Úff! Eiginkonan farin að ræða fyrirhugaðan skilnað

Hvað gera menn, sem halda að hjónabandið sé gott, þegar þeir frétta að konan sé farin að ræða væntanlegan skilnað í saumaklúbbnum? Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ástin er svo merkileg, lífsreyndir menn á miðjum aldri sem hafa fyrir löngu áttað sig á að fleira gerir gagn en sætasta stelpan á ballinu, geta allt í einu orðið rjóðir í kinnum eins og skólastrákar og kysst stúlkuna sína á Þingvöllum, rétt eins og þau séu ástfangin í fyrsta sinn. Hveitibrauðsdagarnir eru æðislegir, flogið í einkaþotu á skrítna staði og allt er svo óraraunverulegt. Samt var þetta bara fjarbúð  daman var svo sjálfstæð  og uppátækjasöm. Fór t.d. til Afganistan til að kynna sér ættflokkadeilur og allt borgað með VISA rað. Svo vildi hún skrá ekki bara sig heldur stórfjölskyldu beggja í fokdýra klúbba t.d.  Öryggisráðsklúbbinn og ESB klúbbinn,  sem fer fram á að klúbbfélagar hafi óheftan aðgang að veiða gullfiska heima í stofu hjá einhverjum ættingjum sem búa hvort sem er úti á landi. Getur einhver bent á hjónabandsráðgjafa?NATO-Bukarest_1101079469 c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg
mbl.is Myndi jafngilda stjórnarslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Burt með spillingarliðið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

sammála Jóna!

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

Sigurður Þórðarson, 3.12.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Halla Rut

Þú ert frábær.

Halla Rut , 3.12.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband