Frítt í strætó -- Góð hugmynd hjá Ólafi F. Magnússyni

Það er fín tillaga hjá Ólafi F. Magnússyni að leggja til að frítt verði í strætó og satt að segja gat þessi skynsamlega tillaga ekki komið á betri tíma, til að öðlast skilning og meðbyr. Núna þegar kreppan er að halda innreið sína munu margir þurfa að leggja einkabílnum eða keyra hann minna.  Það er líka samfélagslega hagkvæmt að minnka álagið á götunum og sparar borginni heilmikið í kostnað við malbikun.  Kannski verður hreinna og betra loft sem fólk andar að sér í peningaleysinu.  "Fátt er svo með öllu illt ...." 

 c_documents_and_settings_owner_my_documents_mummi_myndir_blog_is_lafur_f_magnusson_418838


mbl.is Ólafur F.: Leggur til niðurfellingu fargjalda í Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við kippum því í liðinn þegar fleiri fara að ferðast með strætó.

Gulli manstu eftir þessu:

 "Allir með strætó, allir með strætó......."

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er vel til fundið hjá Ólafi að leggja þetta til.

Jens Guð, 6.10.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gulli þú ert ekki bara frumkvöðull, þú ert með allra skemmtileustu mönnum sem ég hef hitt á minni lífsævi. Og hafðu það.  Jens, það er alveg magnað hvað við erum oft sammála. Líklega yrðum við í standandi vandræðum ef við ættum að reyna að finna upp á einhverju til að vera ósammála um.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er góð tillaga og henni ber að hrinda í framkvæmd án tafar. Síðan er þörf á að skipuleggja þetta leiðkerfi upp á nýtt og nota smærri og þjálli bíla á hinum ýmsu leiðum.

Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband