Ekki semja barnabörnin í fátækt

sulan_ea rifle_148226t Sumir ráðherrar hafa haft lítið fyrir stafni og því reynt að auglýsa sig á ísbjarnaslóðum, aðrir hafa haft meira fyrir stafni, reynt að koma landinu í öryggisráðið, ferðast um alla Afríku og jafnvel sótt námskeið í ættflokkadeilum í Afganistan. Þetta ágæta fólk hefur engar tillögur í efnahagsmálu aðrar en að taka öll lán sem hugsanlega bjóðast, ganga að hvaða skilyrðum sem er hjá IMF og ganga í ESB, þó það þýði að við missum fiskveiðiréttindin á Íslandsmið, auðugustu fiskimiðum í heiminum. Þar með væri ekki einungis búið að steypa barnabörnum okkar í skuldafen heldur svipta þau möguleikanum  til að borga lánin. imh_4845

Þetta er sjálfsagt vel meint en það er til önnur og betri leið: Í stað þess að hneppa komandi  kynslóðir í skuldafjötra getum við hert sultarólina tímabundið og síðan gert eins og Færeyingar og aukið tekjur okkar af sjávarútvegi. Við getum fækkað sendiráðum og sem betur fer sluppum við  við öryggisráðið og getum nýtt þá peninga til   atvinnuuppbyggingar. Þá munum ekki þurfa að hafa það á samviskunni að hafa skuldsett ókomnar kynslóðir.

ISG-+-GGH-Efnah-Afg_1571864891

 

 

 

 

 

 

 

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

 

 


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll Sigurður, ég er þér sammála, var hlusta á þátt á útvarpsögu þar sem karl einn skörungur mikill, eða svo virtist, hann vildi einfaldlega að ríkið tæki kvótann til baka, talaði um að síðan væri hægt að kaupa sér veiðiheimild fyrir x mikið af peningum og þannig mundi ríkið geta borgað upp allar skuldir sem núna liggja á okkur upp á nokkrum árum án þess að selja okkur á vald til annarra. (man þetta ekki orðrétt), mér leist bara vel á þá hugmynd.

bk.

Linda.

Linda, 6.11.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Sigurður. 100% sammála!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband