Góð tillaga um myntsamstarf við Noreg

Í erindi Jónasar Haralds, þess aldna og merka fræðimanns, sem hann flutti nýlega um sögulega þróun krónunnar kom fram að krónan hefur lengst af ýmist verið tengd gullfæti eða öðrum myntum. Ástæðan sé sú að íslenska hagkerfið er dvergvaxið á alþjóðlegan mælikvarða  og auðvelt skotmark fyrir vogunarsjóði. Vissulega hefur  íslenska krónan  liðið fyrir fyrirhyggjulausa efnahagsstjórn sérstaklega undanfarin 7 ár, sem  einkennst hefur af  slakri stjórn ríkisfjármála og eyðslu langt um efni fram. Það er því ekki við flotkrónuna eina að sakast þó saga hennar hafi nú endað með þjóðargjaldþroti. Það er ekki létt verk eftir bannkahrun að koma henni á flot við það bætist að úti standa 500 milljarðar króna í Jöklabréfum sem bíða eftir að komast úr landi. Þessi nýja flotkrónutilraun er því mjög erfið og tvísýn.

Norðmenn hafa ekki hag af því að ganga í ESB frekar en Íslendingar enda eiga þeir mikilvæg fiskimið. Þeim er því mjög í mun að halda í EES samninginn og það geta þeir ekki nema Ísland sé með. Norðmenn hafa því beinan ávinning af því að Ísland brotni ekki. 

Norðmenn og Íslendingar eiga mikið samstarf bæði í EES og EFTA, þar er efnahagslegur stöðugleiki miklu meiri en í ESB auk þess þyrftum við ekki að óttast að Norðmenn myndu ásælast aluðlindir okkar eins og ESB löndin gera.  


mbl.is Vilja tengja íslensku krónuna við þá norsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ísland færi beint á hausin ef það tengdist norsku

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

...krónunni...

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Mannsi, hvar ert þú á jarðarkinglunni?

 Hvernig gerist það?

Sigurður Þórðarson, 27.11.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Siggi! Er að byggja út í Norður Thailandi enn var að koma frá Kambódíu. Smá vesen í Bangkok, þetta var bara eins dags ferð. Er að leita að fjárfesti hérna, bara einhverjum og setja upp einfaldasta fyrirtæki sem til er.

Norska krónan er svo sterk Siggi, að hún haggast ekki. Eina leiðin til að tengja hana væri að afnema verðtryggingu á Íslandi og gera allskonar hliðarsamninga. T.d. að að fá að nota sjúkrahúskerfið þeirra. Þeir eru þegar búnir að taka bestu íslensku læknanna og hjúkrunarfólk sem við eigum frá Íslandi.

Það þarf að setja efnhagsmál að mörgu leyti í þeirra hendur líka. Hluta af íslenskri bankastjórn og bankareglum. Þær yrðu að vera sambærilegum norskum. Ég held að stoltið og rembingurinn myndi verða til mikilla trafala í svona. Ef hún tengdist bara beint, færi allt í rugl. Íslensk mynt yrði að hverfa.

Ég er ekkert á móti að binda norsku krónunni, hún er stabílust enn ekki með 18% stýrivexti í Íslenskum Seðlabanka, og nú er búið að taka þetta IMF glæpalán, og eina leiðin til aðfeta tengst henni yrði að Norðmenn greiddu upp lánið þangað  og settu sín eigin skylirði.

Hvernig dettur íslendingum í hug að taka lán sem USA á 51% í, bretar stóran hluta og svo eitthvað af löndum restina?

Flotkrónuhugmyndin er er eins og að sjósetjaskip sem hefur engan botn! Myndir þú viljs sjósetja svoleiðis skip? Þetta er ekki svo einfalt ef við eigum ALLIR að hafa hag af því og ekki vara þeir sem getar galdrað með verðtryggingunni..eða er þetta bara della?

Óskar Arnórsson, 27.11.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband