Þorgerður Katrín um Davíð: Starfar í þágu Sjálfstæðisflokksins

c_documents_and_settings_jens_gud_my_documents_my_pictures_eftirlystir Í forystugrein Fréttablaðsins í dag er vakin athygli á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Davíð Oddsson seðlabankastjóra, aðspurð um undarlega háttsemi Davíðs sagði hún:  "Ég er þess fullviss að formaður bankastjórnar seðlabankans muni á endanum velja þá leið sem er best fyrir Sjálfstæðisflokkinn" Tilvitnun líkur.  Það er með öðrum orðum skilningur varaformanns Sjálfstæðisflokksins að bankastóri Seðlabankans eigi að vinna að hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og setja þá ofar þjóðarhag.  Davíð er sem sagt enn foringi í genginu!
mbl.is Davíð: Of mikið gert úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Það er von að frúnni finnist spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá sér.

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Rannveig, hjá sér og sjálfstæðismönnum.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Sigurður, og ekki eru betri ummæli hans sjálfs um að sá flokkur sem hann eigi (tilheyri) sé Sjálfstæðisflokkurinn. Hliðstæð ummæli væru t.d. mjög óviðeigandi af hálfu forseta Íslands, biskups Íslands eða hæstaréttardómara. – M.b.kv.,

Jón Valur Jensson, 5.12.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Jón Valur, hann virðist hafa einstakt lag á að vera óviðeigandi, samt líta forystumenn Sjálfstæðisflokksins á seðlabankastjóra sem leiðtoga sinn sbr ummæli Þorgerðar.  Römm er sú taug

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 09:19

5 identicon

Þetta eru nymæli hja sjöllunum fyrst koma þeir svo koma þeir aftur, siðan kemur hitt pakkið. I siðuðum löndum þyrfti raðherra sem segði svona að segja af ser og einnig seðlabankastjorinn fyrir sin ummæli.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hörður, þetta er alveg rétt hjá þér en þeir segja ekki af sér enda taka þeir ekki eftir þessu sjálfir. Í því felst siðblindan.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 09:27

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta eru makalaus ummæli og því miður lýsandi fyrir viðhorf svo margra Sjálfstæðismanna, þ.e. að þeir séu þjóðin.

Ég setti tengil á þessa færslu þína Sigurður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.12.2008 kl. 10:39

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dæmigert eftir fréttir undanfarnar vikur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:42

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir það Ólína, það er þó þakkarvert að Þorgerður skuli opinskátt viðurkenna þetta.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 10:44

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta afhjúpar slíka siðblinduna á þeim bæ. Það má oft lesa af máli Þorgerðar það hugarfar sem ríkir innan forystunar. Hún er svo steypt í þetta mót að hún fattar ekki að það sé neitt athugavert við þetta.

Þess vegna segi ég þetta fólk á aldrei eftir að læra. Þetta fólk getur ekki gert neitt fyrir þjóðina vegna þess að í hugum þess er hún aukaatriði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:52

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Jakobína, Þorgerður er vel gefin kona en hún er búin að vera svo lengi "innvígð og innimúruð" eins og það er kallað, að hún virðist hafa tileinkað sér þetta spillta hugarfar.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 13:04

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts, sagði hún þetta virkilega!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.12.2008 kl. 13:19

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já það gerði hún Jóhanna

Kannski sannast þarna hið fornkveðna að það er tungunni tamast sem hjartanu er næst.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 14:15

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hún er sjálfsagt á milli lyfja, eins og Davíð ...

Baldur Fjölnisson, 5.12.2008 kl. 17:19

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldur, gaman að sjá þig.

Allt gott að frétta?

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 17:29

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, maður hjarir ennþá í skaplegri vinnu hjá góðu fyrirtæki.

Baldur Fjölnisson, 5.12.2008 kl. 18:02

17 identicon

Hvaða mismunun er að hafa Þorgerði ekki á þessari mynd.. hvar er femínistafélagið eiginlega ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:34

18 Smámynd: Rannveig H

Góður DoctorE

Rannveig H, 5.12.2008 kl. 21:02

19 Smámynd: Jens Guð

  Þessi ummæli útskýra margt.  Meðal annars um störf Þorgerðar þegar Sigurður G.  Tómasson var rekinn frá rás 2 og hún ráðin yfirmaður rásarinnar í hans stað.  Þótti þá ýmsum sem rás 2 væri einn allsherjar sellufundur hjá stuttbuxnadeildinni.  

Jens Guð, 5.12.2008 kl. 21:21

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er alls ekki mismunun kæri Doktor, þvert á móti hlífa stákarnir henni við svona karlmannsverkum f því að þeir vilja vera sætir í sér eins og þú sérð á myndinni.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 21:37

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þér Jens, það má lesa margt í þessi ummæli.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2008 kl. 21:39

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er ráðvillt hjörð og aumkunarverð. Tilvistarkreppa flokksins stafar af forystuleysi sem verður enn meira áberandi vegna gamla einvaldsins sem situr á fjósbita sínum í Seðlabankanum og getur ekki á sér setið með að verða sínum arftökum til vandræða hvenær sem hann fær því við komið.

Þorgerður aðstoðarflugstjóri er á báðum áttum og talaði af sér þegar hún taldi að Davíð ætti að víkja úr Seðlabankanum. Nú hefur hún séð að sér þegar í ljós kemur að Flokkurinn hefur ekki burði til að koma Dabba frá og þá kemur í ljós hið fornkveðna að "Man sauður hvar lamb gengur." Hún er pólitískt fósturbarn Davíðs og ósjálfrátt sendir hún honum bænarkall þegar syrtir í álinn eins og nú.

Gömlu ævintýrin sem notuð voru til að hrella börnin sögðu frá þursanum sem var svo óviðráðanlegur að þegar höfuðið var höggvið af honum þá uxu samtímis tvö í staðinn!

Árni Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 23:06

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel að orði komist

Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 00:01

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Þetta er auðvita út í Hróa Hött.

Skemmtileg myndin.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:20

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk sömuleiðis

Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 00:23

26 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Davíð velur fyrst og fremst það sem honum finnst best fyrir hann sjálfan. Hann er eiginhagsmunaseggur og hefur alltaf verið eins og allir sjáfstæðismenn. Minnstu svo  ekki á Þorgerði Katrínu ógrátandi, hún er algjörlega óþolandi kvenmaður. svo hrokinn og sjálfumgleðin skín af henni langar leiðir.

Svava frá Strandbergi , 6.12.2008 kl. 17:52

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorgerður má eiga það að hún viðurkennir það sem flestir hinna forðast eins og heitan eldinn það er að flokkshagsmunirnir séu á undan þjóðarhagsmunum.

Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 17:59

28 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þarna kemur staðfesting á því sem ég sagði hér, Davíð hefur aldrei farið neitt hann skipti bara um skrifstofu og fékk nýtt símanúmer.

Djö....... og rosalega mörg óprenthæf lýsingarorð í viðbót...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 18:16

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér Halli en hann hefur líka alið Þorgerði Katrínu vel upp.

Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 20:32

30 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Mjög góð færsla hjá þér Siggi. Aftur á móti er þetta grafalvarlegt mál. Upplifun þjóðarinnar er sú að flokkarnir hugsi fyrst um hag sinn. Því kemur þessi staðfesting Þorgerðar okkur ekki svo mikið á óvart. Á einhvern hátt þarf þjóðin að finna leið úr þessu öngstræti flokksræðisins.

Gunnar Skúli Ármannsson, 6.12.2008 kl. 20:43

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Satt segir þú Gunni mágur.

Það væri æskilegt að einhver blaðamaður spyrði Þorgerði beint að þessu og benti henni á að bæði hún og Davíð þiggja laun frá þjóðinni en ekki flokknum.

Sigurður Þórðarson, 6.12.2008 kl. 20:53

32 identicon

Sigurður. 

Þú yrðir góður pólitíkus, tekur orð Þorgerðar, tekur þau listilega úr samhengi og bloggar síðan um. Raunin er hins vegar sú að Þorgerður var ekki að tala um að Davíð væri að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í seðlabankanum og þeim stöfum sem hann vinnur þar "fyrir þjóðina" (maður er nú efins um það) heldur var hún að tala um þá "hótun" hans að fara aftur út í pólitík og að hann ætti í þeim efnum (fara út í pólitík) að hugsa um hag flokksins í pólitískum skilningi, þar sem hann er nú mjög óvinsæll virðist vera í dag (hann er flokksbundinn í Xd og í raun  ekkert að því).

Þetta tengist ekki störfum hans í seðlabankanum, heldur einungis þeim ummælum að hann kæmi aftur í stjórnmálinn ef honum yrði vikið úr embætti, sem yrði hugsanlega ekki gott fyrir flokkinn (þó ég útiloki ekkert). 

Í mínum huga væri það ekki leiðin að betra samfélagi,sem þú predikar, ef allir tækju upp á því að snúa ummælum úr samhengi til þess að koma höggstað á aðra.

Einnig vil ég taka það fram að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og mun ekki gera það.

Haraldur Jóhannson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 00:37

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Haraldur Jóhannson, ég vil byrja á að þakka þér þá hugulsemi að  koma að þínum skilningi á þessum orðum: "Ég er þess fullviss að formaður bankastjórnar seðlabankans mun á endanum velja þá leið sem er best fyrir Sjálfstæðisflokkinn"  Hún nefnir ekki Davíð á nafn heldur embættismann sem gegnir starfi formanns bankastjórnar seðlabankans. Það gerir skýringu þína enn ólíklegri að ef hann fer í pólitík mun hann ekki samhliða gegna starfi formanns bankastjórnar seðlabankans. En takk samt.

 

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 01:06

34 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Siggi.

Myndin er alveg milljón... he he...

Þorgerður reynir að slá sig til riddara en tekst illa upp í þessu sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2008 kl. 02:49

35 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Þorgerður fær ekki að vera með á myndinni. Það er ekki kvenmannsverk að brjótast inn í banka.  Ég vona samt að hún kæri mig ekki til jafnréttisráðs.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 11:00

36 identicon

Heill og sæll; Sigurður, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Hygg; sökum yfirdrifinna skapsmuna minna, að ég láti kyrrar liggja, allar ályktanir mínar, um það viðfangsefni þitt, hvert þú reifar, hér og nú, Sigurður minn.

Þakka þér samt; ágæta samantekt, sem oftar og fyrr.

Skal nú kyrrt verða, um hríð,, af minni eykt.

Með baráttukveðjum góðum, sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 00:09

37 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka innlitið og góðar kveðjur Óskar og gangi þér allt vel.

Sigurður Þórðarson, 8.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband