Heimatrúboðar ESB duglegir en rökheldir ósannindamenn

ESB hefur yfir að ráða öflugum kynningarsjóð sem hefur óspart verið beitt til að styrkja þau öfl í löndum utan bandalagsins sem berjast fyrir inngöngu. Hermt hefur verið  að í Tékklandi hafi þessi stuðningur ráðið úrslitum þar sem andstæðingar inngöngu fengu enga styrki. Framganga Samfylkingarinnar minnir um margt á agentana svokölluðu sem hvöttu menn til að flytja vestur um haf og fengu borgað á haus. áróður þeirra var oft jafn öfgakenndur og hjá Samfylkingunni í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson hélt því t.d. fram í Silfri Egils að Ísland gæti orðið meðlimur í ESB innan eins árs frá inntökubeiðni. Olli%20Rehn%20speech

 Hérna má hlusta á það sem Olli  Rehn framkvæmdastjóri EES sagði um það mál

 

agust-olafur

 

 

 Faðir Ágústar vill flytja inn 3 milljónir útlendinga til landsins. Verður Ágúst föðurbetrungur?

 

 

Hvor þeirra er trúverðugri?

 

 Það gefur auga leið að Bretar og ýmis önnur ESB hugsa sér gott til glóðarinnar að nýta fiskimiðin okkar sem eru ein þau auðugustu í heiminum. Við skulum taka þessa umræðu við agentana og ég er þess fullviss aðfólk mun sjá við þeim.

 


mbl.is Meirihluti styður ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Samkvæmt lögum mega útlendingar ekki leggja krónu til stjórnmálastarfsemi á Íslandi, hvorki beint eða óbeint.

Reyndar eftir að hafa lagt talsvert á mig til að fræðast um ESB, kemur mér mest á óvart hve blygðunarlausir ósannindamenn margir ESB-andstæðingar eru um grundvallaratriði eins og umfang og vald ESB og um fiskveiðistefnuna, hvað liggur þar að baki og hvernig almenn ákvarðanataka hjá ESB er. Og svo ótrúlegur hræðsluáróður sem spunnin er frá slíkum grundvallar ósannindum.

Svo er afar skrítið að sjá íslenska ESB-andstæðinga kvarta yfir lýðræðishalla í ESB sem er áróður úr ranni stóru fjölmennu ríkjanna sem kvarta yfir því margfalda vægi sem smáríkin hafa miðað við íbúafjölda. - Það er sá halli er til smáríkjanna og okkar ef við gengjum þar inn.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.11.2008 kl. 03:53

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Um flýtimeðferð á aðildarumsókn þá er það pólitísk spurning sem verður að bera fram formlega til að fá svar við henni og það svar byggðist á velvilja flestra eða allra ríkjanna en er ekki á færi eins embættismanns að svara henni.

- Eins og um allt hitt vitum við ekki svarið fyrr en spurningin, óskin eða umsóknin fengi formlega umfjöllun. Ýmsir möguleikar eru til staðar vegna EES aðildarinnar en það þarf velvilja flestra ESB-ríkjanna til að EES-glufan opnaðist uppá gátt.

Reyndar er alveg sama hvort við fengjum flýtimeðferð eða ekki þá myndu ESB-andstæðingar nota hvora niðurstöðuna sem er sem rök fyrir að ESB gengi eitthvað vafasamt til í okkar garð.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.11.2008 kl. 04:02

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott Helgi að þú hefur kynnt þér þetta.

Eigum við kannski að taka debat?

Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 04:03

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta um fiskimiðin er bara hrein vænisýki.

ESB á samkvæmt þeirra eigin reglum engan rétt á aðgangi að fiskimiðum við Ísland. Alveg sama hvað einhverri þjóðinni dytti í hug að heimta þá eru engar forsendur til að slík krafa gæti staðið heldur þvert á móti ættu þeirra eigin reglur að færa okkur aðgang að aðkeyptum kvótum ESB t.d. við Grænland og að ESB við að vera ákveðinn neyðaraðgangur fyrir okkur ef alvarlegur aflabrestur yrði hér en ekki hjá þeim. Samkvæmt eigin reglum ESB veitir sérstaða okkar í fiskveiðimálum okkur meiri rétt hjá þeim en þeir geta krafist hjá okkur.

Í raun er ekkert í fiskveiðistefnu ESB óhagstætt útgerðarfélögunum sjálfum nema að þeir óttast að kvótinn standist ekki vegna jafnræðisreglunnar. Þ.e. að Ísland á að úthluta sínum ríkjakvóta til íslenskra þegna á jafnræðisgrunni. Flestir telja þó að kvótakerfið okkar uppfylli það, en bara óttinn (ástæðulaus) við að svo gæti verið að útgerðin missti gjafkvótann stendur í vegi ESB-aðildar Íslands og skapar mest allan hræðsluáróðurinn.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.11.2008 kl. 04:15

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Debat hvenær sem leiðir okkar og tími gætu legið saman Sigurður

Helgi Jóhann Hauksson, 20.11.2008 kl. 04:20

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég óttast líka að við lokum okkur af frá vaxandi mörkuðum í A- Asíu, þar sem við eru komnir með ágætis táfestu og myndum tapa henni við inngöngu í ESB vegna tollareglna. Ég tel það aftur á móti mjög til bóta að afnema kvótakerfið en ISG hefur sagt að það sé í sjálfum sér ágætt. Þannig að ég trúi því varlega að hún vilji í ESB til að afnema það.

Helgi, ég hlakka mjög til að hitta þig yfir rjúkandi kakó eða kaffi Andastaða mín við aðild er byggð á þekkingu minni eins og hún er í dag og ég er meira en til í að bæta við þá þekkingu fordómalaust gagnvart því hvort skoðanir mína myndu breytast. Við getum tekið Guðjón með ef hann nennir. Sting uppá að við veljum einhvern laugardag.

S:5333222

Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 08:04

7 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er greinlegt að fólk skilur ekki að 60% af tekjum þjóðarinnar er fiskur og því lifum við og eftir að ESB fer að úthluta veiðiheimildum við ísland verður það  ekki okkar hagsmunir sem ráða ferðinni vegna þess að þeir eru aðeins 0.06%

Ég mæli með því að fólk skoði myndina Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum

Hérna er fróðlegt viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir þennan góða link Gunnar, ég átta mig ágætlega á þessu. Ég kann vel við Helga þó við séum ekki á sömu skoðun og hlakka til að ræða við hann. Ég er ekki hrifinn af kvótakerfinu en mér er sagt að staðan sé jafnvel hálfu verri við Skotland og Írland en sjálfur er ég ekki sérfróður. Mér finnst nauðsynlegt að skiptast á skoðunum og heyra andstæð sjónarmið. Sjálfsagt græða allir á því.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 15:34

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því miður er þetta algerlega rangt hjá þér Gulli en þetta er samt mög algengur misskilningur.  Skv. Rómarsáttmálanum er ekkert  til sem heitir staðbundin fiskveiðistjórnun.  Við gætum fengið tímabundna undanþágu eins og Malta  eins og Samfylkigin hefur oft bent á en það er eingöngu tímabundið.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband