Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- jensgud
- zeriaph
- baenamaer
- ipanama
- hallarut
- rosaadalsteinsdottir
- jonmagnusson
- skulablogg
- jogamagg
- asthildurcesil
- asgerdurjona
- alit
- astromix
- bjarnihardar
- brynja-hlif
- herdis
- businessreport
- dullur
- maggadora
- ea
- enoch
- estersv
- ffreykjavik
- floyde
- freedomfries
- fuf
- gammon
- gbo
- georg
- gesturgudjonsson
- jakobk
- gmaria
- gretar-petur
- gudmundsson
- gudrunmagnea
- halkatla
- hallgrimurg
- halldorjonsson
- heimssyn
- hlf
- hugsun
- huldumenn
- hva
- hvala
- hvalur
- jenni-1001
- johanneliasson
- jonaa
- jonvalurjensson
- juliusvalsson
- kiddip
- killjoker
- kjartan
- kokkurinn
- markusth
- mofi
- morgunbladid
- mullis
- olinathorv
- ragnarb
- rannveigh
- rannveigmst
- reykur
- rheidur
- ringarinn
- runarsv
- sms
- snorribetel
- solir
- stebbifr
- steinibriem
- stormsker
- svarthamar
- tomasha
- trukona
- valurstef
- vefritid
- vonin
- zumann
- siggileelewis
- jyderupdrottningin
- sirrycoach
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- utvarpsaga
- au
- skarfur
- audurm
- sparki
- thjodarsalin
- baldher
- kaffi
- birgitta
- braskarinn
- gattin
- brandarar
- doggpals
- esbogalmannahagur
- eyglohjaltalin
- fannarh
- fhg
- gretarmar
- gudbjornj
- lucas
- elnino
- gudrununa
- tilveran-i-esb
- morgunblogg
- cigar
- haddi9001
- heidistrand
- helgatho
- hehau
- himmalingur
- disdis
- hlynurh
- minos
- kliddi
- inhauth
- kreppan
- jennystefania
- naflaskodun
- ravenyonaz
- kuriguri
- islandsfengur
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- bassinn
- jonsnae
- jvj
- jorunnfrimannsdottir
- juliusbearsson
- kallimatt
- kjsam
- kristjan9
- larahanna
- wonderwoman
- altice
- lydurarnason
- vistarband
- elvira
- martagudjonsdottir
- maggimur
- methusalem
- olafiaherborg
- olei
- olafurjonsson
- pallvil
- rs1600
- raggig
- ragnar73
- reynir
- rynir
- samstada-thjodar
- fullvalda
- lovelikeblood
- seinars
- duddi9
- siggi-hrellir
- sjonsson
- nimbus
- stefanjul
- lehamzdr
- svanurg
- svavaralfred
- tryggvigislason
- kerfi
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- vest1
- postdoc
- thjodarheidur
- hector
- thorrialmennings
- icekeiko
- thj41
- thorsaari
- iceberg
Er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir landráðamaður?
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Aldrei á ævi minni hef ég augum barið aumlegri fulltrúa Íslands en birtist á skjánum í kvöld þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagist vilja leggja það í hendur Breta hvort þeir kæmu hingað til lands til að sinna loftferðaeftirliti. Þarna talaði varnarmálaráðherra Íslands á hnjánum sá sami og gagnrýndi fyrrum utanríkisráðherra fyrir undirlægjuhátt. Er hægt að ganga lengra en að gefa erlendu ríki, sjálfdæmi um það hvort það athafni hersveitir sínar á grund fullvalda ríkis?
Einn þekktasti stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í blaðamannastétt Andrés Magnússon, spyr í fyllstu alvöru hvort þetta jaðri ekki við landráði sjá hér Hernám Breta væri jú ein leið inn í Evrópusambandið.
Hann var ólíkt myndugri forseti Íslands þegar hann varði sjónarmið þjóðarinnar gagnvart Bretum í Kastljósi kvöldsins. Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!
Ekkert samasemmerki á milli umræðu um Rússalán og herstöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Sjónvarp | Breytt 13.11.2008 kl. 00:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Neytendasamtökin um Rautt Ginseng Neytendasamtökin um Rautt Ginseng
- www.immiflex.is ónæmiskerfið
- Hér kaupi ég bætiefnin Framúrskarandi bætiefnin á Norðurlöndum
- Fósturlandsins Freyja Óður til Freyju
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Ég er sammála þessum pælingum Andrésar.
Hallgrímur Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 23:44
Mér finnast þetta landráð. Manneskjan er ekki að vinna vinnuna sína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:43
Sæl Hallgrímur og Jóna, þetta er auma klúðrið.
Ég vil ekki dæma hana svo hart að kalla hana landráðamann, hún er líklega veik.
Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 00:57
Sæll Siggi sæti og takk fyrir síðast. Do you remember?????
Vér mótmælum öll. Hættum að borga o.sv.frv.
Erlingur er minn maður. Innleggið frábært = Evrópukjaftæði.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 07:27
eftir fréttirnar í morgun um að skriffinnar ESB hafi viljað breyta öllum lögum í kringum gerðardóm til þess að tryggja eigin sigur, þá virðist sem að ESB vill okkur bara illt.
Fannar frá Rifi, 13.11.2008 kl. 08:34
Ég seigi eins og krakkarnir.ég verð alltaf hissari og hissari. Við erum hnípin þjóð í stórum vanda þar sem ráðamenn og konur hafa hvorki vilja né getu til að bjarga okkur.
Ólafur Ragnar á að rjúfa þing (neyðarlög) setja utanþingsstjórn okkar færustu sérfræðinga. Það er ekki hægt að valda þessum vanda með pólitík í dag.
Rannveig H, 13.11.2008 kl. 08:58
Verst að margir af okkar "færustu" sérfræðingum eru oft á tíðum froðusnakkarar sem aldrei þurfa að bera ábyrgð á eigin orðum því þeir eru í vernduðu störfum í háskólum þar sem þeir geta aldrei verið sagt upp.
Fannar frá Rifi, 13.11.2008 kl. 09:01
Sæl Erlingur, Rósa, Fannar og Rannveig og takk fyrir innlitin og athugasemdirnar. Ef margir hafa gleymt þorskastríðunum þá eru atburðir liðinna vikna ágætis upprifjun fyrir okkur í því að við verðum að treysta á okkur sjálf. Eða hverjum dettur nú í hug að Bretar séu tilbúnir til að gefa okkur leyfi til að sitja einir að fiskimiðunum? Hver er afstaða Samfylkingarinnar til þess máls?
Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 09:34
Nú verð ég bara skotin í Rannveigu!! Af hverju í andskotanum rífur Ólafur Ragnar ekki þing??
Hann hefur þó valdið til þess. Þessi hörmungarstjórn er búin að vera fyrir löngu síðan. Kannski var það sniðugt af Ingibjörgu Sólrúnu að láta Breta ráða þessu sjálfa.
Handaka síða alla hermenn og manna hertól Íslendingum. Sjá svo hvort Nato ríki ræðst á okkur. Það væri gaman að sjá breskar hersveitir koma til Íslands. Erum við ekki færir í að taka "vel" á móti þeim?
Mér finnst þessi heilaskurðaðgerð Ingibjörgu Sólrúnu alveg misheppnuð. Það þarf aðra og fjarlægja þá restina af heilanum. Hún notar hann hvort eð er ekki neitt...
Óskar Arnórsson, 13.11.2008 kl. 10:16
Það er nú það með hana Ingibjörgu, fyrst fór hún alveg rosalega í taugarnar á mér, það var meðan hún var borgarstjóri, svo fékk ég álit á henni, meðan hún var að koma sér á þing, en nú verð ég að segja að hún fer hríðfallandi í áliti hjá mér. Konan bak við allt skrumið er sum sé að koma í ljós, og það er ekki glæsileg sýn. Enda heyri ég víða á Samfylkingarfólki að það er að snúa við henni baki, vegna aðgerðaleysis á stjórnarheimilinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2008 kl. 11:32
Forsetinn er sjálfur landráðamaður, EF hann vill (eins og hermt er að segi frá á minnisblaði norska sendiherrans) í stað Rússaláns gefa Pútínstjórninni hernaðaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli – og þar með æðstu yfirráð í landinu öllu.
Svo er orðið landráð fleirtöluorð, Sigurður!
Jón Valur Jensson, 13.11.2008 kl. 13:15
Ég er alveg sammála þér Ásthildur sú var tíðin að þau fóru saman um héruð og söfnuðu atkvæðum út á loforð um að afnema kvótakerfið sjá hér
Jón ég þakka prófarkalesturinn, ég þigg með þökkum að læra betur móðurmálið. Ég trúi afar varlega þessari samsæriskenningu um forsetan, finnst miður að þú skulir ljá þeim eyra og tel þvert á móti ólíkt meiri sóma af honum en fyrrum flokkssystur hans.
Sigurður Þórðarson, 13.11.2008 kl. 14:15
Dettur þér í hug, að Norðmenn hafi verið að ljúga þessu upp á hann? Ólafur getur auðveldlega hagað sér eins og dr. Jeckill og mr. Hyde – talað aðra stundina algáður af sýnilegri ábyrgð og varkárni, en hina stundina sagt um meðþingmann sinn úr ræðustóli, að viðkomandi hafi "skítlegt eðli". Og þú treystir honum til að missa aldrei stjórn á tungu sinni gagnvart útlendingum!
Jón Valur Jensson, 13.11.2008 kl. 15:37
Dvöl flugsveitar hér, með samstarfi við Íslendinga o.fl. NATO-þjóðir, í kannski hálfan mánuð er líka allt annað, þegar lýðræðisríki á í hlut (Bretland), sem engum dettur í hug að ætli að leggja undir sig landið með hervaldi, heldur en að fela einræðisstjórnvöldum Rússlands að taka yfir Keflavíkurflugvöll sem herstöð. Það síðarnefnda er landráðatillaga (ef borin er fram), ekki það fyrrnefnda, jafnvel þótt mörgum misbjóði eðlilega að fá hingað Bretana.
Jón Valur Jensson, 13.11.2008 kl. 15:44
Já Jón Valur, ég trúi öllu upp á Norðmenn og það kæmi mér ekkert á óvart þótt í ljós kæmi að þeir hefðu verið að LJÚGA öllu saman.
Jóhann Elíasson, 13.11.2008 kl. 16:23
Heill og sæll; Sigurður, og aðrir skrifarar og lesendur !
Sigurður ! Afsakaðu; hversu seinn ég er, til svarsins. Jú; krata hyskið allt, ekki bara ISG, er landráðafólk, að upplagi. Snobb lýður; að tiltölu, flest, og óþurftar fólk, íslenzkum hagsmunum, öllum.
Með beztu kveðjum, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:59
Jóhann Elíasson, það er rétt að spyrja þig: Hefur norska utanríkisráðuneytið hafnað því, að frásögn Klassekampen sé rétt? – Nei. – Hafa aðrir sendiherrar, sem voru í danska boðinu, hafnað því? – Nei. Einungis Ólafur hefur hafnað því! En þú velur auðvitað, hverjum þú trúir og hverja þú kallar lygara – en gerðir það ekki hér með neinum rökum.
Einnig má benda þér á þessa vefgrein Björns Bjarnasonar, þar sem hann segir m.a.:
Einnig segir Björn:
Lesið meira í þessari dagbókargrein Björns! Þar kemur t.d. fram, hvernig fjallað er um þetta mál í erlendum fjölmiðlum, m.a. bæði á þýzku og ensku.
Jón Valur Jensson, 14.11.2008 kl. 02:08
Ingibjörg hefur enga stærð til að kallast landráðamaður Siggi minn. Hún er einfaldlega pólitískt flón-eitt af mörgum hjá þjóð vorri í dag-,og á sér þann draum einan að fá að stýra virðingarmiklum kontór á erlendri grund.
Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 20:16
Hvar voru viðskiptaráherra og fjármálaráðherra síðustu 15 mánuði sem þessi ríkisstjórn er búin að vera við völd? hvaða meðvitundarleysi er búið að einkenna Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn? Var þessi stjórn á einhverju Secret afneitunarflippi? sennilega voru þau upptekin við að óska sér og sjá fyrir sér sæti í Öryggisráði Á meðan að bankaræningjarnir stálu hér öllu steini léttara!
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.