Brunaverðir eða brennuvargar? Tjónvaldur eða slysavarfélag?

Nú hefur það verið upplýst að seðlabankinn varaði Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde 6 sinnum við bönkunum frá því í febrúar án þess að þau brygðust við. Ingibjörg ákvað þó að kynna sér ættflokkadeilur í Afganistan en sem betur fer mistókst henni að koma landinu í öryggisráðið. Vöru þau brunaverðir eða brennuvargar?  Alþjóðasamfélagið er nú að lána okkur gríðarlega fjármuni til að koma krónunni af stað og ríkisstjórnin þykist róa að því öllum árum ásamt vinaþjóðum okkar að auka tiltrú á krónunni.  þá koma ungir samfylkingamenn og "kasta krónunni" Samfylkingin rær ekki í takt, hún rær á móti hagsmunum Íslands.       samfylkinginEr Samfylkingin  tjónvaldur eða slysavarfélag?

 

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Vöru þau brunaverðir eða brennuvargar?"

Það er réttara að segja að þau hafi verið húsverðir í húsi þar sem geymd voru sprengiefni og eldfimir vökvar. Þau stóðu vaktina en fannst ekkert athugavert við samsetninguna og aðhöfðust því ekkert. Vegna vanrækslu þeirra og vanþekkingar varð því sjálfsíkveikja sem ekkert fékkst ráðið við ...og engum er um að kenna að þeirra sögn

Atli Hermannsson., 23.11.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kannski að þau hafi verið húsverðir. En það er furðulegt uppátæki að "kasta krónunni" rétt í þann mund sem verið er að fara af stað með dýrar aðgerðir til að auka tiltrú hennar. Því eru þau tjónvaldar.

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammá þér Siggi . Baráttukveðjur.

Georg Eiður Arnarson, 23.11.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Er Samfylkingin  tjónvaldur eða slysavarnafélag?

Siggi , Ef þú hefur misskilið mig eitthvað, þá er Samfó bullandi meðsek að mínu mati og þarfnast þess að fara í hundahreinsun og aflúsun í bakaleiðinni. Þá er algerlega kýrskýrt að hún sofnaði á verðinum um leið og hún settist í stólinn var tekin í rassgatið á leið sinni á klósettið svo þú fattir hvað ég meina.

En þetta varðandi krónuna, þá er hún að sjálfsögðu ekki á vetur setjandi ef hún er svo veikburða að einstaklingum sem annars er ekki tekið mark á tekst að tuska hana til með kjaftagangi einum saman. En ég tel að það sé algerlega ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að hún falli þegar henni verður fleytt... einfaldlega vegna þess að það verður sáralítil eftirspurn eftir gjaldeyri... byggingariðnaðurinn, bílainnflutningurinn og húsgagnaverslanir ásamt fjölda annarra verslana hald að sér höndum... bingó  

 

Atli Hermannsson., 23.11.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau eru allavega samsek, og burtu með þau ásamt hinu liðinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband