Vernd gegn vinum

080116-F-1234S-014 Ég er ekki sammála Vilhjálmi Egilssyni um að við eigum að fara með betlistaf til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem ráðandi þjóðir með USA í broddi fylkingar hafa áður hafnað okkur. Þá hugnast mér betur að þiggja aðstoð frá Rússum, sem alltaf hafa sýnt okkur velvild þegar við höfum þurft á að halda t.d. í þorskastríðunum við "vini" okkar Breta. Viðskipti okkar við Rússa voru alltaf mjög hagstæð við fengum olíu og járn en greiddum með síld og karfa sem við höfðum ekki markað fyrir annars staðar. Núna borgar ríkisstjórnin "vinum" okkar fúlgur fjár til að fara í útsýnisflug yfir landið tvisvar á ári til að aðgæta hvort þeir sjái  Rússa. Af hverju ekki að snúa þessu við og fá Rússa til að fljúga yfir tvisvar á ári og aðgæta hvort þeir finni einhverja Breta?  
mbl.is Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér er þetta ekki mótlætið, enda alinn upp við Volgur & Rúzzajeppa.

Steingrímur Helgason, 9.10.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Reyndar minnir mig nú að við höfum þurft að selja fiskinn á undirverði til USA til að fá dollara til að greiða sovétinu fyrir bensínið... en fyrir rússafiskinn fengum við síðan volgur og moskvitsa að ógleymdum rússajeppunum.

Kv. Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 10.10.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar Rússarnir efnast getum við farið að selja þeim síld aftur.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Jens Guð

  Var ekki verið að samþykkja á alþingi 1500 milljónir í varnarskrifstofu til að verjast Rússum?  Meðal annars með áhrínisorðum Geirs Haaarde um nauðsyn þess að verjast Rússum í loftrými og á sjó?

Jens Guð, 10.10.2008 kl. 05:02

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jú, jú Jens,

það var líka verið að samþykkjja gríðarlega aukin framlög til veisluhalda og sendiráða erlendis einkum í  Afríku. Svo má ekki gleyma 800 milljónum sem átti að nota til að styrkja eyjar víðsvegar um heiminn.

Á kannski að nota lánið frá Rússum í það?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 08:10

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sælir strákar, hvaða betlistaf eru þið að tala um.  Það besta í stöðunni í dag er að fara í gjörgæslu hjá IMF.  Það þarf að skera upp þjóðfélagið og koma á heilbrigðri stjórnsýslu.  Hér þrífst spilling og misskipting gæðanna.  Gjörgæslan yrði tímabundin og eftir það fengjum við nýtt Ísland og heilbrigðara.  Hvað er það sem stjórnmála og embættismenn hræðast við IMF?

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.10.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásgerður, þú hefur talsvert til þíns máls. Ég er svo barnalegur að trúa því að þegar við verðum búin að ganga í gegn um þessar þrengingar átti fólk sig á því að  það borgar sig ekki að kjósa i gjörspillta stjórnmálamenn.

Kannski að fólk vakni?

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftirfarandi upplýsingar fann ég hjá Bjarna Kjartanssyni:

Ef litið er yfir, hvernig þetta lið hefur farið með þær þjóðir, sem leitað hafa til þeirra, blasir við þetta;

1. Kröfur um að grunnatriði þjónustu við almennig verði aflögð með öllu

2. Náttúruauðlindir verði SELDAR og það STRAX.

3. Þar sem ekki eru til aurar innanlands, verði að seja útlendum aðilum auðlindirnar. S:S Kananum eða þeim sem þeir hafa velþóknun á.

Kíkið á S.Ameríku._Afríku ofl.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband