Skatan í Sægreifanum

018Ég átti erindi í  Tollinn í gær og rann bókstaflega á lyktina eða réttara sagt ilminn af vel kæstri skötu hjá vini mínum honum Kjartani sægreifa, þar sem hann er að undirbúa fiskverslun hjá veitingastaðnum. Skatan er misjafnlega mikið kæst allt eftir smekk hvers og eins. Sjálfur mæli ég með vel kæstri tindabikkju með kartöflum rúgbrauði og vestfirskum hnoðmör með örlítilli flís af selspiki, sem ég vandist á að borða þegar ég var til sjós fyrir vestan.

Þetta úrvalsfæði fæ ég hvergi nema hjá Kjartani sægreifa, sem ólíkt öðrum sægreifum er kvótabani. 3+-+P1000188xskata


mbl.is „Ætti að vera orðin vel kæst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er gott að dreifa huganum við árstíðina. Ég þarf bráðum að fara að huga að skötunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.12.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Á að drífa sig á Sægreifann með frúnna á Þorláksmessudag?

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband