Traust athafnastjórn í Reykjavík?

reykjavikurbrefNú þegar blikur eru á lofti í efnahagsmálum er nauðsynlegt að sýna dirfsku í ákvarðanatöku en eyða ekki dýrmætum tíma í óþarfa málæði og fundarhöld. Því er gott að það er tryggt að borgin getur áfram ráðstafað hundruðum milljóna króna ef brýna nauðsyn ber til á heimili Vilhjálms jafnvel að kvöldlagi ef málið þolir ekki bið eins og gerðist í Rei og síðar þegar vélað var um kaup húsanna við Laugarveg 4-6.  Einstaka nöldurseggir eru að þrasa yfir týndum minnismiðum sem að öllum líkindum hafa lent í ryksugu eða því að þetta hafi verið gert að borgarstjóranum forspurðum og hann  hafi viljað fara hægar í sakirnar varðandi húsakaupin.  Fyrirgreiðslu- og athafnastjórnmálamenn geta ekki látið slíka gagnrýni trufla sig.

Þess vegna fagna Reykvíkingar nýja meirihlutanum.  Eða hvað?

MBL0169253


mbl.is Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ, Sigurður , skoðaðu nú bloggið mitt. Þá sérðu svolítið sem varðar það sem við vorum m.a. að tala um síðast í símanum í dag.

Svava frá Strandbergi , 18.8.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kvitt,kvitt og knús frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Skilaboð. Kæri Sigurður, þótt við séum ekki á sama stað í pólitík legg ég til að þú lesir betur færslurnar áður en þú kommenterar á þær svo þú eigir betur með að gera það með málefnalegum hætti. Svo er alltaf tekið meira mark á athugsemdum sem eru skrifaðar á kurteislegan máta.
Bestu kveðjur til þín.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Halla Rut

Bara það eitt að borgarstarfsmaður skuli gera samninga fyrir hönd borgarinnar heima hjá sér segir mér að eitthvað sé bogið við samninginn.

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég skil þetta ekki alveg,ábyrg stjórn í peningamálum,er það ábyrg stjórn að vera búin að tæma kassann.Þú telur að það sé rétt hjá Hauki Leóssyni að hann hafi borgað veiðileifin úr sinni buddu 500 hundruð þúsund.

Guðjón H Finnbogason, 21.8.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kolbrún, þú ert eini bloggarinn sem hefur ritskoðað athugasemdir frá mér frá upphafi.  Til hamingju með það. 

Gamalt máltæki segir:   "Sannleikanum sé hver sárreiðastur".  Mér skilst að það sé  ekki þess vegna sem þú ritskoðar mig ætla ég að þú gerir það af umhyggju fyrir mér til að það sjáist ekki hversu ómálefnalegur og ókurteis ég er.  Fyrir það vil ég þakka þér kæra Kolbrún.

Sigurður Þórðarson, 22.8.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband