Gjaldeyrissparandi eiturlyfjaframleiðsla

Fíkniefnaverksmiðjan sem var verið að loka í Hafnarfirði var með framleiðslugetu upp á margar milljónir evra. Ég veit ekki hvað þessi markaður er stór eða hvort þetta var ætlað til útflutnings. En ef þetta hefur verið ætlað til að þjóna innanlandsmarkaði þá er ljóst að verksmiðjan hefði sparað milljónir evra í  beinhörðum gjaldeyri. Aðalatriðið er auðvitað að draga úr eiturlyfjaneyslu. En spurningin er hvort lokun einnar verksmiðju, í okkar heimshluta, stuðli að því? 485899901_aca7d2b54f_o
mbl.is Framleiðslugeta fyrir milljónir evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Aðalatriðið er auðvitað að draga úr eiturlyfjaneyslu. En spurningin er hvort lokun einnar verksmiðju, í okkar heimshluta, stuðli að því?"

Það eina sem ég hef séð virka eru forvarnir og fræðsla. Ég mundi óska að lögregluvald, boð og bönn mundu virka en sannleikurinn er því miður annar.

stebbi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því miður óttast maður að svo sé.  Ég las grein eftir fyrrum mjög háttsettan yfirmann hjá  bandarísku fíkniefnalögreglunni og hann var á þeirri skoðun að þessi endi skilaði engum árangri.

Sigurður Þórðarson, 17.10.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.10.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband