Leiguliði lýsir kvótakerfinu:
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Leiguliðar athugið! |
Ólafur R. Sigurðsson skrifar:
Kvótakerfinu var, illu heilli, komið á fyrir um 24 árum síðan.
Yfirlýstur tilgangur þess var að vernda fiskistofnana og tryggja byggðir við sjávarsíðuna.
Skemmmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst. |
Vegna kvótakerfisins er þorskstofninnn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast.
Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegsins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 350% á tíu árum þó umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvótakerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að viðurkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut. Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa skoðun á öllum málum, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin undantekning.
Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upptæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi, sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði.
Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn, tölum við vini og vandamenn og kjósum F fyrir frelsi 12. maí. |
Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Eins og talað úr mínum munni. ( Nema þetta með F).
Bergur Thorberg, 31.8.2008 kl. 06:30
Takk fyrir síðast Bergur. Gott og vel, hvaða flokkar og hvaða stjórnmálamenn vilja afnema þetta kerfi?
Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 07:07
Sömuleiðis Siggi minn. Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.
Bergur Thorberg, 31.8.2008 kl. 07:11
Þar sem þú hefur búið erlendis skal ég hjálpa þér aðeins. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur komu þessu kerfi á. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa talað gegn kerfinu fyrir kosningar einkum Karl Matthíassonar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir harmaði niðurstöðu prófkjörs sem leiddi til að séra Karl komst á þing. Ég held að ISG hafi engan áhuga á sjávarútvegsmálum en helst er á henni að skilja að hún styðji kvótakerfið.
Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 07:45
Sæll Siggi minn.
Þessi grein er sannleikanum samkvæm.
"Vegna kvótakerfisins er þorskstofninn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast."
Þessi setning segir allt sem segja þarf. Hér er ekki unninn fiskur frystihúsinu. Ömurleg þróun. Þökk sé kvótakerfinu.
Vertu Guði falinn.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:37
Þorskur er góður matur sérstaklega í bollum
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 20:22
Því miður Guðlaugur, er þetta rangt hjá þér, þorskleysið hefur með kvótakerfið að gera og "arfavitlausum" rannsóknaraðferðum HAFRÓ Sjá nánar hér.
Jóhann Elíasson, 5.9.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.