Geir hefur þjóðina með sér í þessu máli

Það þarf ekki endilega að felast lánleysi í því að fá ekki lán frá IMF. Íslendingar eru skuldugasta þjóð í heimi og mættu gjarnan fara varlega í að bæta á sig lánum og gangast undir þrælakvaðir og afarkosti, þá er stutt í ófrelsi.

Forfeður okkar vissu hvað það er mikilvægt að ráða sínu búi og í einni vísu Háfamála stendur að "Blóðugt sé hjarta þess er biður sér í mál hvers matar"

Vonandi opnast nú augu einhverra fyrir því að t.d. Bretar  eru ekki mjög uppteknir yfir hagsmunum Íslendinga. Vilja menn virkilega eiga framtíð barna sinna undir þeim?

Bretar voru alltaf súrir yfir að þurfa að yfirgefa landhelgina, þess vegna vilja þeir fá okkur í ESB. Kannski er Gordon Brown nógu klókur til að dýpka kreppuna hér og aðstoða innlenda flokksbræður sína?

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! 

 


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Og sennilega síðasti stuðningurinn

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 6.11.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband