Þjóðstjórn strax! Hvað myndi FF gera núna?

Ráðamenn eru mjög hissa og vita ekki sitt rjúkandi ráð en telja þó að ástandið, sem þeir hafa engin tök á, sé mun alvarlegra en talið hafi verið. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þrjár leiðir út úr vandanum. 1. Auka tekjur 2. Eyða minna 3. Taka meiri lán.   Ríkistjórnin hirðir ekki um að skoða neitt nema þriðju leiðina og situr föst í því fari. 

 Ef stjórnarandstaðan yrði kölluð til væri hægt að ræða nýjar leiðir og lausnir.

Frjálslyndir myndi byrja á að gefa krókaveiðar frjálsar og losna þannig við brottkastið  hjá smábátum. Síðan myndu þeir skipta flotanum upp í flokka og losna alveg við brottkast með afnámi aflamarks á báta en vera með svæðabundna sókn. Þannig mætti auka tekjurnar um tugi og jafnvel hundruð milljarða jafnframt því sem stofninn væri byggður upp.

Þá myndu þeir skera niður ofþenslu í utanríkisþjónustunni og öryggisráðsruglið.

Guðjón Arnar, traustur aflaskipstjóri að vestan hefur af góðum hug boðist til að aðstoða ríkisstjórnina. Hún ætti að þekkjast það. Góður skipstjóri hafnar ekki neinni aðstoð, síst af öllu vaskra manna223664763 við að berja ís í ágjöf. 


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú er lítið annað hægt að gera en vona og biðja.  Ekki allt sem sýnist í þessum málum er ég hrædd um. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ásdís, auðvitað er rétt að vona og biðja en við verðum samt að gera meira en það.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 15:02

3 identicon

Verður til olía á fiskiskipin?

Hver á að flytja út vöruna? 

Eimskip fer líklega á hausinn. Jafnvel Samskip líka. SÍF (Icelandic) fer jafnvel líka á hausinn. Allt sem búið er að byggja upp í áratugi varðandi útflutning á okkar vörum er í voða.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er allt rétt hjá þér Sveinn.  Aðalatriðið er er ekki hver staða okkar er á lánamörkuðum því það lifir enginn á lánum, heldur hitt að tekurnar verða að standa undir útgjöldunum. Við erum með mjög traustar undirstöður sem eru auðugustu fiskimið í heimi og orkuna.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 15:18

5 identicon

Heill og sæll; Sigurður minn, sem aðrir lesendur og skrifarar !

Hygg; að þú hafir ei lesið, svo gjörla, hugmyndir mínar, á síðu skrattanum, hjá mér, um algjört skipbrot og tilgangsleysi íslenzkra stjórnmálamanna; allra, vel að merkja. Hvar ég tiltek; brýna nauðsyn, afnáms Alþingis, og þess sora, fyrir hverju það hefir staðið, sem og gerfi''lýðveldis'' skipanina.

Sem og; hvar, ég hvet til stofnunar Alþýðuþjóðveldis vinnandi stétta, á þjóðernisgrundvelli, hvar fyrir færu : bændur - sjómenn - verkamenn og iðnaðarmenn, og yrði þá skrautfuglum ýmsum, þar á meðal, þingmönnum Frjálslynda flokksins; ekki hvað sízt dekurdrengnum ykkar, Jóni Heimdellingi Magnússyni, vísað úr landi, svo sem, í eitthvert sæluríkið, innan vébanda Brusselinga, eða önnur viðlíka pláss.

Það er SKÖMM; að fólki, þar á meðal, innan vinahóps þíns, Sigurður minn, hvert ljær máls, á afsali þeirra réttinda, hver þó náðust, til baka 1944, undan dönsku nýlendu skröttunum, Sigurður minn. Og af öllu; að kjósa, að skríða undir vængbörð þýzka hrægammsins, suður á Brussel/Berlínar völlum !!!

Guðjón Arnar er; vafalaust, hinn mætasti sjóhundur, sem skipstjóri, en, .... lítið fannst mér leggjast fyrir kappann, sem og aðra þingmenn FF, að þiggja, sjálfvirkt; sporslur amlóðanna, í Kjararáði, fólk, ef skyldi kalla, hvert fjarri er öllum veruleika íslenzks erfiðisvinnu fólks, Sigurður minn.

Mátti til; að svara þér, hnökralaust, erindi þínu, til mín, fyrir stundu, Sigurður minn, á þann veg, sem öllum skildist, svo sem venja mín er, þá ég opna helvítis ginið, á mér, minn kæri vin, Sigurður Þórðarson ! 

Með ágætum kveðjum; eigi að síður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Óskar mikið þakka ég þér fyrir þitt skrif sem er að venju frumlegt og vel ígrundað. Sjálfur vildi ég helst koma á goðaveldi, endurreisa alþingi hið forna við Öxará og Lögréttu í Almannagjá en halda þess á milli héraðsþing eftir  atvikum. Þá myndi ég loka Litla Hrauni en senda stórfellda vandræðamenn með hæfilegan farareyri (samt ekki sendiherralaun) til fjarlægra slóða þar sem þeir gætu notið lífsins undir pálmatré með minni kostnaði íslenskra skattgreiðenda en nú er. Hygg ég að þetta yrði mun ódýrara og affarasælla fyrir alla hlutaðeigandi.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: Jens Guð

  Það er nokkuð síðan Guðjón Arnar bauðst til að vera ríkisstjórninni til ráðgjafar.  Það var ekki þegið á þeim tíma og því fór sem fór.

Jens Guð, 6.10.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi ríkisstjórn er með slæma ráðgjafa.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er afar margt slæmt við þessa ríkisstjórn. Hún hefur afar slæma ráðgjafa og hún hefur ekki góða áru. Stjórnarandstöðuflokkarnir sýndu ábyrgðarfull vinnubrögð og ég ætlast til að ríkisstjórnin leit samvinnu við það ágæta fólk sem þar er að finna. Stjórnarliðar hafa vonandi lært af þessu að halda niðri öllum sínum oflætisfulla rembingi. Ein mikilvægasta aðgerð morgundagsins af mörgum er að víkja bankastjórum Seðalbankans og ráða hæfan mann.

Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband