Þroskahefur maður í "ruslinu"

Þroskaheftur vinur minn býr í Ljósheimum, sem er í næsta nágreni við mig og var alsæll þar til fyrir skemmstu enda búinn að festa kaup á íbúð.  Þetta gat hann gert vegna þess að hann vinnur í "ruslinu" eins og hann segir sjálfur. Þetta gat hann gert "því launin eru svo góð" segir hann 230.000 með öllum bónusum! Hann vaknar snemma á morgnana til að hlaupa með tunnur og brosir til vegfarenda. Núna dró ský fyrir sólu, hann er hræddur, lánin hafa hækkað og til stendur að einkavæða þjónustuna. Þroskahefti vinur minn fagnar ekki borgarstjóraskiptunum.

Kannski hægt sé að spara fyrir launum Gísla Marteins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Það er ekkert skrýtið að þessi maður hafi áhyggjur í þeirri stöðu sem hann er. Bananalýðveldið Ísland hefur ekki á stefnuskrá sinni að allir Íslensingar séu í fyrirrúmi heldur bara einhverjir útvaldir.

Áfram Ísland í handbolta.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er svakalegt að þetta skuli vera hugsun þeirra sem telja sig yfir aðra hafna einkavinavæða til að spara og hvað er spara er það til að einhverjir fái meira.Ekki hefði þessi einstaklingur haft efni á að gefa vinum sínum veiðileyfi fyrir 500 þúsund bara si sona.

Guðjón H Finnbogason, 24.8.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sum þjónusta er betur komin í höndum hins opinbera, sbr. ástandi á Ítalíu.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:13

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Sigurður, það sem ég velti fyrir mér nú er hvers vegna á að breyta því sem gott er.  Sorphirða í borginni hefur verið til fyrirmyndar með frábæru starfsfólki.  Hér er maðkur í mysunni að mínu mati.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 24.8.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar öllsömun. Gulla, ég var bara að lýsa áhyggjum vinar míns, sem býr í næstu götu fyrir neðan mig. Ásgerður, þetta er laukrétt hjá þér. Ég hef fyrir satt að sorphirða sé hvergi í nágrannaríkjum okkar ódýrari en einmitt hér.  Hér gildir hið fornkveðna: "Dont fix it if it ant broken".

Sigurður Þórðarson, 24.8.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Núna ætlar Frjálslynda frúin og flokksmóðir fylkingingarinnar Ásgerður sér inn á Alþingi. Kynnir sig með útvarpsþætti á Útvarpi Sögu, 99.40 þar sem hún kynnir í hverri viku mesta glæpamann Íslands okkar daga, Steinar Gunnbjörnsson Markarflöt 11 Garðabæ...auglýsingarviðtölum við dóttur hans Berglindi Steinarsdóttir... Ásgerður Jóna veit um glæpaferil Steinars en henni er alveg sama...

Að ná inn á Alþingi virðist vera það eina sem dugir...Sama hvaða meðul eru notuð.

Sumar konur selja sig fyrir lítið!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég ætlaði eiginlega að segja að ég þoli ekki falskar yfirlýsingar stjórnmálamanna sem hafa flokkspotið og lygina sér að leiðarljósi og koma sér áfram með hverskonar brögðum... ljúgandi og svíkjandi, fari þeir og veri....

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 17:26

8 Smámynd: Halla Rut

Veist þú fyrir víst Guðrún Magnea að Ásgerður stefni á Alþingi?

Halla Rut , 24.8.2008 kl. 20:51

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svakaleg persónuníð er þetta Guðrún Magnea .. án þess að ég þekki sögu umrædds Steinars, þá finnst mér þessi yfirlýsing þín um konur sem selji sig fyrir lítið vægast sagt ósmekkleg.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.8.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ásgerður Jóna er föl að mér sýnist fyrir lítið jafnt og aðrir stjórnmálamenn sem vilja inn á Alþingi. Halla Rut ,þú veist það sama og ég...

Jójanna Magnúsar og Völudóttir, sjáðu mál 214 hérna á netinu og eftir lesturinn getur þú ákveðið þig ...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Lesið mál www.http//214.googlepage.com hérna á netinu og þá sjáið þið hversu alvarleg mál ég er að tala um. Frjálslyndir eiga ekki rétt á þingssæti því þeir eru spilltir jafnt og aðrir stjórnmálaflokkar...Það sem fyrir þeim vakir er að ná þingssætum...MEÐ ÖLLUM MÖGULEGUM AÐFERÐUM. Núna verð ég að öllum líkindum drepin vegna orða minna.

Munið hvað ég sagði ef ég finnst látin.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.8.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Saklaust innlit Hearts  Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:06

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðrún Magnea Helgadóttir, ég þekki þig ekki neitt en ef ég gerði það myndi ég eyða athugasemdum þínum þar sem þær lýsa vanstillingu og eru þér ekki til sóma. Hitt er annað að' það er áreiðanlega enginn að fara að drepa þig. Alla vega get ég fullvissað þig um að hvorki ég, Halla, Ásgerður, Jóhanna, og Ásdís viljum ekki vinna þér mein. Ég veit ekki með hana Rósu en þú þarft samt ekki að hafa áhyggjur af henni þar sem hún býr á Vopnafirði og kemur sjaldan í bæinn.

Sigurður Þórðarson, 25.8.2008 kl. 00:30

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Þú ert virkilega fyndinn. Nei ég ætla ekki að vinna Guðrúnu Magneu mein og örugglega ekki heldur stelpurnar sem þú taldir upp.

Magnað innlegg með hana Rósu. Alltaf gaman að gera að gamni sínu.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:15

15 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sigurður! Ertu ekki bróðir og samflokksmaður Sigurjóns Þórðarsonar fyrrverandi alþingismanns frjálslyndra???. Ef svo er þá skil ég mætavel athugasemd þína varðandi mig...Að ég sýni vanstillingu og framvegis..

En flokkskona frjálslyndra hefur gersamlega gengið framm af mér þar sem hún synir virkilega siðblindu varðandi alvarleg sakamál með því, þá auglýsir hún glæponinn í hverri viku á Útvarpi Sögu...

Ef til vill hefur Ásgerður Jóna haft samband við þig í gærkvöldi og grenjað sig í hel vegna kommenta minna bæði á blogginu þínu og hennar. Hún hringdi í Eirík Stefánsson og kvartaði í hann...Því ekki að kvarta undan athugasemdum mínum við fleiri?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 25.8.2008 kl. 20:48

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðrún Magnea bloggvinkona.

Svona nú svona. Nú væri gott að slaka aðeins. Siggi var  að djóka og skrifaði nafnið mitt inní athugasemdina og veit ég, þar sem ég þekki kauða að hann var LÍKA að GRÍNAST.

Við treystum því að sannleikur í ýmsum málum komi í ljós en þessi mál verða ekki leyst hér á þessari bloggsíðu.

Sofðu nú rótt í alla nótt og dreymi þig Guð, englana og okkur Sigga sem erum í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 23:40

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er sorglegt að heyra þetta með vin þinn Siggi minn.  Og það er von að hann verði áhyggjufullur, einkavæðing er í sjálfu sér miskunnarlaust kerfi sem gengur út á að  fá eitthvað "út úr því" Sjálfsagt eru einhverjir gæðingar sem þurfa að fá bitling hjá sjöllum, það er jú þeirra aðalsmerki að sjá um sína.  En vonandi fer allt vel með vin þinn.  Oftast er svoleiðis fólk, þ.e. þeir sem eru einfaldar sálir bestu starfsmennirnir, þar sem þeir vita hvað þeir eiga að gera og þekkja verkefnin, því enginn er samviskusamari en þær einföldu sálir sem þekkja ekkert annað ein samviskusemina og heiðarleikann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2008 kl. 09:34

18 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Næst er fyrir Ásgerði Jónu að auglýsa Franklin Steiner og innflutning hann á Útvarpi Sögu...Þá eftil vill tekur einhver við sér hérna á blogginu.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 20:01

19 Smámynd: Jens Guð

  Við vitum það að fyrir sumt fólk er einkavæðing trúarbrögð.  Trúarbrögð sem oft eru einkavinavæðing.  Það er hið besta mál að skoða alla þætti opinbers reksturs út frá því hvort ástæða sé að einkavæða þá.  Stundum er það betri kostur.  Verra er þegar aðstæður ekki metnar út frá kostum og göllum heldur er einblínt á að allt skuli einkavætt burt séð frá kostum og göllum og farið offari eins og virðist vera varðandi sorphirðu í Reykjavík.

  Á dögunum rak fjöldi manns í blaðagreinum ofan í eina einkavæðingafraukuna hvern misskilning hennar á fætur öðrum varðandi sorphirðu Reykjavíkur.  Ranghugmyndir hennar voru broslegar.  En líka dapurlegar.   

Jens Guð, 28.8.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband