Stjórnmálaskýring: Stjórnmálin eiga eftir að umturnast.
Sunnudagur, 26. október 2008
Ég er sannfærður um að Ísland verður ekki samt eftir þær hremmingar sem nú eru að fara í hönd. Sú mikla viðhorfsbreyting sem þegar hefur átt sér stað er að litlu leyti komin fram í fylgi flokka. Aukið fylgi við Evrópusambandsaðild kemur alltaf eins og dagur á eftir nótt í kjölfar efnahagslægða en hverfur svo í kjölfar uppgangs. Í því ljósi má skilja uppgang Samfylkingarinnar sem hefur verið bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Samfylkingin hefur verið með hugann við útþenslu utanríkisþjónustunnar og er jafn sek Sjálfstæðisflokknum en eftir að allt fór í kaldakol skóp hún sér sérstöðu með því að vilja semja strax við Breta, IMF, ganga í Evrópusambandið. Flestir átta sig á að kapp er best með forsjá í jafn mikilvægum samningum og vonandi hefur ríkisstjórnin manndóm í sér til að stefna Bretum. Samfylkingin hefur engar tillögur í sjávarútvegsmálum aðrar en þær að skapa störf í símaþjónustu fyrir konur í sjávarþorpum sem eru að fara á hliðina vegna kvótakerfisins. Að öðru leyti hefur hún engar tillögur í atvinnu- og efnahagsmálum aðrar en að ganga í ESB sem myndi koma í veg fyrir að Íslendingar gætu haldið aftur af ofvexti hvalastofna. Auk þessa hefur flokkurinn nú fundið blóraböggul í Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, sem þerripappír til að draga athygli frá viðskipta- og bankamálaráðherra. Þessi taktík mun ekki duga til langframa. Önnur viðhorf hafa breyst. 1. Eftir að karlaveldun í viðskiptalífinu brugðust verða konur líklega meira áberandi. 2. Fólk hefur áttað sig á að einhæfni í atvinnulífi er varasöm og við megum ekki eiga allt undir áli. 3. Síðast en ekki síst er fólki farið að skiljast hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er. án hans ættum við enga möguleika á að vinna okkur úr vandanum. Við eigum möguleika á ná miklu meiri arðsemi í greininni með því að innleiða sóknarstýringu sem kæmi m.a. í veg fyrir brottkast tugmilljarða verðmæta á ári hverju. Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur einarðlega unnið að því. Framtíð þjóðarinnar veltur að miklu leyti á því að talsmenn flokksins nái að leggja mál sitt fyrir hana.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað frá mínu hjarta Siggi minn, vel gert !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2008 kl. 13:22
Ég er sammála þér Sigurður í megin atriðum. Mig langar aðeins að vekja athygli á við inngöngu í Evrópu bandalagið, og ef óbreytt kvótakerfi verður við líði geta þegnar EB landanna keypt fyrirtæki hér á landi svo sem Þorbjörn í Grindavík með 7 % kvótans innanborðs, látið skipin veiða við Ísland úr Íslenskum kvóta og landað erlendis og skipin kæmu þá etv. aldrei í Íslenska höfn. Bið bara menn að velta þessu aðeins fyrir sér.
Ólafur Grindavík (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:01
Sammála þér Siggi, ég er komin með nýja kenningu ´mínu bloggi segðu mér hvort hún sé trúleg.
Rannveig H, 26.10.2008 kl. 16:40
Davíð hefur þörf fyrir skeinupappirinn sjálfur.
Heidi Strand, 26.10.2008 kl. 20:19
Sæll Sigurður
Hér fyrir neðan er frumvarp sem 3 þingmenn Frjálslynda flokksins standa fyrir um sjávarútvegsmál. Í þessu frumvarpi má sjá að þessir herrar eru að viðurkenna kvótakerfið eins og það er með smá breytingum sem ekki koma í veg fyrir brottkast!
Ég hefði viljað sjá þetta frumvarp í sóknarmarksformi eins og Frjálslyndir hér í den stóðu fyrir.
Ég vil að allur afli verði seldur hæstbjóðenda hverju sinni í gegnum fiskmarkaði og ríkið fái 10 til 15% af aflaverðmæti(brúttó) í ríkissjóð sem leigu á eign sinni.
Þetta er eina færa leiðin til þess að útiloka brottkast er að koma á sóknarmarki með veiðafærastýringu. Við höfum ekki efni á því að henda gjaldeyri í hafið fyrir milljarða og aftur milljarða til að viðhalda kvótabraskkerfinu sem framleiðir peninga fyrir hina fáu útvöldu án þess að innistæða sé fyrir slíku og þjóðin er svo látin blæða með lífskjaraskerðingu út við endan á þessari svika myllu sem kvótabraskið hefur verið í góð tuttugu ár því miður!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
P.S.
Mér sýnist þetta frumvarp þeirra félaga í Frjálslynda flokknum sem undir þetta skrifa bera keim af hugmyndafræði Samfylkingarnar þ.a.s. að ríkið leigi kvótan fyrirfram áður en hann er veiddur. Þess vegna spyr ég nú er þetta frumvarp undirbúningur að eiga von um að komast í ríkisstjórn með Samfylkingu ef samstarfið fer á versta veg sem núna eru í ríkisstjórn?
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 11 — 11. mál.
um aukinn þorskafla á fiskveiðiárinu 2008–2009.
,, Alþingi ályktar að leyfilegur þorskafli fiskveiðiársins 2008–2009 verði aukinn um 90.000 tonn og að heildarafli þorsks verði alls 220.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Úthlutað aflamark þorsks og þorskaflamark krókabáta verði hækkað sem nemur hlutdeild þeirra í 40.000 tonna viðbót við þann leyfða þorskafla sem úthlutað var til fiskiskipa í lok ágúst sl.
Margar ástæður eru fyrir því að þingmenn Frjálslynda flokksins leggja til að þorskaflinn á fiskveiðiárinu 2008–2009, 1. september 2008 til 31. ágúst 2009, verði aukinn alls um 90 þúsund tonn. Nú hagar svo til í þjóðmálum að höfuðnauðsyn er að auka tekjur og atvinnu í landinu. Útflutningsverðmæti þess þorskafla sem hér er lagður til gæti verið um 40–50 milljarðar kr. í nýjum tekjum fyrir þjóðina. Þingmenn Frjálslynda flokksins telja að það sé ábyrg afstaða að leggja til auknar þorskveiðar og að árferði í lífríki sjávar við landið sé nú með þeim hætti að ávinningurinn sé vís en líffræðileg áhætta sé engin. Þeim 50 þúsund tonnum af þorski sem umfram er þau 170 þúsund sem við leggjum til að varið sé í aflahlutdeildarkerfið verði ráðstafað til leigu um viðskiptamarkað. Nauðsynlegt er að sett verði löggjöf um sölu og leigu á aflaheimildum. Leiga og sala aflaheimilda fari aðeins um þann farveg sem markaður er um slík viðskipti. Megininntakið verði að útgerðum beri að nýta aflaheimildir til veiða. Við sölu eða leigu á aflaheimild verði hún skilgreind sem afnotaréttur í takmarkaðan tíma gegn leigugjaldi. Tekjum ríkissjóðs af viðskiptum með aflaheimildir verði skipt að jöfnu milli ríkis og sveitarfélaga. Ákveðnum þúsundum tonna af þorski verði markaður farvegur til leigu, sérstaklega frá þeim svæðum þar sem verulegur samdráttur hefur orðið í aflaheimildum og hagvöxtur síðustu ára hefur verið hvað minnstur og jafnvel neikvæður. Þær heimildir verði leigðar með þeim skilyrðum að gert verði út frá viðkomandi landsvæði og aflinn seldur þar á markaði og unninn. Leigutekjum ríkisins af þessum sérúthlutuðu veiðiheimildum verði ráðstafað til atvinnuuppbyggingar á sömu landsvæðum. Engin sérlög eru til um leigu eða sölu aflaheimilda eða lög sem marka ríki og sveitarfélögum tekjur af þeim viðskiptum. Þess vegna er sérstaklega á það bent í þessari greinargerð að setja þurfi slík lög ef vilji er til þess á Alþingi að ráðstafa aflaheimildum og tekjum með sérstökum hætti eins og hér er lagt til. Umræður á Alþingi um aðalefni þessarar tillögu um aukinn þorskafla um 90 þúsund tonn munu leiða það í ljós.''
B.N. (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:47
Takk fyrir Haukurr, ég er sammála þér Ólafur en staðreyndin er sú að ESB stjórnar fiskveiði í öllum aðildarríkjum sínum. Rannveig, það er alltaf gaman að góðum samsæriskenningum. Gulli "það á enginn kvótann", "aflamarki er úthlutað til eins árs og úthlutunin getur aldrei myndað eignarétt" (úr fiskveiðilögunum). ´Gulli ég vil að Íslendingar ráði yfir auðlindum sínum. Núna getum við breytt þessu með því að skipta um ríkisstjórn ef við göngum í ESB getum við það ekki. Þeir myndu t.d. aldrei leyfa okkur hvalveiðar. Heidi, í dag kom frétt á Stöð2 um Davíð að hann hefði komið í veg fyrir flutning á Icesave reikningunum til Englands. Hverju á maður að trúa?. Baldvin, ég verð að viðurkenna að hugmynd þín er mjög athyglisverð. Mér virðist hún vera útfærsla á hugmyndum Jóns Kristjánssonar.
Sigurður Þórðarson, 26.10.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.