:19

29 identicon

Aflaðu þér innanbúðarþekkingar og talaðu við þá sem Baugsveldið hefur sviðið en leiðin á toppinn en sú ferð segir allt um siðferði manna.

Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá var slagorð Silla og Valda og ávexti Baugsveldisins þarfr vart að kynna sérstaklega hér.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 17:10

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski maður ætti að sækja um vinnu þarna til að rannsaka þá?

Sigurður Þórðarson, 21.12.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband