Auðveldara að taka upp bandarískan $ en Evru

Lilja Mósesdóttir tók nýlega saman þær skuldir sem íslenska ríkið lagði á þegna sína að borga að kröfu Evrópusambandsins og reiknaði út að þær næmu um 11 milljónum á hvert mannsbarn og rúmlega helmingi hærri upphæð á hvern vinnandi mann á Íslandi. Dálítið rausnarlegt hjá ríkisstjórninni því þetta er rúmlega meðal íbúðaverð á hverja fjögurra manna fjölskyldu.   Að vísu eru lánin afborgunarlaus í fyrstu þrjú árin svo ríkisstjórnin getur andað léttar í bili.  Hvað um það þá er talsvert mikið fyrir almenning að greiða í ofanálag þessa háum stýrivexti sem hér eru.  Ef við horfum til að skipta um mynt er mun auðveldara að taka upp bandaríkjadal. þar sem stýrivextir eru einungis 0,5% en evru því annars eigum við á hættu að vera þvinguð til að ganga í evrópska tollamúrabandalagið, því þá myndu tollar hækka á fiskafurðir frá Íslandi til Asíu. 

Lilja Mósesdóttir lagði á sínum tíma til að við tækjum Rússalán og slepptum IMF láninu, þessu var ISG ósammála, og því munu ófædd börn og komandi kynslóðir þurfa að athafna sig í skuldahlekkjum eða flytja af landi brott.Mynd_0009862


mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað verðleggur þú markaði okkar í Evrópu á?

Gestur Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við missum ekkert evrópska markaði við það að taka upp $.  Ekki frekar en við missum hann við að halda krónunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.12.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Gestur, 

Utanríkisviðskipti eru Íslandi mikilvæg vegna þess hve framleiðsla er einhæf.   Markaðir í Evrópu eru mikilvægir og þeir eru tryggðir með samningi um Evrópst efnahagssvæði EES. 

Sú var tíðin að öll utanríkisviðskipti voru við eitt land, Danmörku. Síðar urðu viðskipti mikil við ýmis Evrópulönd en það var Íslandi heilladrjúgt að skipta við Bandaríkin og jafnvel enn frekar við Sovétríkin sem rufu hafnbann sem Bretar settu á Ísland skömmu eftir seinni heimstyrjöldina, í því skyni að neyða okkur til að gefa þeim aðgang að fiskimiðunum.  Þá seldum við síld. karfa og grálúðu og fengum olíu, bíla og vinnuvélar, ekki síst fyrir milligöngu SÍS.  Búast má við að rússneski markaðurinn muni opnast aftur með bættum efanahag.

 Markaðirnir í Asíu eru ungir en þeir fara ört stækkandi vegna mikils hagvaxtar  og vaxandi markaðar fyrir fisk. Vandamálið er af tvennum toga: 

1. Þó þeir borði mikinn fisk (fiskur er dýrari og vinsælli en í Evrópu) eru þeir að borða aðrar tegundir og því tekur markaðastarfið tíma og peninga.

2. Til skamms tíma voru himinháir tollar á fisk til Asíu en þessir tollar hafa verið lækkaðir verulega ekki síst fyrir tilstuðlan Halldórs Ásgrímssonar. 

Með inngöngu í ESB yrðu þessir litlu græðlingar sjáfdauðir. 

Sigurður Þórðarson, 16.12.2008 kl. 21:59

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þótt ég sé kominn á þá skoðun að við eigum að fara í aðildarviðræður við ESB, ætla ég samt að benda á að þótt við séum samkvæmt tollskýrslum að flytja langstærstan hluta okkar útflutnings til ESB, verður að taka þann vara á þeim tölum að íslenska hagstofan heldur einungis utanum fyrsta viðkomuland vöru, en ekki lokastað hennar. Þess vegna er Holland t.d. risastór í okkar bókhaldi, þótt vitað sé að okkar útflutningur til Frakklands sem fer um Rotterdam sé þar með skráður til Hollands. Hversu mikið fer svo út úr ESB aftur er ekki vitað, en í dag er ca fjórðungur sem fer til Hollands. Hversu mikið af okkar útflutningi til bretlands fer áfram hef ég heldur ekki hugmynd um.

Það þyrfti að kanna þetta.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ásgrímur hefur rétt fyrir sér að við misstum ekkert markað við að taka upp dollar, en ef við tækjum einhliða upp evru, er alveg ljóst að við yrðum fyrir refsiaðgerðum, hugsanlega uppsögn á EES samningnum.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vaxandi efnastéttirnar í Kína og Asíu almennt hlýtur að vera það sem menn hljóta að horfa í. Meira segja [öfugt við Ísland] er tollar ekki fyrirstaða þegar kemur að matseðli yfirstétta frekar hitt.  Ísland á eigin spýtur sökum þess hvað allar umsamdar upphæðir  eru smáar í samanburði við ESB, ættu að geta náð mun betri samningum inn á réttu markaðina.  Það er enginn heilbrigður markaður sem vill útiloka sig frá viðskiptum til Íslands. það er heldur ekki pólítískt fyrir þann stóra að vera að níðast á þeim litla.

ASÍA borðar líka 22 tegundir af þara.

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 01:21

7 Smámynd: Ólafur Als

Hvað menn hafa fyrir sér um hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu ESB tækju Íslendingar einhliða upp evru er erfitt að henda reiður á. Refsiaðgerðir væru mögulegar en varla einhliða uppsögn EES samningsins. Þeir myndu væntanlega láta sig hafa það enda er enginn alþjóðaréttur sem meinar einu ríki gjaldmiðilupptöku í evrum. Að vísu segir það ekki alla söguna.

Upptaka dollars er vissulega álitlegri kostur í ljósi þess að stjórnvöld vestra eru því hlynnt. Þó svo að vöruviðskipti Íslands séu að mestu við ESB lönd þá eru stór hluti utanríkisverslunar í dollurum og stærstur hluti heimsviðskipta, í einstökum gjaldmiðli, fara fram í dollurum. Eitt er það sem gerir upptöku dollars álitlega er hve skiptigengið gæti verið "þægilegt". Sumir hafa bent á að setja ætti doller = 100 Ikr. Slíkt myndi til framtíðar styrkja útflutningsgreinarnar en um það snýst málið m.a. Að fá fram hagstæðan vipskiptajöfnuð við útlönd. Núverandi gengi, þrátt fyrir haftagirðingar, er ekki raunhæft og mun að endingu styrkjast.

Ólafur Als, 17.12.2008 kl. 06:03

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur Ásgrímur, Gestur, Júlíus og Ólafur fyrir ykkar góðu innlegg.

´Samandregið lítur þetta svona út í  mínum huga:

Viðskiptasvæði okkar er heimurinn allur en undanfarin ár hafa viðskiptin verið mest við lönd ESB en það gæti auðvitað breyst ef betri kjör bjóðast annarsstaðar.

Ísland byggir efnahag sinn á utanríkisverslun og okkar hagur liggur í því að utanríkisverslun sé sem frjálsust, þannig að tollar og höft hverfi séu sem minnst eða hverfi alveg.

ESB skilgreinir hagsmuni sína alls ekki með þessum hætti, þvert á móti hefur það reist háa tollamúra umhverfis bandalagið, til að vernda iðnað sinn fyrir samkeppni t.d. frá Asíu. Þetta hefur leitt til minni hagvaxtar á svæðinu. Þetta er ein af ástæðum þess að dollarinn er gjaldgengari mynt í Asíu en evra. 

Hagsmunir Íslands liggja í að fá sem hæst verð fyrir útflutningsvörur sínar og að vernda auðlindirnar. ESB aðild vinnur gegn hvoru tveggja.

Sigurður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 07:54

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vafalítið munum við finna einhverja hagræðingu í þessu bandalagi ef til þess dregur að við lendum þar. En ríki sem byggir tilveru sína að svo miklu leyti á framleiðslu til útflutnings eins og við gerum verður að gæta sín vel í öllum samningum. Við erum nefnilega ekki í góðri samningsstöðu þessa dagana. Ég held að það uppnám sem samfélagið er í nú um stundir sé ekki rétti tíminn til að taka mikilvægar og örlagaríkar ákvarðanir um viðskiptabandalag samfara viðskiptahelsi um ókomna tíð. Rétt er að hafa það í huga að þessi ógnarhasar sem kominn er í málið er borinn uppi af ungmennum með langskólapróf á sviðum viðskipta en skortir allan bakgrunn í jarðlægri reynslu og þekkingu. Hvatvís ungmenni þó gáfuð séu eru ekki farsælir leiðtogar handa þjóðum.

Árni Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

markaðir evrópu er lang stærstu markaðir okkar í dag. um það verður ekki deilt.

evrópa er hinsvegar hniggnandi álfa þar sem meðal aldur hækkar með hverju árinu. fjölgun íbúa mun ekki verða nema vegna innflytjenda. markaðir í evrópu er af þessum sökum að fara að skreppa saman. þannig að það er engin framtíð í því að binda sig fastan við deyjandi stórveldi. 

það eru fleiri milljóna mæringar í Kína og Indlandi heldur en í Evrópu. millistéttir í þessum löndum fara stækkandi. bara þessi tvö lönd eru 2,5 milljarðar manna. Evrópa rétt nær 0,5 milljarði eða þar um bil. 

verð að taka undir með Árna hérna að ofan. próf og gráður segja ekki alla söguna. Ein mest lærði hagfræðingur okkar er Ágúst Einarsson Rektor á Bifröst. enginn efast um þau fræði sem hann hefur lært. af því sem ég hef heyrt þá hann gat svo aldrei látið fræðin ganga upp í rekstri og var altaf við það að fara á hliðina. 

kenningar eru ekki sannleikur. þær eru bara kenningar sem hægt er að nota sem viðmiðun á hverjum tíma en ekki til langrar framtíðar. ekki frekar  en að taka mið af Hrafni á steini og skipi í höfn. 

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 11:54

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Okkar samningsstaða gagnvart ESB er sú að ef við förum inn er EES samningurinn líklegast sjálfdauður og staða Norðmanna mun veikari og ESB fær þá líklegast Norðmenn inn einnig og aðgengi ESB að gasi og sá gammbítur sem Noregur hefur á ESB í krafti þess verður ekki eins beittur.

Gestur Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 14:03

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gestur, ég hefi það á tilfinngunni að sumir jafnari en aðrir í Brussels hafi gert ráð fyrir þessum möguleika fyrir meir en 20 árum síðan. 

Júlíus Björnsson, 17.12.2008 kl. 14:40

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

EES samningurinn tryggir okkur aðgang inn fyrir múrana ef við færum í ESB og kæmumst að því að þar erum við illa í sveit sett ættum við ekki athvarf í EES samningnum því hann væri farinn.  Við vorum með mun betri samninga við Pólland áður en landið gekk í ESB en eftir.

Sigurður Þórðarson, 17.12.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband